Amaði ekkert að ferðamönnum sem sendu neyðarboðin Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2024 22:16 Varðskipið Þór var sent norður til Hlöðuvíkur. Myndin er úr safni og tekin við Reykjavíkurhöfn. Vísir/Vilhelm Ekkert amaði að erlendum ferðamanni sem sendi neyðarboð úr neyðarskýli í Hlöðuvík fyrr í dag. Áhöfn varðskips Landhelgisgæslunnar komst í samband við ferðafólkið á tíunda tímanum í kvöld. Neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum um hádegisbil í dag en óljóst var hver hefði sent það og hvaðan en talið var að það kæmi frá Hlöðuvík eða Hornvík á Hornströndum. Varðskipið Þór, sem var þá statt við Snæfellsnes, var sent að Hlöðuvík og kom þangað á tíunda tímanum í kvöld, að sögn Hlyns Snorrasonar, yfirlögregluþjóns á Vestfjörðum. „Það er búið að ganga úr skugga um að það kom frá erlendum ferðamanni sem var staddur í neyðarskýli í Hlöðuvík og amar ekkert að núna. Þegar Gæslan kemur þarna og nær sambandi þá segir viðkomandi að það þurfi ekki lengur aðstoð,“ segir Hlynur en áhöfn varðskipsins náði stopulu talstöðvarsambandi við þriggja manna hóp í neyðarskýlinu. Lögreglan er að kanna hvers vegna neyðarboðin voru send en lélegt samband er á svæðinu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að einn úr þriggja manna hópnum hafi sent boðin í dag. Búast megi við að veðurofsinn á Vestfjörðum í morgun hafi valdið ótta og hræðslu en það verði skoðað betur þegar betra samband næst við fólkið. Töluverður viðbúnaður var vegna neyðarkallsins sem var stutt og á ensku, að sögn Hlyns. Aðgerðastjórn almannavarna á Ísafirði var virkjuð. Hlynur segir að undirbúið hafi verið að senda þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunarskip til leitar í fyrramálið ef leit varðskipsins hefði engan árangur borið. Varðskipið verður við Hlöðuvík til morguns vegna aðstæðna. Hlynur segir veðrið þó gengið niður. Þyrla sótti annan ferðamann sem þurfti svo ekki læknisaðstoð í sumar Þetta er í annað skiptið á nokkrum vikum sem Landhelgisgæslan er kölluð út á Vestfjörðum vegna erlendra ferðamanna sem reynast þegar til kastanna kemur ekki í sérstakri hættu. Í júlí sótti þyrla Gæslunnar bandarískan göngumann á Jökulfirði, sunnan við Hornstrandir, sem óskaði eftir aðstoð vegna veikinda og flutti hann til Ísafjarðar. Þegar þangað var komið afþakkaði hann frekari aðstoð og hélt burt á bílaleigubíl sínum. Slökkviliðsstjórinn á Vestfjörðum sagði Vísi að hann teldi það hafa verið „vísi að misnotkun“ á neyðarþjónustu Landhelgisgæslunnar. Hlynur segir að engar hömlur eða reglur um hvers konar búnað fólk sem fari á Hornstrandir þurfi að hafa með sér. Lítil sem engin fjarskipti séu þar og símar virki ekki. „Þannig að það þarf eitthvað að skoða það,“ segir yfirlögregluþjónninn. Fréttin hefur verið uppfærð. Landhelgisgæslan Hornstrandir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Reyna að ná sambandi við sendanda neyðarkallsins Búist er við því að varðskipið Þór komi að Hlöðuvík á Hornströndum á hverri stundu nú en óljóst neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum þaðan um hádegisbil. 5. september 2024 20:17 Þór á leið í Hornvík vegna óljóss neyðarkalls Neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum um hádegisbil, en ekki er ljóst hvaðan það barst. Óskað var eftir aðstoð áhafnar á varðskipinu Þór, sem verður komið á vettvang í kvöld. 5. september 2024 16:13 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Sjá meira
Neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum um hádegisbil í dag en óljóst var hver hefði sent það og hvaðan en talið var að það kæmi frá Hlöðuvík eða Hornvík á Hornströndum. Varðskipið Þór, sem var þá statt við Snæfellsnes, var sent að Hlöðuvík og kom þangað á tíunda tímanum í kvöld, að sögn Hlyns Snorrasonar, yfirlögregluþjóns á Vestfjörðum. „Það er búið að ganga úr skugga um að það kom frá erlendum ferðamanni sem var staddur í neyðarskýli í Hlöðuvík og amar ekkert að núna. Þegar Gæslan kemur þarna og nær sambandi þá segir viðkomandi að það þurfi ekki lengur aðstoð,“ segir Hlynur en áhöfn varðskipsins náði stopulu talstöðvarsambandi við þriggja manna hóp í neyðarskýlinu. Lögreglan er að kanna hvers vegna neyðarboðin voru send en lélegt samband er á svæðinu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að einn úr þriggja manna hópnum hafi sent boðin í dag. Búast megi við að veðurofsinn á Vestfjörðum í morgun hafi valdið ótta og hræðslu en það verði skoðað betur þegar betra samband næst við fólkið. Töluverður viðbúnaður var vegna neyðarkallsins sem var stutt og á ensku, að sögn Hlyns. Aðgerðastjórn almannavarna á Ísafirði var virkjuð. Hlynur segir að undirbúið hafi verið að senda þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunarskip til leitar í fyrramálið ef leit varðskipsins hefði engan árangur borið. Varðskipið verður við Hlöðuvík til morguns vegna aðstæðna. Hlynur segir veðrið þó gengið niður. Þyrla sótti annan ferðamann sem þurfti svo ekki læknisaðstoð í sumar Þetta er í annað skiptið á nokkrum vikum sem Landhelgisgæslan er kölluð út á Vestfjörðum vegna erlendra ferðamanna sem reynast þegar til kastanna kemur ekki í sérstakri hættu. Í júlí sótti þyrla Gæslunnar bandarískan göngumann á Jökulfirði, sunnan við Hornstrandir, sem óskaði eftir aðstoð vegna veikinda og flutti hann til Ísafjarðar. Þegar þangað var komið afþakkaði hann frekari aðstoð og hélt burt á bílaleigubíl sínum. Slökkviliðsstjórinn á Vestfjörðum sagði Vísi að hann teldi það hafa verið „vísi að misnotkun“ á neyðarþjónustu Landhelgisgæslunnar. Hlynur segir að engar hömlur eða reglur um hvers konar búnað fólk sem fari á Hornstrandir þurfi að hafa með sér. Lítil sem engin fjarskipti séu þar og símar virki ekki. „Þannig að það þarf eitthvað að skoða það,“ segir yfirlögregluþjónninn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Landhelgisgæslan Hornstrandir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Reyna að ná sambandi við sendanda neyðarkallsins Búist er við því að varðskipið Þór komi að Hlöðuvík á Hornströndum á hverri stundu nú en óljóst neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum þaðan um hádegisbil. 5. september 2024 20:17 Þór á leið í Hornvík vegna óljóss neyðarkalls Neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum um hádegisbil, en ekki er ljóst hvaðan það barst. Óskað var eftir aðstoð áhafnar á varðskipinu Þór, sem verður komið á vettvang í kvöld. 5. september 2024 16:13 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Sjá meira
Reyna að ná sambandi við sendanda neyðarkallsins Búist er við því að varðskipið Þór komi að Hlöðuvík á Hornströndum á hverri stundu nú en óljóst neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum þaðan um hádegisbil. 5. september 2024 20:17
Þór á leið í Hornvík vegna óljóss neyðarkalls Neyðarkall barst lögreglunni á Vestfjörðum um hádegisbil, en ekki er ljóst hvaðan það barst. Óskað var eftir aðstoð áhafnar á varðskipinu Þór, sem verður komið á vettvang í kvöld. 5. september 2024 16:13