„Gætu ekki skipulagt fyllerí í bruggsmiðju“ Sindri Sverrisson skrifar 8. september 2024 07:02 Roy Keane mun hafa verið einn af þeim sem rætt var við um að verða landsliðsþjálfari Írlands, áður en Heimir Hallgrímsson var ráðinn í sumar. Samsett/Getty Roy Keane skaut harkalega á nýju vinnuveitendurna hans Heimis Hallgrímssonar, hjá írska knattspyrnusambandinu, í beinni útsendingu frá leik Írlands og Englands í Þjóðadeildinni í gær. Gamli Manchester United-fyrirliðinn Keane, sem er fyrrverandi aðstoðarlandsliðsþjálfari Írlands, stóðst ekki mátið að hnýta í forráðamenn írska sambandsins þegar talið barst að því hve langan tíma leitin að Heimi hefði tekið. Stephen Kenny hætti í lok síðasta árs en Heimir var ekki ráðinn fyrr en í sumar. „Það er fullt af góðu fólki sem starfar hjá írska knattspyrnusambandinu en þeir sem taka ákvarðanirnar gætu ekki skipulagt fyllerí í bruggsmiðju,“ sagði Keane blákalt í útsendingu ITV, og fékk stjórnandann Mark Pougatch og Ian Wright til að skella upp úr. Roy Keane with some strong words about the FAI for the ITV audience.pic.twitter.com/0eTkZvkbNp— Balls.ie (@ballsdotie) September 7, 2024 Keane óskaði Heimi hins vegar velfarnaðar í starfi en Heimir var sjálfur óánægður með leik sinna manna í gær. Kom til greina í starfið sem Heimir fékk Keane var einn af þeim sem orðaðir voru við starf landsliðsþjálfara Írlands síðasta vetur, og er sagður hafa verið tekinn í viðtal vegna starfsins. Hann starfaði síðast fyrir írska sambandið þegar hann var aðstoðarmaður Martins O‘Neill á árunum 2013-2018. Írar komust þá meðal annars í 16-liða úrslit á EM 2016, eða aðeins styttra en íslenska landsliðið undir stjórn Heimis og Lars Lagerbäck. Keane hvatti Heimi til þess að láta írska liðið spila einfaldari fótbolta en það átti að gera undir stjórn Kenny. Þannig vonast hann eftir betri árangri en Írar hafa ekki komist á stórmót síðan árið 2016. Vill að Heimir einfaldi hlutina „Stephen Kenny vildi spila ákveðna tegund af fótbolta en við vorum bara ekki með nógu mikla gæðaleikmenn. Við reyndum of margar sendingar og vorum of opnir fyrir. Síðustu ár hefur írska liðið spilað boltanum of mikið. Það þarf að fara aftur í grunnatriðin og gera mótherjanum erfitt fyrir að ná í sigur,“ sagði Keane. „Það versta er að áhugi fólks hefur minnkað á síðustu árum. Það er samkeppni við ruðninginn og stuðningsmenn verða að sjá lið sem stendur sig vel og er erfitt að vinna,“ sagði Keane og bætti við að síðustu ár hefðu einfaldlega ekki verið nógu góð fyrir Írland, bæði innan sem utan vallar. Hann sagði ómögulegt að gagnrýna írska liðið mikið eftir tapið í gær, vegna styrkleika andstæðinganna. Englendingarnir hefðu þó verið skelfilegir í seinni hálfleik, eftir góðan fyrri hálfleik, og ekki nýtt tækifærið til að rúlla yfir írska liðið. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Fleiri fréttir Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
Gamli Manchester United-fyrirliðinn Keane, sem er fyrrverandi aðstoðarlandsliðsþjálfari Írlands, stóðst ekki mátið að hnýta í forráðamenn írska sambandsins þegar talið barst að því hve langan tíma leitin að Heimi hefði tekið. Stephen Kenny hætti í lok síðasta árs en Heimir var ekki ráðinn fyrr en í sumar. „Það er fullt af góðu fólki sem starfar hjá írska knattspyrnusambandinu en þeir sem taka ákvarðanirnar gætu ekki skipulagt fyllerí í bruggsmiðju,“ sagði Keane blákalt í útsendingu ITV, og fékk stjórnandann Mark Pougatch og Ian Wright til að skella upp úr. Roy Keane with some strong words about the FAI for the ITV audience.pic.twitter.com/0eTkZvkbNp— Balls.ie (@ballsdotie) September 7, 2024 Keane óskaði Heimi hins vegar velfarnaðar í starfi en Heimir var sjálfur óánægður með leik sinna manna í gær. Kom til greina í starfið sem Heimir fékk Keane var einn af þeim sem orðaðir voru við starf landsliðsþjálfara Írlands síðasta vetur, og er sagður hafa verið tekinn í viðtal vegna starfsins. Hann starfaði síðast fyrir írska sambandið þegar hann var aðstoðarmaður Martins O‘Neill á árunum 2013-2018. Írar komust þá meðal annars í 16-liða úrslit á EM 2016, eða aðeins styttra en íslenska landsliðið undir stjórn Heimis og Lars Lagerbäck. Keane hvatti Heimi til þess að láta írska liðið spila einfaldari fótbolta en það átti að gera undir stjórn Kenny. Þannig vonast hann eftir betri árangri en Írar hafa ekki komist á stórmót síðan árið 2016. Vill að Heimir einfaldi hlutina „Stephen Kenny vildi spila ákveðna tegund af fótbolta en við vorum bara ekki með nógu mikla gæðaleikmenn. Við reyndum of margar sendingar og vorum of opnir fyrir. Síðustu ár hefur írska liðið spilað boltanum of mikið. Það þarf að fara aftur í grunnatriðin og gera mótherjanum erfitt fyrir að ná í sigur,“ sagði Keane. „Það versta er að áhugi fólks hefur minnkað á síðustu árum. Það er samkeppni við ruðninginn og stuðningsmenn verða að sjá lið sem stendur sig vel og er erfitt að vinna,“ sagði Keane og bætti við að síðustu ár hefðu einfaldlega ekki verið nógu góð fyrir Írland, bæði innan sem utan vallar. Hann sagði ómögulegt að gagnrýna írska liðið mikið eftir tapið í gær, vegna styrkleika andstæðinganna. Englendingarnir hefðu þó verið skelfilegir í seinni hálfleik, eftir góðan fyrri hálfleik, og ekki nýtt tækifærið til að rúlla yfir írska liðið.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Fleiri fréttir Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira