Körfubolti

Sá besti í Lett­landi semur við KR

Valur Páll Eiríksson skrifar
Linards Jaunzems er genginn í raðir KR.
Linards Jaunzems er genginn í raðir KR. Mynd/KR

KR hefur samið við Lettann Linards Jaunzems um að spila með liðinu í Bónus-deild karla í körfubolta í vetur. Það fjölgar í hópi framherja í hópi liðsins.

Linards, sem verður 29 ára gamall í haust, kemur frá Lettlandi og er tveir metrar sléttir á hæð. Linards hefur leikið allan sinn feril í heimalandi sínu, í sameinaðri úrvalsdeild Eistlands og Lettlands (LEBL).

Á síðustu leiktíð var Linards með 16,5 stig og 7,7 fráköst í leik og var valinn besti leikmaður (MVP) LEBL-deildarinnar.

„Ég er mjög spenntur að fá Linards til okkar og tel ég að hann muni passa vel inn í núverandi hóp. Hann er á mjög góðum aldri og átti frábært tímabil í fyrra með Ventspils. Hann hefur verið valinn varnarmaður ársins í Lettlandi og bind ég miklar væntingar til hans þar,“ segir Jakob Örn Sigurðarson þjálfari KR.

„Hann er fjölhæfur varnarlega, hefur reynslu að spila á fínu leveli og ætti að hjálpa okkar núverandi kjarna mikið,“ er haft eftir Jakobi Erni um nýja liðsstyrkinn í tilkynningu Vesturbæjarliðsins.

Í síðustu viku var koma landsliðsmannsins Þóris Guðmundar Þorbjarnarsonar tilkynnt en áður komu þeir Orri Hilmarsson og Þorvaldur Orri Árnason til félagsins í sumar.

KR er nýliði í Bónus-deildinni eftir sigur í 1. deild karla síðasta vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×