Körfubolti

Keyrði niður körfuboltamann sem lést

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ilkan Karaman þegar hann var leikmaður Fenerbahce  í Euroleague deildinni.
Ilkan Karaman þegar hann var leikmaður Fenerbahce  í Euroleague deildinni. Getty/Salih Zeki Sayar

Tyrkneski körfuboltamaðurinn Ilkan Karaman lést um helgina eftir eftir slys í heimalandi sínu.

Karaman var aðeins 34 ára gamall en hann spilaði á sínum tíma fyrir tyrknesku stórliðin Fenerbache og Besiktas sem og fyrir tyrkneska landsliðið.

Karaman var staddur í Datca í Tyrklandi. Bíllinn hans varð bensínlaus og hann stóð við vegakantinn á meðan vinur hans sótti bensín á næstu bensínstöð.

Ökumaður kom þá aðvífandi og keyrði hann niður. Karaman lést af sárum sínum. Ökumaðurinn er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum.

Bílstjórinn missti stjórn á bíl sínum og keyrði út fyrir veginn og yfir Karaman.

Karaman var 205 sentimetrar á hæð og spilaði sem kraftframherji. Karaman varð tyrkneskur bikarmeistari 2013 og varð meistari með Fenerbahce árið 2014.

Hann spilaði fyrir yngri landslið Tyrklands og var með A-landsliðinu í undankeppni Eurobasket 2013 þar sem hann var með 10,5 stig og 5,8 að meðaltali í átta leikjum.

Brooklyn Nets valdi Karaman í nýliðavalinu 2012 og notaði í það valrétt númer 57. Hann spilaði þó aldrei í NBA-deildinni. Réttinum að honum var þó skipt tvisvar sinnum á milli félaga. Fyrst til Cleveland Cavaliers árið 2014 og svo til Milwaukee Bucks árið 2020.

Karaman spilaði með tyrkneska félaginu Cayırova Belediyesi á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×