Tæplega átján milljónir fyrir 275 atkvæði Jón Þór Stefánsson skrifar 6. september 2024 13:53 Sjálf lagði Helga til rétt tæpar sautján milljónir. Vísir/Arnar Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, varði tæplega átján milljónum króna í framboð sitt til embættis forseta Íslands. Þetta kemur fram í uppgjöri sem Helga skilaði til Ríkisendurskoðunar. Tekjur framboðsins voru í heildina 17,7 milljónir króna. Framlög einstaklinga voru 780 þúsund krónur, en sjálf lagði Helga til tæpar sautján milljónir. Engar tekjur bárust frá lögaðilum, og þá eru engar tekjur skráðar sem „aðrar tekjur“. Gjöld framboðsins voru nákvæmlega jafn há og tekjurnar. Í uppgjöri Helgu er þeim skipt þannig að ein milljón hafi farið í kosningaskrifstofu, 4,6 milljónir í auglýsinga- og kynningarkostnað, og þá hafi 12,1 milljón farið í annan kostnað. Síðan hafi ekkert farið í fundi og ferðakostnað. Alls hlaut Helga 275 atkvæði í forsetakosningunum þann 1. júní síðastliðinn eða 0,1 prósent greiddra atkvæða. Ef gjöldum framboðsins er deilt á fjölda atkvæða mætti komast að þeirri niðurstöðu að hvert atkvæði hafi kostað Helgu um 64 þúsund krónur. Til samanburðar kostaði hvert atkvæði Höllu Tómasdóttur 355 krónur, Jóns Gnarr 492 krónur og Katrínar Jakobsdóttur 1062 krónur. Líkt og áður segir er Helga forstjóri Persónuverndar, en á meðan hún sinnti framboðinu var hún í launalausu leyfi. Þegar þessi frétt er skrifuð eru óbirt uppgjör Arnars Þórs Jónssonar, Baldurs Þórhallssonar, Höllu Hrundar Logadóttur, Steinunn Ólínu Þorsteinsdóttur og Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur. Hér að neðan má sjá heildarkostnað og kostnað á hvert atkvæði hjá framboðunum sem hafa þegar birt uppgjörin sín. Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Tengdar fréttir Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Tekjur framboðsins voru í heildina 17,7 milljónir króna. Framlög einstaklinga voru 780 þúsund krónur, en sjálf lagði Helga til tæpar sautján milljónir. Engar tekjur bárust frá lögaðilum, og þá eru engar tekjur skráðar sem „aðrar tekjur“. Gjöld framboðsins voru nákvæmlega jafn há og tekjurnar. Í uppgjöri Helgu er þeim skipt þannig að ein milljón hafi farið í kosningaskrifstofu, 4,6 milljónir í auglýsinga- og kynningarkostnað, og þá hafi 12,1 milljón farið í annan kostnað. Síðan hafi ekkert farið í fundi og ferðakostnað. Alls hlaut Helga 275 atkvæði í forsetakosningunum þann 1. júní síðastliðinn eða 0,1 prósent greiddra atkvæða. Ef gjöldum framboðsins er deilt á fjölda atkvæða mætti komast að þeirri niðurstöðu að hvert atkvæði hafi kostað Helgu um 64 þúsund krónur. Til samanburðar kostaði hvert atkvæði Höllu Tómasdóttur 355 krónur, Jóns Gnarr 492 krónur og Katrínar Jakobsdóttur 1062 krónur. Líkt og áður segir er Helga forstjóri Persónuverndar, en á meðan hún sinnti framboðinu var hún í launalausu leyfi. Þegar þessi frétt er skrifuð eru óbirt uppgjör Arnars Þórs Jónssonar, Baldurs Þórhallssonar, Höllu Hrundar Logadóttur, Steinunn Ólínu Þorsteinsdóttur og Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur. Hér að neðan má sjá heildarkostnað og kostnað á hvert atkvæði hjá framboðunum sem hafa þegar birt uppgjörin sín.
Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Tengdar fréttir Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36