Hættur eftir tvö föll en ævinlega þakklátur Selfossi Sindri Sverrisson skrifar 8. september 2024 20:00 Björn Sigurbjörnsson hefur sagt skilið við Selfoss eftir þriggja ára starf. vísir/Diego Björn Sigurbjörnsson er hættur sem þjálfari meistaraflokks kvenna í fótbolta hjá Selfossi eftir þrjú erfið ár. Hann skilur við liðið eftir fall niður um tvær deildir. Björn greinir frá þessu í færslu á Instagram í dag þar sem hann þakkar Selfyssingum fyrir afar lærdómsrík ár. Björn og eiginkona hans, landsliðskonan fyrrverandi Sif Atladóttir, fluttu á Selfoss fyrir tímabilið 2022, eftir að hafa verið hjá Kristianstad í Svíþjóð þar sem Björn var aðstoðarþjálfari Elísabetar Gunnarsdóttur. Starfið hjá Selfossi var því fyrsta aðalþjálfarastarf Björns og á fyrstu leiktíð endaði liðið í 5. sæti Bestu deildarinnar. Í fyrra endaði liðið hins vegar langneðst í deildinni, með aðeins ellefu stig í 21 leik, og eftir að hafa misst marga leikmenn á milli ára féll liðið svo einnig úr Lengjudeildinni í sumar, eftir að hafa endað þar í 9. sæti. View this post on Instagram A post shared by Björn Sigurbjörnsson (@bjossi_sigurbjorns) „3 ár er langur tími í lífi þjálfara, sérstaklega þegar gengið er erfitt. Þetta hafa verið ótrúlega lærdómsrík ár og ég er Ungmennafélaginu ævinlega þakklátur fyrir að hafa gefið mér mitt fyrsta aðalþjálfarastarf. 12 uppaldar stelpur hafa fengið sína fyrstu leiki í Íslandsmóti á þessum þremur árum, tækifærin eru öll þeirra,“ skrifar Björn á Instagram og bætir við: „Ný ævintýri bíða, hver sem þau svo sem verða. Takk fyrir mig og mín Selfoss.“ Björn og Sif eru nú flutt í Laugarnesið í Reykjavík en óvíst er hvað tekur við hjá þeim. Sif, sem er 39 ára, tilkynnti fyrir ári að skórnir væru komnir upp í hillu en endaði á að spila 12 leiki í Lengjudeildinni í sumar. Lengjudeild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
Björn greinir frá þessu í færslu á Instagram í dag þar sem hann þakkar Selfyssingum fyrir afar lærdómsrík ár. Björn og eiginkona hans, landsliðskonan fyrrverandi Sif Atladóttir, fluttu á Selfoss fyrir tímabilið 2022, eftir að hafa verið hjá Kristianstad í Svíþjóð þar sem Björn var aðstoðarþjálfari Elísabetar Gunnarsdóttur. Starfið hjá Selfossi var því fyrsta aðalþjálfarastarf Björns og á fyrstu leiktíð endaði liðið í 5. sæti Bestu deildarinnar. Í fyrra endaði liðið hins vegar langneðst í deildinni, með aðeins ellefu stig í 21 leik, og eftir að hafa misst marga leikmenn á milli ára féll liðið svo einnig úr Lengjudeildinni í sumar, eftir að hafa endað þar í 9. sæti. View this post on Instagram A post shared by Björn Sigurbjörnsson (@bjossi_sigurbjorns) „3 ár er langur tími í lífi þjálfara, sérstaklega þegar gengið er erfitt. Þetta hafa verið ótrúlega lærdómsrík ár og ég er Ungmennafélaginu ævinlega þakklátur fyrir að hafa gefið mér mitt fyrsta aðalþjálfarastarf. 12 uppaldar stelpur hafa fengið sína fyrstu leiki í Íslandsmóti á þessum þremur árum, tækifærin eru öll þeirra,“ skrifar Björn á Instagram og bætir við: „Ný ævintýri bíða, hver sem þau svo sem verða. Takk fyrir mig og mín Selfoss.“ Björn og Sif eru nú flutt í Laugarnesið í Reykjavík en óvíst er hvað tekur við hjá þeim. Sif, sem er 39 ára, tilkynnti fyrir ári að skórnir væru komnir upp í hillu en endaði á að spila 12 leiki í Lengjudeildinni í sumar.
Lengjudeild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira