Lífið

Hlýleiki og lita­gleði í mið­bænum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Heimilið er umvafið litadýrð og hlýleika.
Heimilið er umvafið litadýrð og hlýleika.

Við Nýlendugötu í Reykjavík er að finna ákaflega heillandi íbúð í reisulegu húsi sem var byggt árið 1925. Íbúðin sjálf er 58 fermetrar og hefur verið mikið endurnýjuð síðastliðin ár. 

Íbúðin er vel skipulögð og hver fermeter er vel nýttur.

Heimilið er innréttað á hlýlegan máta þar sem litagleði, náttúrulegur efniviður og grænar plöntur eru í for­grunni. Bleikur litur á veggjum í bland við fagra innanstokksmuni ljá eigninni mikinn karakter og tóna vel við gólfefnið.

Eldhúsið er búið dökkgrárri innréttingu með góðu vinnuplássi og viðarplötu á borðum. 

Í íbúðinni er eitt svefnherbergi og eitt baðherbergi. Ásett verð fyrir eignina er 54,9 milljónir.

Nánari upplýsingar um eignina á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×