Sport

Upp­selt á leik Tyrk­lands og Ís­lands

Stefán Árni Pálsson skrifar
Völlurinn er nokkuð nýlegur og stendur inni í miðri borginni.
Völlurinn er nokkuð nýlegur og stendur inni í miðri borginni.

Uppselt er á leik Tyrklands og Íslands sem fer fram á Gürsel Aksel vellinum í Izmir í Tyrklandi í kvöld.

Um er að ræða annan leik íslenska landsliðsins í Þjóðadeildinni en liðið hafði betur gegn Svartfellinum á Laugardalsvellinum á föstudagskvöldið, 2-0. Tyrkir gerðu jafntefli við Wales á föstudag.

Völlurinn tekur 19.000 manns í sæti og ekki er vitað hvort einhverjir Íslendingar verði í stúkunni.

Alls verða 44 blaðamenn á svæðinu, 22 ljósmyndarar og tvær sjónvarpsstöðvar, en önnur þeirra er Stöð 2 Sport en leikurinn verður í beinni útsendingu þar.

Leikur Tyrklands og Íslands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður hann sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst hálftíma fyrr, klukkan 18:15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×