Landslið karla í fótbolta

Fréttamynd

Brann einnig rætt við Frey

Forráðamenn norska knattspyrnufélagsins Brann hafa verið með Frey Alexandersson í sigtinu sem mögulegan næsta þjálfara liðsins, og átt við hann samtal að minnsta kosti einu sinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“

Arnar Gunn­laugs­son, þjálfari Víkings Reykja­víkur, hefur ekkert heyrt frá KSÍ varðandi stöðu þjálfara karla­lands­liðs Ís­lands í fót­bolta. Sam­bandið þar af leiðandi ekki beðið Víkinga um leyfi að ræða við Arnar sem reiknar með því, eins og staðan er í dag, að stýra Víkingum í Sam­bands­deild Evrópu í febrúar. Hlutirnir geti hins vegar breyst fljótt í fót­bolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Á­hugi á Arnóri innan sem og utan Eng­lands

Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, segir einbeitingu sína alfarið á því að ná sér góðum á nýjan leik. Skagamaðurinn er að renna út á samningi hjá B-deildar liði Blackburn Rovers á Englandi en þar í landi sér hann framtíðina og draum sinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Svona eru riðlarnir í undan­keppni HM

Ísland lenti í riðli með Aserbaísjan, Úkraínu og sigurliðinu úr einvígi Frakklands og Króatíu, í undankeppni HM karla í fótbolta. Dregið var í dag í beinni útsendingu á Vísi.

Fótbolti
Fréttamynd

Elías braut bein í Porto

Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson endaði á sjúkrahúsi í gærkvöld, eftir að hafa meiðst þegar tuttugu mínútur voru eftir af leik Midtjylland við Porto í Evrópudeildinni í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

„Erfitt að vinna með ein­hverjum betri en Heimi“

Samstarf Heimis Hallgrímssonar og Guðmundar Hreiðarssonar teygir sig mörg ár aftur í tímann og hefur Guðmundur fylgt Eyjamanninum í alls konar ævintýri víðs vegar um heiminn. Hann segir erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi sem laði fram það besta í fólki. 

Fótbolti
Fréttamynd

Heimaleikur Ís­lands fer fram á Spáni

Heimaleikur Íslands í umspili B-deildar Þjóðadeildarinnar gegn Kósóvó verður leikinn á Estadio Enrique Roca í Murcia á Spáni þann 23. mars næstkomandi. Þetta staðfestir KSÍ í yfirlýsingu. 

Fótbolti
Fréttamynd

Hareide þarf að leggjast undir hnífinn

Åge Hareide, fráfarandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, þarf að gangast undir aðgerð á hné. Þetta staðfesti hann í viðtali við norska miðilinn Nettavisen.

Fótbolti
Fréttamynd

Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ

Þeir Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson eru taldir hvað líklegastir til að taka við karlalandsliði Íslands í fótbolta eftir brotthvarf Åge Hareide. Hvorugur hefur heyrt frá Knattspyrnusambandi Íslands.

Fótbolti