Afleit afkoma heimila Stefán Ólafsson skrifar 9. september 2024 10:02 Kaupmáttur heimilanna var að aukast til 2021, vegna Lífskjarasamningsins sem gerður var 2019. Seinni hluta ársins 2021 tók vaxandi verðbólga vegna aukins húsnæðiskostnaðar og Kóvid kreppunnar við, sem stöðvaði kaupmáttaraukninguna. Síðan bættust við enn meiri verðbólguhvetjandi áhrif af innrásinni í Úkraínu á árinu 2022. Loks tóku við óvenju örar hækkanir Seðlabankans á stýrivöxtum sem bættu í verðbólguhvetjandi áhrif húsnæðismálanna, með því að hægja á íbúðabyggingum. Verðbólgan hefur þó verið þrálát. Þessi þróun öll lagði mjög auknar byrðar á heimilin, mest á heimili skuldsettra fjölskyldna og þeirra tekjulægri. Meðfylgjandi mynd sýnir hvernig hlutfall heimila sem sögðu erfitt að ná endum saman jókst frá 2021 til 2023 og lækkaði síðan einungis lítillega fram á síðasta vor, samkvæmt árlegum könnunum Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins. Árið 2021 voru það rúm 23% heimila almenns launafólks sem sögðu erfitt að ná endum saman. Það hækkaði upp í rúm 44% árið 2023 og hafði svo lækkað lítillega niður í um 41%, með lækkandi verðbólgu. Það var lítill bati þó í rétta átt væri. Hjá verkafólki á höfuðborgarsvæðinu (Eflingarfólk á myndinni) var staðan mun verri allan tímann, eins og hjá öðru lágtekjufólki. Hlutfall þess hóps fór úr um 38% 2021 upp í 60% 2023 og hafði einungis lækkað niður í 55% síðastliðið vor. Þegar áhrifa nýja kjarasamningsins fer að gæta til fulls nú í haust ætti staðan eitthvað að skána, en viðvarandi há verðbólga og vextir eru þó að grafa undan væntum árangri kjarasamningsins, sem er grafalvarlegt mál. Villandi tal og afskiptaleysi stjórnvalda Talsmenn Seðlabankans og stjórnvalda hafa almennt gert lítið úr erfiðleikum heimilanna vegna ríkjandi aðstæðna og vísa til þess að vanskil íbúðalána hafi lítið aukist. Það er villandi málflutningur. Það þarf verulega djúpa kreppu til að vanskil húsnæðislána aukist umtalsvert, eins og varð eftir fjármálahrunið 2008. Vanskil hafa ekki aukist að ráði núna vegna þess að heimilin láta afborganir húsnæðislána og leigu vera í forgangi. Því húsnæði er frumþörf. Þrengt er að öllu öðru áður en að vanskilum lána og leigu kemur hjá heimilunum. Seðlabankinn er einungis að ná takmörkuðum árangri í að lækka verðbólguna, þrátt fyrir að hann sé nánast búinn að slökkva á hagvextinum. Ríkisstjórnin hefur ekki tekið á húsnæðismálunum eins og þarf, né öðru sem til hennar verkefna heyrir í baráttunni við verðbólguna. Afskiptaleysi stjórnvalda gagnvart erfiðri afkomu heimilanna og knýjandi verkefnum er líklega mikilvægasta skýringin á litlu fylgi ríkisstjórnarflokkanna um þessar mundir. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Fjármál heimilisins Vinnumarkaður Mest lesið Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Kaupmáttur heimilanna var að aukast til 2021, vegna Lífskjarasamningsins sem gerður var 2019. Seinni hluta ársins 2021 tók vaxandi verðbólga vegna aukins húsnæðiskostnaðar og Kóvid kreppunnar við, sem stöðvaði kaupmáttaraukninguna. Síðan bættust við enn meiri verðbólguhvetjandi áhrif af innrásinni í Úkraínu á árinu 2022. Loks tóku við óvenju örar hækkanir Seðlabankans á stýrivöxtum sem bættu í verðbólguhvetjandi áhrif húsnæðismálanna, með því að hægja á íbúðabyggingum. Verðbólgan hefur þó verið þrálát. Þessi þróun öll lagði mjög auknar byrðar á heimilin, mest á heimili skuldsettra fjölskyldna og þeirra tekjulægri. Meðfylgjandi mynd sýnir hvernig hlutfall heimila sem sögðu erfitt að ná endum saman jókst frá 2021 til 2023 og lækkaði síðan einungis lítillega fram á síðasta vor, samkvæmt árlegum könnunum Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins. Árið 2021 voru það rúm 23% heimila almenns launafólks sem sögðu erfitt að ná endum saman. Það hækkaði upp í rúm 44% árið 2023 og hafði svo lækkað lítillega niður í um 41%, með lækkandi verðbólgu. Það var lítill bati þó í rétta átt væri. Hjá verkafólki á höfuðborgarsvæðinu (Eflingarfólk á myndinni) var staðan mun verri allan tímann, eins og hjá öðru lágtekjufólki. Hlutfall þess hóps fór úr um 38% 2021 upp í 60% 2023 og hafði einungis lækkað niður í 55% síðastliðið vor. Þegar áhrifa nýja kjarasamningsins fer að gæta til fulls nú í haust ætti staðan eitthvað að skána, en viðvarandi há verðbólga og vextir eru þó að grafa undan væntum árangri kjarasamningsins, sem er grafalvarlegt mál. Villandi tal og afskiptaleysi stjórnvalda Talsmenn Seðlabankans og stjórnvalda hafa almennt gert lítið úr erfiðleikum heimilanna vegna ríkjandi aðstæðna og vísa til þess að vanskil íbúðalána hafi lítið aukist. Það er villandi málflutningur. Það þarf verulega djúpa kreppu til að vanskil húsnæðislána aukist umtalsvert, eins og varð eftir fjármálahrunið 2008. Vanskil hafa ekki aukist að ráði núna vegna þess að heimilin láta afborganir húsnæðislána og leigu vera í forgangi. Því húsnæði er frumþörf. Þrengt er að öllu öðru áður en að vanskilum lána og leigu kemur hjá heimilunum. Seðlabankinn er einungis að ná takmörkuðum árangri í að lækka verðbólguna, þrátt fyrir að hann sé nánast búinn að slökkva á hagvextinum. Ríkisstjórnin hefur ekki tekið á húsnæðismálunum eins og þarf, né öðru sem til hennar verkefna heyrir í baráttunni við verðbólguna. Afskiptaleysi stjórnvalda gagnvart erfiðri afkomu heimilanna og knýjandi verkefnum er líklega mikilvægasta skýringin á litlu fylgi ríkisstjórnarflokkanna um þessar mundir. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun