Kópavogsmódelið - Hagsmunir og þarfir barna Halla Ösp Hallsdóttir skrifar 6. september 2024 13:31 Leikskólar á Íslandi eru fyrsta skólastigið og er metnaður í starfi leikskólana greinilegur. Því þurfa þeir að fá tækifæri til þess að sinna þróun á lærdómssamfélagi barna, foreldra og kennara. Kópavogsmódelið hefur haft jákvæð áhrif á bæði börn og kennara. Fyrir kennarar hefur skapast aukið svigrúm til viðveru með börnunum sem og skipulagningu starfsins. Börnin fá aukið svigrúm til þess að njóta sín í skólanum og efla félags- og vitmunaþroska. Í skólum bæjarins hefur stöðuleiki og starfsánægja aukist. Metnaður foreldra fyrir hönd barna sinna er sýnilegur í leikskólastarfinu. Þar sem feður ekki síður en mæður hafa mikinn áhuga á uppeldi barna sinna og vilja ólmir vera virkir þátttakendur í lífi þeirra. Sem dæmi má nefna höfum við ný lokið aðlögun barna í leikskólanum og þar tóku feður til jafns við mæður virkan þátt í aðlöguninni. Sýnileg samvinna virðist einnig vera til staðar hjá foreldrum þegar kemur að því að sækja og koma með börnin í leikskólann. Eins og könnun sem framkvæmd var síðast liðinn vetur gaf til kynna. Má lesa úr því að jafnræði virðist ríkja á meðal foreldra. Hver morgun í leikskólanum byrjar ekki lengur á því að raða niður, leysa göt, leysa daginn og vona að dagurinn gangi upp. Heldur byrjar hver morgun á því að ræða það faglega starf sem við ætlum okkur að framkvæma fyrir daginn. Þar sem kennarinn er mótandi í leikskólastarfi og ber ábyrgð á að skapa sérhverju barni tækifæri og bestu aðstæður til náms í leik þar sem barnið stjórnar framgangi leiksins. Einnig hvernig kennarinn undirbýr og vinnur útfrá áhuga barnanna, les í leikinn, skráir og áttar sig á stöðu hvers barns, hvaða áskorun hvert barn þarf, skipuleggur og býður fram kveikjur til leikja. Áður en módelið var tekið í notkun var mikið um skyndilegar lokanir þar sem mikil mannekla var vegna álags. Nú er boðið upp á skráningardaga í vetrarfríum, milli jóla og nýárs sem og dymbilviku. Nú hefur reynt á þessa daga í einn vetur og hefur sú reynsla sýnt okkur að þetta fyrirkomulag gengur vel bæði fyrir börn, foreldra og kennara. Í þau ár sem ég hef starfað sem leikskólastjóri í Kópavogsbæ hefur Kópavogsmódelið skipt sköpum í öllu starfi skólans. Aukin stöðuleiki í starfsmannahaldi, starfsþróun og faglegu starfi. Ávallt þurfum við þó að vera tilbúin til umbóta og þróunar með skólasamfélagið í heild að leiðarljósi. Höfundur er leikskólastjóri í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Leikskólar Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Leikskólar á Íslandi eru fyrsta skólastigið og er metnaður í starfi leikskólana greinilegur. Því þurfa þeir að fá tækifæri til þess að sinna þróun á lærdómssamfélagi barna, foreldra og kennara. Kópavogsmódelið hefur haft jákvæð áhrif á bæði börn og kennara. Fyrir kennarar hefur skapast aukið svigrúm til viðveru með börnunum sem og skipulagningu starfsins. Börnin fá aukið svigrúm til þess að njóta sín í skólanum og efla félags- og vitmunaþroska. Í skólum bæjarins hefur stöðuleiki og starfsánægja aukist. Metnaður foreldra fyrir hönd barna sinna er sýnilegur í leikskólastarfinu. Þar sem feður ekki síður en mæður hafa mikinn áhuga á uppeldi barna sinna og vilja ólmir vera virkir þátttakendur í lífi þeirra. Sem dæmi má nefna höfum við ný lokið aðlögun barna í leikskólanum og þar tóku feður til jafns við mæður virkan þátt í aðlöguninni. Sýnileg samvinna virðist einnig vera til staðar hjá foreldrum þegar kemur að því að sækja og koma með börnin í leikskólann. Eins og könnun sem framkvæmd var síðast liðinn vetur gaf til kynna. Má lesa úr því að jafnræði virðist ríkja á meðal foreldra. Hver morgun í leikskólanum byrjar ekki lengur á því að raða niður, leysa göt, leysa daginn og vona að dagurinn gangi upp. Heldur byrjar hver morgun á því að ræða það faglega starf sem við ætlum okkur að framkvæma fyrir daginn. Þar sem kennarinn er mótandi í leikskólastarfi og ber ábyrgð á að skapa sérhverju barni tækifæri og bestu aðstæður til náms í leik þar sem barnið stjórnar framgangi leiksins. Einnig hvernig kennarinn undirbýr og vinnur útfrá áhuga barnanna, les í leikinn, skráir og áttar sig á stöðu hvers barns, hvaða áskorun hvert barn þarf, skipuleggur og býður fram kveikjur til leikja. Áður en módelið var tekið í notkun var mikið um skyndilegar lokanir þar sem mikil mannekla var vegna álags. Nú er boðið upp á skráningardaga í vetrarfríum, milli jóla og nýárs sem og dymbilviku. Nú hefur reynt á þessa daga í einn vetur og hefur sú reynsla sýnt okkur að þetta fyrirkomulag gengur vel bæði fyrir börn, foreldra og kennara. Í þau ár sem ég hef starfað sem leikskólastjóri í Kópavogsbæ hefur Kópavogsmódelið skipt sköpum í öllu starfi skólans. Aukin stöðuleiki í starfsmannahaldi, starfsþróun og faglegu starfi. Ávallt þurfum við þó að vera tilbúin til umbóta og þróunar með skólasamfélagið í heild að leiðarljósi. Höfundur er leikskólastjóri í Kópavogi.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar