Sport

Fyrir­liðinn hefur verið að spila í meiri hita en er í Tyrk­landi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhann Berg er klár í leikinn annað kvöld.
Jóhann Berg er klár í leikinn annað kvöld. vísir/ívar

„Skrokkurinn er bara góður en það þarf alltaf að taka aðeins á manni eftir svona æfingar þar sem það er gríðarlega stutt á milli leikja,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins eftir æfingu liðsins í Izmir í Tyrklandi í dag.

Jóhann var nuddaður bak og fyrir strax eftir æfinguna.

„Þetta er mjög flottur völlur og hér verður eflaust stappað á morgun. Það er gaman að spila í svona umhverfi og við vitum það að í upphitun og í byrjun leiks verða mikil læti. Vonandi getum við slökkt í þeim látum, við höfum gert það áður.“

Hitinn í Izmir er töluverður og yfir daginn yfir þrjátíu gráður. Jóhann Berg færði sig um set á dögunum yfir til Sádí-Arabíu.

„Ég er búinn að taka tvo leiki í meiri hita en þetta. Þetta getur verið erfitt og tempóið verður mögulega eitthvað minna. Við verðum bara að nýta okkur þegar við fáum horn og innköst að taka okkur tíma í þetta og safna kröftum.“

Hann segir að þéttur og góður varnarleikur sé lykilatriði annað kvöld.

„Við þurfum að ná pressunni þegar við finnum okkar moment og mér finnst það vera koma vel út hjá okkur. Við þurfum að reyna drepa leikinn í byrjun og vonandi tekst okkur það. Við vitum það að áhorfendur í Tyrklandi geta verið pirraðir ansi fljótt og það ætlum við að reyna ná fram.“

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.

Klippa: Fyrirliðinn hefur verið að spila í meiri hita en er í Tyrklandi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×