Erlent

Fjöldi grunn­skóla­barna lést í elds­voða

Árni Sæberg skrifar
Skólinn heitir Hillside Endarasha Academy og er í Endarasha í miðju Kenía.
Skólinn heitir Hillside Endarasha Academy og er í Endarasha í miðju Kenía. Facebook/Hillside Endarasha Academy

Sautján grunnskólabörn hið minnsta fórust í eldsvoða í grunnskóla í Kenía í gærkvöldi.

Í frétt breska ríkisútvarpsins um málið segir að óttast sé að tala látinna muni hækka en á annan tug voru fluttir á sjúkrahús með alvarleg brunasár.

Upptök eldsins eru ókunn að svo stöddu en rannsakendur eru komnir á vettvang að sögn talsmanns lögregluyfirvalda á svæðinu.

Eldsvoðar í grunnskólum Kenía eru svo algengir að talað hefur verið um þá sem faraldur. Árið 2017 létust tíu stúlkur þegar kveikt var í stúlknagrunnskóla í Nairobi, höfuðborg landsins, og fyrir rúmum tveimur áratugum létust 67 nemendur þegar kviknaði skóla í Machakos suðaustur af höfuðborginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×