Fótbolti

Amanda og fé­lagar hentu Val úr keppni

Sindri Sverrisson skrifar
Fanndís Friðriksdóttir og stöllur hennar í Val féllu úr keppni í Hollandi í dag.
Fanndís Friðriksdóttir og stöllur hennar í Val féllu úr keppni í Hollandi í dag. vísir/Anton

Valskonur verða ekki með í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í vetur eftir að þær steinlágu gegn Twente í Hollandi í dag, 5-0, í úrslitaleik um að komast í seinni umferð undankeppninnar.

Amanda Andradóttir, sem áður lék með Val, kom inn á hjá Twente sem lék á als oddi í dag og var 3-0 yfir í hálfleik. Staðan var orðin 4-0 þegar Amanda kom inn á, á 73. mínútu.

Charlotte Hulst og Nikée van Dijk skoruðu tvö mörk hvor fyrir Twente og Kayleigh van Dooren skoraði eitt mark.

Valskonur, sem nú eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar, þurfa því að gera sér að góðu að einbeita sér að keppni í Bestu deildinni þar sem þær eiga í æsispennandi einvígi við Breiðablik um titilinn. Næsti leikur Vals er við Þór/KA á Akureyri á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×