Lífið

Nektar­myndum deilt á geysi­vin­sæla Insta­gram-síðu

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Brotist var inn á reikninginn í morgun.
Brotist var inn á reikninginn í morgun. skjáskot/Getty

Óprúttinn aðili hakkaði sig inn á hinn geysivinsæla Instagram-reikning Memezar og setti þar inn efni sem er ekki við hæfi barna í morgun. Memezar er með tæplega 24 milljón fylgjendur og er ein vinsælasta síða Instagram sem er tileinkuð gríni og skopmyndum.

Fjöldi Íslendinga fylgja reikningnum og þar á meðal börn en í morgun voru þar þó nokkur myndskeið af fáklæddum klámstjörnum og klámfengnar ljósmyndir birtar. Myndskeiðin voru komin með hátt í tvö milljón áhorf þegar að þau voru fjarlægð fyrir skömmu. 

Nathan Aspell, yfirmaður samfélagsmiðla hjá Pubity Group sem á og rekur Memezar, sagði í athugasemd við eitt myndskeiðið rétt fyrir klukkan níu í morgun að þrír reikningar Pubity Group, Memezar, Jokezar og Memelord, hafi verið hakkaðir.

„Eins og stendur gerum við allt í okkar valdi til að ná aftur stjórn á reikningunum okkar. Þetta er að sjálfsögðu ekki efni sem við myndum nokkurn tíman birta eða myndum vilja að þið mynduð sjá. Standið með okkur, við verðum komin aftur innan skamms,“ sagði Aspell.

Nathan Aspell, yfirmaður samfélagsmiðla.skjáskot

Nú virðist sem svo að Pubity Group hafi náð aftur valdi á reikningunum þremur en allt ósiðsamlegt myndefni inn á síðunum er á bak og burt og skopmyndirnar komnar aftur efst á síðurnar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×