Börn eru fjöregg þjóðar Alma D. Möller skrifar 6. september 2024 10:02 Eitt af mikilvægustu verkefnum hvers samfélags er að hlúa vel að börnum því þau eru framtíð þjóðar og okkar mesti fjársjóður. Nóbelsverðlaunahafinn James Heckman hefur jafnframt bent á að það sé ekkert eins arðbært fyrir samfélag og að sinna börnum vel; að fjárfesta í börnum og ungmennum. Þar skyldi engu til sparað og því fyrr, þeim mun betra. Þetta er mikilvægt fyrir einstaklingana en líka samfélagið því það er unga fólkið okkar sem mun erfa landið og takast á við þær miklu áskoranir framtíðar sem blasa við, gleymum því ekki. Bryndís Klara Bryndís Klara átti lífið framundan þegar bundinn var endir á það allt of snemma. Þjóðin er harmi slegin og vaknar nú upp við vondan draum varðandi þann vanda sem blasir við og snýr að börnum og ungmennum. Mörg hafa að vonum tjáð sig en enginn eins vel og faðir hennar, frændi minn Birgir Karl Óskarsson: “Nú þarf að hafa hátt og tryggja með skipulegum og úthugsuðum hætti, að þessi martröð, missir okkar og líf Bryndísar minnar muni leiða til betri veruleika fyrir íslenskt samfélag! Þessi dýra og óbærilega fórn hennar, skal og verður að bjarga mannslífum.“ Þessu ákalli syrgjandi föður verður að svara og því er spurningin, hvað getum við gert? Ljóst er að vandinn er margþættur og flókinn og það eru lausnirnar einnig. Vopnaburður er eitt.... Nýlegar niðurstöður úr Íslensku æskulýðsrannsókninni, sem Menntavísindasvið Háskóla Íslands stýrir, benda til að um fjögur til fimm prósent grunn- og framhaldsskólabarna, mest drengir, koma með vopn í skólann. Eitt prósent þeirra segist gera það til að verjast. Ríkislögreglustjóri birti nýverið skýrslu um ofbeldi barna og er ljóst að gerendur eru yngri en áður og að alvarlegum og ítrekuðum brotum hefur fjölgað. Um 10% barna segjast hafa orðið fyrir ofbeldi. Hvernig má þetta vera, hvað er það í umhverfi og aðstæðum barna sem fær þau til að ganga með vopn og jafnvel beita þeim? Skýringar eru eflaust margþættar og gætu endurspeglað erfiða félagslega stöðu, mismunandi menningaráhrif, áhrif samfélagsmiðla þar sem ofbeldismyndbönd eru sýnd o.fl. Ofbeldi er oftar hluti lífs barna sem búa við ákveðnar aðstæður, t.d. ójöfnuð, erfiðar heimilisaðstæður, jaðarsetningu, misrétti og kynþáttafordóma. Þá kunna löggæsla og dómskerfi að skipta máli. Ráðherrar kynntu í sumar 14 aðgerðir til að bregðast við og hefur aðgerðahópur hafið störf, óskað er alls velfarnaðar í þeirri mikilvægu vinnu. Einnig er víða unnið að ofbeldisforvörnum, hjá Heilsueflandi skólum og víðar, sjá t.d. Örugg saman og Stopp ofbeldi. Þá eru ráð fyrir foreldara á 112.is. Fram hefur komið í umræðu undanfarið að úrræði skortir fyrir þau ungmenni sem eru í hvað mestum vanda, úr því er brýnt að bæta og það er forgangsmál. Reynslan sýnir að ekki verður komið í veg fyrir alvarleg ofbeldisbrot nema með samvinnu lögreglu, félags- og barnaverndarþjónustu sveitarfélaga, heilbrigðis- og menntakerfis auk fleiri lykilaðila. Hér þurfa öll að leggjast á eitt svo við bregðumst ekki þeim ungmennum sem eru í hvað mestri áhættu á að beita ofbeldi og hugsanlegum fórnarlömbum þeirra. ....vaxandi vanlíðan barna er annað Það er ekki nóg að börnin okkar verði ekki fyrir ofbeldi, þeim þarf líka að líða vel. Gögn frá Rannsóknum og greiningu, Íslensku æskulýðsrannsókninni og Ískrá heilsugæslunnar benda til vaxandi vanlíðanar barna. Sú þróun hófst fyrir allnokkrum árum en heimsfaraldurinn bætti ekki úr skák. Depurð og kvíði hefur aukist einkum hjá stúlkum. Færri segjast hamingjusöm eða rétt um fjórðungur stúlkna og tæpur helmingur drengja. Börn meta andlega heilsu sína verri en áður, einungis 40% stúlkna í 10. bekk og tæp 70% drengja telja andlega heilsu sína góða. Þá er lyfjanotkun barna og ungmenna mun meiri hér en á hinum Norðurlöndunum og áfram mætti telja. Margar skýringar eru, en áberandi er að öll einkenni vanlíðanar mælast meiri hjá börnum sem telja fjölskyldu sína búa við slæma fjárhagslega stöðu. Einnig kunna almennar breytingar á samfélaginu með auknum hraða, efnishyggju, samfélagsmiðlum, skjánotkun, og fleira að ýta undir andlega vanlíðan. Þá kunna sífellt meira krefjandi aðstæður í skólum að skipta hér máli. Sérlega mikilvægt er að hlúa vel að hópum eins og hinsegin börnum, fötluðum börnum og þeim með ólíkan menningarbakgrunn. Snemmtæk inngrip þarf að efla Þegar bjátar á hjá barni er brýnt að bregðast við hið fyrsta og oft þarf fjölþætta nálgun. Skoða þarf umhverfi og aðstæður bæði hjá börnum og fjölskyldu auk félagstengsla og aðstæðna í skóla. Kannski er barnið vansælt vegna ófullnægjandi aðbúnaðar á heimili eða skóla. Meta þarf lifnaðarhætti barns og fjölskyldu; svefn, hreyfingu, næringu, notkun orkudrykkja, skjánotkun og tengsl. Styðja þarf foreldra og fjölskyldur eftir þörfum því uppeldishlutverkið getur jú verið krefjandi. Þá kann að þurfa að styrkja bjargráð í skólum til að börnunum verði sem best sinnt. Þá getur þurft að bjóða upp á úrræði í heilbrigðiskerfinu; greiningar, viðtalsmeðferð, hugræna atferlismeðferð og í undantekingartilfellum lyf. Ekki er ólíklegt að meiri lyfjanotkun hérlendis eigi uppruna sinn í skorti á öðrum úrræðum sem formaður Geðhjálpar kallar innviðaskuld. Þótt unnið hafi verið að uppbyggingu geðheilbrigðisþjónustu og bið sumsstaðar styst, þarf að gera mun betur. Sama á við um bið í fjölmörg önnur úrræði. Börn eiga ekki að bíða! Forvarnir eru mál samfélagsins alls Betra er heilt en vel gróið, við þurfum að efla forvarnir og hlúa að börnum og ungmennum hvar sem á er litið og reyna að koma í veg fyrir vanda og vanlíðan. Við þekkjum verndandi þætti eins og gæðastundir með fjölskyldu, skipulagt íþrótta- og tómstundastarf og það að seinka notkun áfengis eins og kostur er. Þá er góður félagsskapur ómetanlegur og mikilvægt að foreldrar fylgist með því hverja börnin umgangast. Ungmennum líður betur og þau eru ólíklegri til að beita ofbeldi ef þau hafa sterk tengsl við foreldra, aðra einstaklinga, skóla og stunda tómstundir sem hafa jákvæð samfélagsleg gildi, viðmið og reglur. Skyldur foreldra eru miklar. Foreldrar og forráðamenn þurfa að vera börnum góðar fyrirmyndir því börnin gera jú ekki eins og við segjum, þau gera eins og við gerum. Þarna má nefna atriði eins og skjátíma, svefn, notkun orkudrykkja, áfengis og nikótíns. Foreldrar þurfa að sýna umhyggju og geta sett heilbrigð mörk um hvaðeina, t.d. útivistartíma og frjálsan skjátíma. Halda þarf farsældarsáttmálanum (áður fjölskyldusáttmáli) betur á lofti. Við hjá lýðheilsusviði embættis landlæknis hyggjumst beina sjónum að hlutverki foreldra og hvernig megi styðja við það í forvarnamánuðinum nú í október. Jafningjastuðningur er einnig mikilvægur, milli foreldra og milli ungmenna. „Ekkert um okkur, án okkar“ gildir hér og er mikilvægt að fá unga fólkið að borðinu. Ætlunin er að gera það og eiga slíkt samtal á forvarnardeginum, 2. október sem forseti Íslands stendur að í samvinnu við embætti landlæknis og fleiri. Vont er að sjá að lesskilningi, stærðfræðilæsi og læsi á náttúruvísindi fer aftur því menntun er ein af grunnforsendum velsældar og heilsu. Við hljótum sem þjóð að geta gert betur. Þá eru skólar mikilvægur vettvangur fyrir geðrækt og aðrar forvarnir. Tryggja þarf að skólar hafi ávallt aðgengi að vönduðu og samræmdu námsefni á sviði geðræktar fyrir börn og ungmenni á öllum aldri með það að markmiði að efla félags- og tilfinningafærni, seiglu og samkennd. Þjóðarátak um velsæld barna og ungmenna Eins og að ofan greinir er hafin mikil vinna til að sporna við ofbeldi barna og er það vel. Undirrituð vill ítreka þá skoðun sína að mikilvægt er einnig að vinna heildaráætlun um velsæld barna þar sem einnig er tekið á vanlíðan barna og ungmenna, með þjóðarátaki. Þar þarf að beina sjónum að mörgum þáttum; fjárhagslegri stöðu barnafjölskyldna ekki síst einstæðra foreldra, stuðningi við foreldra þegar á bjátar, stuðningi við skóla, snemmtækum inngripum og auknum úrræðum í meðferð. Farsældarlögunum er ætlað að samþætta þjónustuna og þarf áfram að þróa verkferla og úrræði svo þau nýtist öllum þeim sem þurfa. Okkur tókst að draga úr reykingum, kannabisnotkun og áfengisdrykkju ungmenna en þar eru blikur á lofti og við þurfum að halda vöku okkar svo ekki fjari undan þeim árangri. Þetta tókst með samstilltu átaki allra sem að koma, yfirfærum þá þekkingu og reynslu til að efla almenna velsæld barna og ungmenna. Það er vandséð að til sé mikilvægara verkefni og sagði Nelson-Mandela að það hvernig samfélag kemur fram við börn sín endurspegli sál samfélagsins. Þegar kemur að því hræðilega ofbeldisatviki sem varð kveikjan að þessum hugleiðingum er ekkert annað í boði en að halda áfram með yfirvegun, samhygð, samstöðu og samvinnu að leiðarljósi. Þannig heiðrum við minningu Bryndísar Klöru því það mikilvægasta þegar svo hörmulegur atburður hefur orðið er að hindra með öllum ráðum að hann fái endurtekið sig. Liður í því er að börnunum okkar líði vel. Höfundur er landlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Eitt af mikilvægustu verkefnum hvers samfélags er að hlúa vel að börnum því þau eru framtíð þjóðar og okkar mesti fjársjóður. Nóbelsverðlaunahafinn James Heckman hefur jafnframt bent á að það sé ekkert eins arðbært fyrir samfélag og að sinna börnum vel; að fjárfesta í börnum og ungmennum. Þar skyldi engu til sparað og því fyrr, þeim mun betra. Þetta er mikilvægt fyrir einstaklingana en líka samfélagið því það er unga fólkið okkar sem mun erfa landið og takast á við þær miklu áskoranir framtíðar sem blasa við, gleymum því ekki. Bryndís Klara Bryndís Klara átti lífið framundan þegar bundinn var endir á það allt of snemma. Þjóðin er harmi slegin og vaknar nú upp við vondan draum varðandi þann vanda sem blasir við og snýr að börnum og ungmennum. Mörg hafa að vonum tjáð sig en enginn eins vel og faðir hennar, frændi minn Birgir Karl Óskarsson: “Nú þarf að hafa hátt og tryggja með skipulegum og úthugsuðum hætti, að þessi martröð, missir okkar og líf Bryndísar minnar muni leiða til betri veruleika fyrir íslenskt samfélag! Þessi dýra og óbærilega fórn hennar, skal og verður að bjarga mannslífum.“ Þessu ákalli syrgjandi föður verður að svara og því er spurningin, hvað getum við gert? Ljóst er að vandinn er margþættur og flókinn og það eru lausnirnar einnig. Vopnaburður er eitt.... Nýlegar niðurstöður úr Íslensku æskulýðsrannsókninni, sem Menntavísindasvið Háskóla Íslands stýrir, benda til að um fjögur til fimm prósent grunn- og framhaldsskólabarna, mest drengir, koma með vopn í skólann. Eitt prósent þeirra segist gera það til að verjast. Ríkislögreglustjóri birti nýverið skýrslu um ofbeldi barna og er ljóst að gerendur eru yngri en áður og að alvarlegum og ítrekuðum brotum hefur fjölgað. Um 10% barna segjast hafa orðið fyrir ofbeldi. Hvernig má þetta vera, hvað er það í umhverfi og aðstæðum barna sem fær þau til að ganga með vopn og jafnvel beita þeim? Skýringar eru eflaust margþættar og gætu endurspeglað erfiða félagslega stöðu, mismunandi menningaráhrif, áhrif samfélagsmiðla þar sem ofbeldismyndbönd eru sýnd o.fl. Ofbeldi er oftar hluti lífs barna sem búa við ákveðnar aðstæður, t.d. ójöfnuð, erfiðar heimilisaðstæður, jaðarsetningu, misrétti og kynþáttafordóma. Þá kunna löggæsla og dómskerfi að skipta máli. Ráðherrar kynntu í sumar 14 aðgerðir til að bregðast við og hefur aðgerðahópur hafið störf, óskað er alls velfarnaðar í þeirri mikilvægu vinnu. Einnig er víða unnið að ofbeldisforvörnum, hjá Heilsueflandi skólum og víðar, sjá t.d. Örugg saman og Stopp ofbeldi. Þá eru ráð fyrir foreldara á 112.is. Fram hefur komið í umræðu undanfarið að úrræði skortir fyrir þau ungmenni sem eru í hvað mestum vanda, úr því er brýnt að bæta og það er forgangsmál. Reynslan sýnir að ekki verður komið í veg fyrir alvarleg ofbeldisbrot nema með samvinnu lögreglu, félags- og barnaverndarþjónustu sveitarfélaga, heilbrigðis- og menntakerfis auk fleiri lykilaðila. Hér þurfa öll að leggjast á eitt svo við bregðumst ekki þeim ungmennum sem eru í hvað mestri áhættu á að beita ofbeldi og hugsanlegum fórnarlömbum þeirra. ....vaxandi vanlíðan barna er annað Það er ekki nóg að börnin okkar verði ekki fyrir ofbeldi, þeim þarf líka að líða vel. Gögn frá Rannsóknum og greiningu, Íslensku æskulýðsrannsókninni og Ískrá heilsugæslunnar benda til vaxandi vanlíðanar barna. Sú þróun hófst fyrir allnokkrum árum en heimsfaraldurinn bætti ekki úr skák. Depurð og kvíði hefur aukist einkum hjá stúlkum. Færri segjast hamingjusöm eða rétt um fjórðungur stúlkna og tæpur helmingur drengja. Börn meta andlega heilsu sína verri en áður, einungis 40% stúlkna í 10. bekk og tæp 70% drengja telja andlega heilsu sína góða. Þá er lyfjanotkun barna og ungmenna mun meiri hér en á hinum Norðurlöndunum og áfram mætti telja. Margar skýringar eru, en áberandi er að öll einkenni vanlíðanar mælast meiri hjá börnum sem telja fjölskyldu sína búa við slæma fjárhagslega stöðu. Einnig kunna almennar breytingar á samfélaginu með auknum hraða, efnishyggju, samfélagsmiðlum, skjánotkun, og fleira að ýta undir andlega vanlíðan. Þá kunna sífellt meira krefjandi aðstæður í skólum að skipta hér máli. Sérlega mikilvægt er að hlúa vel að hópum eins og hinsegin börnum, fötluðum börnum og þeim með ólíkan menningarbakgrunn. Snemmtæk inngrip þarf að efla Þegar bjátar á hjá barni er brýnt að bregðast við hið fyrsta og oft þarf fjölþætta nálgun. Skoða þarf umhverfi og aðstæður bæði hjá börnum og fjölskyldu auk félagstengsla og aðstæðna í skóla. Kannski er barnið vansælt vegna ófullnægjandi aðbúnaðar á heimili eða skóla. Meta þarf lifnaðarhætti barns og fjölskyldu; svefn, hreyfingu, næringu, notkun orkudrykkja, skjánotkun og tengsl. Styðja þarf foreldra og fjölskyldur eftir þörfum því uppeldishlutverkið getur jú verið krefjandi. Þá kann að þurfa að styrkja bjargráð í skólum til að börnunum verði sem best sinnt. Þá getur þurft að bjóða upp á úrræði í heilbrigðiskerfinu; greiningar, viðtalsmeðferð, hugræna atferlismeðferð og í undantekingartilfellum lyf. Ekki er ólíklegt að meiri lyfjanotkun hérlendis eigi uppruna sinn í skorti á öðrum úrræðum sem formaður Geðhjálpar kallar innviðaskuld. Þótt unnið hafi verið að uppbyggingu geðheilbrigðisþjónustu og bið sumsstaðar styst, þarf að gera mun betur. Sama á við um bið í fjölmörg önnur úrræði. Börn eiga ekki að bíða! Forvarnir eru mál samfélagsins alls Betra er heilt en vel gróið, við þurfum að efla forvarnir og hlúa að börnum og ungmennum hvar sem á er litið og reyna að koma í veg fyrir vanda og vanlíðan. Við þekkjum verndandi þætti eins og gæðastundir með fjölskyldu, skipulagt íþrótta- og tómstundastarf og það að seinka notkun áfengis eins og kostur er. Þá er góður félagsskapur ómetanlegur og mikilvægt að foreldrar fylgist með því hverja börnin umgangast. Ungmennum líður betur og þau eru ólíklegri til að beita ofbeldi ef þau hafa sterk tengsl við foreldra, aðra einstaklinga, skóla og stunda tómstundir sem hafa jákvæð samfélagsleg gildi, viðmið og reglur. Skyldur foreldra eru miklar. Foreldrar og forráðamenn þurfa að vera börnum góðar fyrirmyndir því börnin gera jú ekki eins og við segjum, þau gera eins og við gerum. Þarna má nefna atriði eins og skjátíma, svefn, notkun orkudrykkja, áfengis og nikótíns. Foreldrar þurfa að sýna umhyggju og geta sett heilbrigð mörk um hvaðeina, t.d. útivistartíma og frjálsan skjátíma. Halda þarf farsældarsáttmálanum (áður fjölskyldusáttmáli) betur á lofti. Við hjá lýðheilsusviði embættis landlæknis hyggjumst beina sjónum að hlutverki foreldra og hvernig megi styðja við það í forvarnamánuðinum nú í október. Jafningjastuðningur er einnig mikilvægur, milli foreldra og milli ungmenna. „Ekkert um okkur, án okkar“ gildir hér og er mikilvægt að fá unga fólkið að borðinu. Ætlunin er að gera það og eiga slíkt samtal á forvarnardeginum, 2. október sem forseti Íslands stendur að í samvinnu við embætti landlæknis og fleiri. Vont er að sjá að lesskilningi, stærðfræðilæsi og læsi á náttúruvísindi fer aftur því menntun er ein af grunnforsendum velsældar og heilsu. Við hljótum sem þjóð að geta gert betur. Þá eru skólar mikilvægur vettvangur fyrir geðrækt og aðrar forvarnir. Tryggja þarf að skólar hafi ávallt aðgengi að vönduðu og samræmdu námsefni á sviði geðræktar fyrir börn og ungmenni á öllum aldri með það að markmiði að efla félags- og tilfinningafærni, seiglu og samkennd. Þjóðarátak um velsæld barna og ungmenna Eins og að ofan greinir er hafin mikil vinna til að sporna við ofbeldi barna og er það vel. Undirrituð vill ítreka þá skoðun sína að mikilvægt er einnig að vinna heildaráætlun um velsæld barna þar sem einnig er tekið á vanlíðan barna og ungmenna, með þjóðarátaki. Þar þarf að beina sjónum að mörgum þáttum; fjárhagslegri stöðu barnafjölskyldna ekki síst einstæðra foreldra, stuðningi við foreldra þegar á bjátar, stuðningi við skóla, snemmtækum inngripum og auknum úrræðum í meðferð. Farsældarlögunum er ætlað að samþætta þjónustuna og þarf áfram að þróa verkferla og úrræði svo þau nýtist öllum þeim sem þurfa. Okkur tókst að draga úr reykingum, kannabisnotkun og áfengisdrykkju ungmenna en þar eru blikur á lofti og við þurfum að halda vöku okkar svo ekki fjari undan þeim árangri. Þetta tókst með samstilltu átaki allra sem að koma, yfirfærum þá þekkingu og reynslu til að efla almenna velsæld barna og ungmenna. Það er vandséð að til sé mikilvægara verkefni og sagði Nelson-Mandela að það hvernig samfélag kemur fram við börn sín endurspegli sál samfélagsins. Þegar kemur að því hræðilega ofbeldisatviki sem varð kveikjan að þessum hugleiðingum er ekkert annað í boði en að halda áfram með yfirvegun, samhygð, samstöðu og samvinnu að leiðarljósi. Þannig heiðrum við minningu Bryndísar Klöru því það mikilvægasta þegar svo hörmulegur atburður hefur orðið er að hindra með öllum ráðum að hann fái endurtekið sig. Liður í því er að börnunum okkar líði vel. Höfundur er landlæknir.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar