Rooney kann enn að gera glæsimörk Sindri Sverrisson skrifar 8. september 2024 08:02 Wayne Rooney var laufléttur í bragði á Old Trafford í gær. Getty/James Gill Wayne Rooney rifjaði upp gamla takta þegar hann skoraði gullfallegt aukaspyrnumark á Old Trafford í gær, í góðgerðaleik. Rooney er kannski aðeins þyngri á sér núna en þegar hann raðaði inn mörkum fyrir Manchester United og enska landsliðið á árum áður. En þessi 38 ára gamli þjálfari Guðlaugs Victors Pálssonar hjá Plymouth kann samt sem áður enn að skora glæsimörk. Aukaspyrnuna hans í gær, sem fór yfir varnarvegg og efst í vinkilinn, má sjá hér að neðan. 🏴 Wayne Rooney, at 38 years old, scores Manchester United's first free-kick goal at Old Trafford in two years. 😅🎯 pic.twitter.com/8PPh6ckyad— CentreGoals. (@centregoals) September 7, 2024 Um var að ræða góðgerðaleik á milli United- og Celtic-goðsagna og fór leikurinn 1-1, en Celtic vann svo 5-4 í vítaspyrnukeppni. Um ein milljón punda, eða rúmar 180 milljónir króna, söfnuðust til styrktar Manchester United Foundation, sem styður við börn í Manchester. „Það var einstakt að snúa aftur á Old Trafford í dag fyrir þennan goðsagnaleik og allt í þágu góðs málstaðar. Manchester United Foundation er að gera frábæra hluti og það er alltaf gaman að geta lagt hönd á plóg, eftir að hafa fylgst með starfinu og séð hverju það skilar,“ sagði Rooney. <Another look at that @WayneRooney free-kick? Go on then.#MUFC || @MU_Foundation pic.twitter.com/CrGec73FGb— Manchester United (@ManUtd) September 7, 2024 „Þetta er frábært málefni og það er mikilvægt að við höldum áfram að styðja við það til að kalla fram bros á andlitum barna,“ bætti hann við. Auk Rooneys voru menn á borð við Dimitar Berbatov, Antonio Valencia, Michael Carrick, Mikael Silvestre og Ronny Johnsen í liði United. Þeir Paul Scholes, Nicky Butt og Denis Irwin komu inn á, en liðinu var stýrt af Bryan Robson. Rooney er markahæsti leikmaður í sögu Manchester United og var einnig markahæsti landsliðsmaður Englands á árunum 2015 til 2023, eða þar til að Harry Kane sló metið hans. Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Sjá meira
Rooney er kannski aðeins þyngri á sér núna en þegar hann raðaði inn mörkum fyrir Manchester United og enska landsliðið á árum áður. En þessi 38 ára gamli þjálfari Guðlaugs Victors Pálssonar hjá Plymouth kann samt sem áður enn að skora glæsimörk. Aukaspyrnuna hans í gær, sem fór yfir varnarvegg og efst í vinkilinn, má sjá hér að neðan. 🏴 Wayne Rooney, at 38 years old, scores Manchester United's first free-kick goal at Old Trafford in two years. 😅🎯 pic.twitter.com/8PPh6ckyad— CentreGoals. (@centregoals) September 7, 2024 Um var að ræða góðgerðaleik á milli United- og Celtic-goðsagna og fór leikurinn 1-1, en Celtic vann svo 5-4 í vítaspyrnukeppni. Um ein milljón punda, eða rúmar 180 milljónir króna, söfnuðust til styrktar Manchester United Foundation, sem styður við börn í Manchester. „Það var einstakt að snúa aftur á Old Trafford í dag fyrir þennan goðsagnaleik og allt í þágu góðs málstaðar. Manchester United Foundation er að gera frábæra hluti og það er alltaf gaman að geta lagt hönd á plóg, eftir að hafa fylgst með starfinu og séð hverju það skilar,“ sagði Rooney. <Another look at that @WayneRooney free-kick? Go on then.#MUFC || @MU_Foundation pic.twitter.com/CrGec73FGb— Manchester United (@ManUtd) September 7, 2024 „Þetta er frábært málefni og það er mikilvægt að við höldum áfram að styðja við það til að kalla fram bros á andlitum barna,“ bætti hann við. Auk Rooneys voru menn á borð við Dimitar Berbatov, Antonio Valencia, Michael Carrick, Mikael Silvestre og Ronny Johnsen í liði United. Þeir Paul Scholes, Nicky Butt og Denis Irwin komu inn á, en liðinu var stýrt af Bryan Robson. Rooney er markahæsti leikmaður í sögu Manchester United og var einnig markahæsti landsliðsmaður Englands á árunum 2015 til 2023, eða þar til að Harry Kane sló metið hans.
Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Sjá meira