Arnar Þór hefur skilað uppgjöri vegna framboðsins til Ríkisendurskoðunar sem hefur staðfest það og birt á vef sínum. Í uppgjörinu kemur fram að framboðið hafi komið út á núlli.
Framlög fyrirtækja hafi verið upp á 7,1 milljón króna en einstaklingar lögðu honum til tæplega 8,2 milljónir króna. Sjálfur setti Arnar Þór 10,3 milljónir króna í framboðið.
Mestur peningur fór í auglýsingar og kynningar eða um 15,6 milljónir króna. Rekstur kosningaskrifstofu nam 8,9 milljónum króna og ferðakostnaður rúmri milljón.
Níu fyrirtæki lögðu Arnari Þór til um fjögur hundruð þúsund krónur sem er hámarkið. Meðal fyrirtækja sem lögðu sín lóð á vogarskálarnar eru Hótel Akureyri, Lögmenn Laugardal, Fasteignamarkaðurinn og Reir ehf.
Engar upplýsingar eru gefnar upp um framlög einstaklinga til framboðs Arnars Þórs.
Þær upplýsingar fengust frá Ríkisendurskoðun að ekki yrðu birt fleiri uppgjör í dag.