Hundi haldið sofandi eftir amfetamíneitrun Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. september 2024 12:24 Hundurinn veiktist eftir að hafa verið á lausagöngusvæðinu við Geirsnef. Myndin af hundinum er úr safni og tengist frétt ekki beint. Vísir/Vilhelm/Getty Hundur sem fór á lausagöngusvæðið á Geirsnefi á föstudag liggur nú þungt haldinn eftir að hafa orðið fyrir amfetamíneitrun. Fréttir af eitruninni birtust fyrst á Facebook-hópnum Hundasamfélaginu þar sem Guðfinna Kristinsdóttir, einn stjórnanda hópsins, bað hundaeigendur um að fara varlega við Geirsnef vegna hunds á neyðarvaktinni sem hafði fengið amfetamíneitrun eftir að hafa verið á svæðinu. Um er að ræða rauðan míníature pinscher-hund sem fór með eigendum sínum á lausagöngusvæðið á föstudag. Allt virtist þó í himnalagi á meðan hundurinn var á sjálfu svæðinu. „Tíu mínútum eftir að þau eru farin byrjar hann að fá krampa og verður greinilega mjög veikur,“ segir Guðfinna Kristinsdóttir, stjórnandi Hundasamfélagsins. Eigendurna grunar því að hundurinn hafi komist í eitthvað á bílastæðinu. Fær stöðug krampaköst eftir eitrunina „Hann fór þá upp á spítala og eigandi hundsins segir að hann hafi farið í blóðprufu. Þá hafi mælst amfetamín í blóðinu og þau telja það orsökina fyrir krampaköstunum. Honum hefur verið haldið í svæfingu nokkurn veginn síðan af því hann er í svo miklum krampaköstum,“ segir hún. Er hann þá mjög þungt haldinn? „Mér skilst að þetta sé mjög tvísýnt. Það á að reyna að sjá hvort það sé hægt að vekja hann aftur en ef hann fær sömu krampaköstin er bara tímaspursmál hvenær þarf að taka ákvörðun um það. En ég er ekki læknir þannig ég get ekki metið það sjálf,“ segir Guðfinna. „Það er núna liðinn einn og hálfur sólarhringur þar sem hann hefur verið í svæfingu. Þegar þau hafa reynt að vekja hann hefur hann fengið það mikil krampaköst að dýralæknar mæla með að svæfa hann aftur niður,“ segir hún. Aldrei heyrt af sambærilegu máli Enn er margt óljóst í málinu, bæði nákvæmlega hvar hundurinn komst í ólyfjanin og hvers konar efni þetta voru. „Þetta gætu verið ADHD-lyf sem hann borðaði, það er amfetamín-vatnsleysa í þeim. En ég get ekki sagt til um hvort þetta hafi verið eiturefni eða eitthvað tilfallandi sem inniheldur amfetamín-efni,“ segir Guðfinna og bætir við „Mér skilst að dýraspítalinn á Höfða, sem tók við honum fyrst, séu að taka saman upplýsingar og ætla að senda á lögregluna.“ Er amfetamíneitrun algeng? „Nei, ég hef aldrei heyrt af þessu áður og er búinn að vera stjórnandi Hundasamfélagsins frá því það byrjaði 2012,“ segir Guðfinna. Er þetta þá ólíkt öðrum eitrunartilfellum sem þið hafið heyrt af? „Eitrunartilfelli sem við höfum heyrt af áður eru yfirleitt inni í görðum hjá fólki eða á almennum göngusvæðum og stígum. Mér skilst að það hafi yfirleitt verið rottueitur. Það er öðruvísi einkenni, þau eru blóðþynnandi,“ segir hún. Dýr Hundar Dýraheilbrigði Reykjavík Tengdar fréttir Fann tíu hunda sína dauða og grunar ódæði: „Allt sem ég stefndi að í lífinu var tengt hundunum“ Laugardaginn 8. júlí síðastliðinn kom Askur Bárðdal Laufeyjarson að tíu hundum sínum dauðum. Askur bíður eftir niðurstöðu krufninga en grunar að hundunum hafi verið unnið mein. 27. júlí 2023 17:03 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Fréttir af eitruninni birtust fyrst á Facebook-hópnum Hundasamfélaginu þar sem Guðfinna Kristinsdóttir, einn stjórnanda hópsins, bað hundaeigendur um að fara varlega við Geirsnef vegna hunds á neyðarvaktinni sem hafði fengið amfetamíneitrun eftir að hafa verið á svæðinu. Um er að ræða rauðan míníature pinscher-hund sem fór með eigendum sínum á lausagöngusvæðið á föstudag. Allt virtist þó í himnalagi á meðan hundurinn var á sjálfu svæðinu. „Tíu mínútum eftir að þau eru farin byrjar hann að fá krampa og verður greinilega mjög veikur,“ segir Guðfinna Kristinsdóttir, stjórnandi Hundasamfélagsins. Eigendurna grunar því að hundurinn hafi komist í eitthvað á bílastæðinu. Fær stöðug krampaköst eftir eitrunina „Hann fór þá upp á spítala og eigandi hundsins segir að hann hafi farið í blóðprufu. Þá hafi mælst amfetamín í blóðinu og þau telja það orsökina fyrir krampaköstunum. Honum hefur verið haldið í svæfingu nokkurn veginn síðan af því hann er í svo miklum krampaköstum,“ segir hún. Er hann þá mjög þungt haldinn? „Mér skilst að þetta sé mjög tvísýnt. Það á að reyna að sjá hvort það sé hægt að vekja hann aftur en ef hann fær sömu krampaköstin er bara tímaspursmál hvenær þarf að taka ákvörðun um það. En ég er ekki læknir þannig ég get ekki metið það sjálf,“ segir Guðfinna. „Það er núna liðinn einn og hálfur sólarhringur þar sem hann hefur verið í svæfingu. Þegar þau hafa reynt að vekja hann hefur hann fengið það mikil krampaköst að dýralæknar mæla með að svæfa hann aftur niður,“ segir hún. Aldrei heyrt af sambærilegu máli Enn er margt óljóst í málinu, bæði nákvæmlega hvar hundurinn komst í ólyfjanin og hvers konar efni þetta voru. „Þetta gætu verið ADHD-lyf sem hann borðaði, það er amfetamín-vatnsleysa í þeim. En ég get ekki sagt til um hvort þetta hafi verið eiturefni eða eitthvað tilfallandi sem inniheldur amfetamín-efni,“ segir Guðfinna og bætir við „Mér skilst að dýraspítalinn á Höfða, sem tók við honum fyrst, séu að taka saman upplýsingar og ætla að senda á lögregluna.“ Er amfetamíneitrun algeng? „Nei, ég hef aldrei heyrt af þessu áður og er búinn að vera stjórnandi Hundasamfélagsins frá því það byrjaði 2012,“ segir Guðfinna. Er þetta þá ólíkt öðrum eitrunartilfellum sem þið hafið heyrt af? „Eitrunartilfelli sem við höfum heyrt af áður eru yfirleitt inni í görðum hjá fólki eða á almennum göngusvæðum og stígum. Mér skilst að það hafi yfirleitt verið rottueitur. Það er öðruvísi einkenni, þau eru blóðþynnandi,“ segir hún.
Dýr Hundar Dýraheilbrigði Reykjavík Tengdar fréttir Fann tíu hunda sína dauða og grunar ódæði: „Allt sem ég stefndi að í lífinu var tengt hundunum“ Laugardaginn 8. júlí síðastliðinn kom Askur Bárðdal Laufeyjarson að tíu hundum sínum dauðum. Askur bíður eftir niðurstöðu krufninga en grunar að hundunum hafi verið unnið mein. 27. júlí 2023 17:03 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Fann tíu hunda sína dauða og grunar ódæði: „Allt sem ég stefndi að í lífinu var tengt hundunum“ Laugardaginn 8. júlí síðastliðinn kom Askur Bárðdal Laufeyjarson að tíu hundum sínum dauðum. Askur bíður eftir niðurstöðu krufninga en grunar að hundunum hafi verið unnið mein. 27. júlí 2023 17:03