Snúum leiknum í ávinning fyrir alla Friðrik Einarsson skrifar 9. september 2024 14:31 Ein af aðalforsendum að geta opnað Grindavík á nýjan leik er að til staðar sé öflugt atvinnulíf. Án fyrirtækja er lítill grundvöllur fyrir opnun bæjarins. Stjórnvöld lögðu á það áherslu strax í upphafi náttúruhamfaranna í Grindavík að leita leiða til að styðja við atvinnulíf bæjarins. Hvernig hefur það gengið og hvar stöndum við í dag? Ekki hlustað á raddir atvinnulífsins Megin stefið var gefið strax í upphafi. Reyna skyldi með öllum hætti að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. Fyrirtæki bæjarins gátu þannig haldið áfram að greiða full laun en fengið stóran hluta til baka í gegnum launastyrk frá ríkinu. Sá galli var hins vegar að styrkurinn var skilyrtur því að starfsfólk mátti ekki mæta til vinnu heldur yrði að vera heima á fullum launum. Í stað þess að hlusta á raddir atvinnulífsins og gera þeim fyrirtækjum, sem gátu, kleift að halda áfram að búa til verðmæti hefur hvatinn frá ríkinu verið að halda rekstri niðri og fyrirtækjum hreinlega refsað fyrir að reyna að búa til verðmæti. Hvernig er hægt að tryggja öflugt atvinnulíf ef markmiðið er að starfsmenn séu heima á fullum launum í stað þess að vera í vinnu og skapa verðmæti? Öflug fyrirtæki sem geta náð viðspyrnu Rekstrarstuðningurinn er annar styrkur sem stendur fyrirtækjum í Grindavík til boða. Í dag er hann þó takmarkaður við hámark 6 milljónir króna styrk. Eins og hann er hugsaður í dag er hann fínn fyrir þau fyrirtæki sem vildu hafa starfsfólk sitt heima á fullum launum og slökkva á allri starfsemi þannig að rekstarkostnaðurinn næði að standa undir föstum kostnaði, s.s. tryggingum, hita, rafmagni o.s.frv. Þrátt fyrir krefjandi aðstæður í Grindavík eru þó nokkur fyrirtæki í bænum í fullri starfsemi. Einnig eru fyrirtæki starfandi í dreifbýli sveitarfélagsins. Mörg þessara fyrirtækja eru lánsöm og hafa ekki orðið fyrir miklum tekjusamdrætti. Önnur félög eru hins vegar að berjast áfram en eiga það öll sameiginlegt að vera lífvænleg fyrirtæki. Fyrirtæki með öflugt starfsfólk og hafa alla burði til að ná viðspyrnu fljótt þegar aðstæður leyfa. Nauðbeygð að segja upp starfsfólki Mig langar að taka dæmi af fyrirtæki sem ég og systir mín eigum og höfum rekið í 29 ár. Við erum með hótelið Northern Light Inn, sem er staðsett í Svartsengi í Grindavík. Við höfum, þrátt fyrir að hafa þurft að vera meira og minna með lokað frá því í nóvember á síðasta ári, náð að viðhalda ráðningarsambandi við allt okkar fastráðna starfsfólk. Í fyrra voru hjá okkur um 44 kennitölur á launaskrá. Við erum næst stærsta ferðaþjónustufyrirtækið í Grindavík. Við höfum reynt að hafa opið eins mikið og við getum en þrátt fyrir allar tilraunir og þrátt fyrir að við sjáum jákvæð merki nú um fjölgun bókanna vorum við nauðbeygð að segja upp öllu okkar frábæra starfsfólki um síðustu mánaðarmót. Til að geta nýtt styrki stjórnvalda, var okkur nauðugur sá kostur einn að loka þegar gaus þann 16. mars sl. og í stað þess að opna á nýjan leik að gosi loknu, var bókunarstaða hótelsins svo bág eftir síendurtekin eldgos síðasta vetrar að það var hagstæðara fyrir okkur að senda allt starfsfólk okkar heim á fullum launum og hafa hótelið lokað þar til við opnuðum á nýjan leik þann 22. maí sl. Í stað þess að geta verið með hótelið opið og fengið aðstoðina, þurftum við að hætta að skapa verðmæti. Það var forsenda þess að við fengum styrkinn. Allir tapa Þegar hótel er lokað er það einsýnt að nýjar bókanir dragast saman og verða aðeins svipur hjá sjón miðað við þegar opið er. Það er bara hinn eðlilegasti hlutur. Fólk vill frekar bóka gistingu á hóteli sem er opið heldur en hóteli sem er lokað. Af þessum sökum er bókunarstaða félagsins nú rétt um 30% af því sem væri í eðlilegu ástandi horft inn í veturinn. Við erum sannfærð um að ef stuðningur stjórnvalda hefði gert okkur kleift að halda fólki í vinnu og hafa hótelið opið væri bókunarstaðan sterkari, enda hefur veturinn ávallt verið sterkur hjá okkur vegna norðurljósanna. Afleiðingin er sú að við verðum að draga saman og taka þá hræðilegu ákvörðun að segja upp samningum við okkar frábæra starfsfólk. Það starfsfólk fer þá, ef ekkert breytist, væntanlega á atvinnuleysisbætur með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkið og miklu tekjutapi fyrir starfsfólkið sjálft. Það sér hver sem vill, að í þessu dæmi tapa allir. Fyrirtækið tapar, starfsfólkið tapar og ríkið tapar. Viljum skapa verðmæti og atvinnu Auðvelda leiðin fyrir okkur eigendur hótelsins er nú að pakka saman og bíða fram á næsta ár. Þiggja allt að 6 milljón krónur frá ríkinu á mánuði til að standa undir föstum rekstrarkostnaði hótelsins og fara í frí. Ekkert okkar, sem reka fyrirtæki hvar sem er á landinu, stofnuðum fyrirtæki okkar með það að leiðarljósi að verða styrkþegar hjá íslenska ríkinu. Það er í DNA fyrirtækjaeigenda að skapa verðmæti og atvinnu. Við höfum engan áhuga á því að fara í frí eða að pakka saman. Við erum með frábært starfsfólk, sem hefur unnið hjá okkur til fjölda ára. Við viljum ekki missa það fólk. Við höfum trú á tækifærunum sem eru alls staðar í kringum okkur, þrátt fyrir náttúruhamfarirnar. Meina stjórnvöld það sem þau segja? Með því að breyta hugsuninni og koma með styrki sem styðja við verðmætasköpun væri hægt að snúa þessu í ávinning fyrir alla. Hægt væri að afturkalla uppsagnir, setja allar hendur á dekk og sækja fram. Það væri hægt á ný að skapa verðmæti. Stuðningurinn ætti að vera tekjutengdur og ef að tekjurnar aukast þá dregur úr styrknum. Þannig á þetta að virka. Við þurfum aðstoð til að koma fyrirtækinu aftur af stað. Aðstoð til að búa til verðmæti. Um leið og tekjurnar fara að standa undir kostnaði þá þurfum við ekki aðstoðina lengur. Við höfum gert allt sem við getum til að ræða fyrir stjórnvöld. Eina sem við getum gert núna er að hafa trú á því að stjórnvöld meini það af alvöru að standa með Grindvíkingum og standa að baki öflugu atvinnulífi Grindavíkur. Skýr svör óskast – tíminn er naumur Tíminn er naumur. Það þurfa að koma frá stjórnvöldum alveg skýr svör um það hvort að til standi að styðja við uppbyggingu Grindavíkurbæjar. Það er til lítils að byggja varnargarða og setja milljónir í viðgerðir í bænum ef hugmyndafræðin gengur út á að kæfa fyrirtækin í bænum. Eitt af þeim úrræðum sem myndi duga fyrir fyrirtæki eins og okkar og fleiri fyrirtækja í Grindavík er að útvíkka rekstarstyrkinn og efla hann frekar. Það myndi gera okkur kleift að draga uppsagnir til baka og halda áfram að búa til verðmæti. Starfsemi okkar styður við aðra starfsemi í Grindavík og með því að tekjutengja styrki lækkar kostnaður ríkisins eftir því sem tekjur okkar aukast. Starfsfólkið heldur sínum tekjum og það sem er mikilvægast af öllu er að við sköpum saman verðmæti sem er grunnurinn að öflugu atvinnulífi. Það besta við þetta er að slík lausn verður ódýrari fyrir ríkissjóð en það sem hingað til hefur verið lagt upp með. Nú er það stjórnvalda að sýna í verki, hvernig þau ætla að styðja við atvinnulífið í Grindavík þannig að stutt sé við verðmætasköpun, verja störfin og snúa leiknum í ávinning fyrir alla. Höfundur er eigandi Northern Light Inn í Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Hótel á Íslandi Mest lesið Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ein af aðalforsendum að geta opnað Grindavík á nýjan leik er að til staðar sé öflugt atvinnulíf. Án fyrirtækja er lítill grundvöllur fyrir opnun bæjarins. Stjórnvöld lögðu á það áherslu strax í upphafi náttúruhamfaranna í Grindavík að leita leiða til að styðja við atvinnulíf bæjarins. Hvernig hefur það gengið og hvar stöndum við í dag? Ekki hlustað á raddir atvinnulífsins Megin stefið var gefið strax í upphafi. Reyna skyldi með öllum hætti að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. Fyrirtæki bæjarins gátu þannig haldið áfram að greiða full laun en fengið stóran hluta til baka í gegnum launastyrk frá ríkinu. Sá galli var hins vegar að styrkurinn var skilyrtur því að starfsfólk mátti ekki mæta til vinnu heldur yrði að vera heima á fullum launum. Í stað þess að hlusta á raddir atvinnulífsins og gera þeim fyrirtækjum, sem gátu, kleift að halda áfram að búa til verðmæti hefur hvatinn frá ríkinu verið að halda rekstri niðri og fyrirtækjum hreinlega refsað fyrir að reyna að búa til verðmæti. Hvernig er hægt að tryggja öflugt atvinnulíf ef markmiðið er að starfsmenn séu heima á fullum launum í stað þess að vera í vinnu og skapa verðmæti? Öflug fyrirtæki sem geta náð viðspyrnu Rekstrarstuðningurinn er annar styrkur sem stendur fyrirtækjum í Grindavík til boða. Í dag er hann þó takmarkaður við hámark 6 milljónir króna styrk. Eins og hann er hugsaður í dag er hann fínn fyrir þau fyrirtæki sem vildu hafa starfsfólk sitt heima á fullum launum og slökkva á allri starfsemi þannig að rekstarkostnaðurinn næði að standa undir föstum kostnaði, s.s. tryggingum, hita, rafmagni o.s.frv. Þrátt fyrir krefjandi aðstæður í Grindavík eru þó nokkur fyrirtæki í bænum í fullri starfsemi. Einnig eru fyrirtæki starfandi í dreifbýli sveitarfélagsins. Mörg þessara fyrirtækja eru lánsöm og hafa ekki orðið fyrir miklum tekjusamdrætti. Önnur félög eru hins vegar að berjast áfram en eiga það öll sameiginlegt að vera lífvænleg fyrirtæki. Fyrirtæki með öflugt starfsfólk og hafa alla burði til að ná viðspyrnu fljótt þegar aðstæður leyfa. Nauðbeygð að segja upp starfsfólki Mig langar að taka dæmi af fyrirtæki sem ég og systir mín eigum og höfum rekið í 29 ár. Við erum með hótelið Northern Light Inn, sem er staðsett í Svartsengi í Grindavík. Við höfum, þrátt fyrir að hafa þurft að vera meira og minna með lokað frá því í nóvember á síðasta ári, náð að viðhalda ráðningarsambandi við allt okkar fastráðna starfsfólk. Í fyrra voru hjá okkur um 44 kennitölur á launaskrá. Við erum næst stærsta ferðaþjónustufyrirtækið í Grindavík. Við höfum reynt að hafa opið eins mikið og við getum en þrátt fyrir allar tilraunir og þrátt fyrir að við sjáum jákvæð merki nú um fjölgun bókanna vorum við nauðbeygð að segja upp öllu okkar frábæra starfsfólki um síðustu mánaðarmót. Til að geta nýtt styrki stjórnvalda, var okkur nauðugur sá kostur einn að loka þegar gaus þann 16. mars sl. og í stað þess að opna á nýjan leik að gosi loknu, var bókunarstaða hótelsins svo bág eftir síendurtekin eldgos síðasta vetrar að það var hagstæðara fyrir okkur að senda allt starfsfólk okkar heim á fullum launum og hafa hótelið lokað þar til við opnuðum á nýjan leik þann 22. maí sl. Í stað þess að geta verið með hótelið opið og fengið aðstoðina, þurftum við að hætta að skapa verðmæti. Það var forsenda þess að við fengum styrkinn. Allir tapa Þegar hótel er lokað er það einsýnt að nýjar bókanir dragast saman og verða aðeins svipur hjá sjón miðað við þegar opið er. Það er bara hinn eðlilegasti hlutur. Fólk vill frekar bóka gistingu á hóteli sem er opið heldur en hóteli sem er lokað. Af þessum sökum er bókunarstaða félagsins nú rétt um 30% af því sem væri í eðlilegu ástandi horft inn í veturinn. Við erum sannfærð um að ef stuðningur stjórnvalda hefði gert okkur kleift að halda fólki í vinnu og hafa hótelið opið væri bókunarstaðan sterkari, enda hefur veturinn ávallt verið sterkur hjá okkur vegna norðurljósanna. Afleiðingin er sú að við verðum að draga saman og taka þá hræðilegu ákvörðun að segja upp samningum við okkar frábæra starfsfólk. Það starfsfólk fer þá, ef ekkert breytist, væntanlega á atvinnuleysisbætur með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkið og miklu tekjutapi fyrir starfsfólkið sjálft. Það sér hver sem vill, að í þessu dæmi tapa allir. Fyrirtækið tapar, starfsfólkið tapar og ríkið tapar. Viljum skapa verðmæti og atvinnu Auðvelda leiðin fyrir okkur eigendur hótelsins er nú að pakka saman og bíða fram á næsta ár. Þiggja allt að 6 milljón krónur frá ríkinu á mánuði til að standa undir föstum rekstrarkostnaði hótelsins og fara í frí. Ekkert okkar, sem reka fyrirtæki hvar sem er á landinu, stofnuðum fyrirtæki okkar með það að leiðarljósi að verða styrkþegar hjá íslenska ríkinu. Það er í DNA fyrirtækjaeigenda að skapa verðmæti og atvinnu. Við höfum engan áhuga á því að fara í frí eða að pakka saman. Við erum með frábært starfsfólk, sem hefur unnið hjá okkur til fjölda ára. Við viljum ekki missa það fólk. Við höfum trú á tækifærunum sem eru alls staðar í kringum okkur, þrátt fyrir náttúruhamfarirnar. Meina stjórnvöld það sem þau segja? Með því að breyta hugsuninni og koma með styrki sem styðja við verðmætasköpun væri hægt að snúa þessu í ávinning fyrir alla. Hægt væri að afturkalla uppsagnir, setja allar hendur á dekk og sækja fram. Það væri hægt á ný að skapa verðmæti. Stuðningurinn ætti að vera tekjutengdur og ef að tekjurnar aukast þá dregur úr styrknum. Þannig á þetta að virka. Við þurfum aðstoð til að koma fyrirtækinu aftur af stað. Aðstoð til að búa til verðmæti. Um leið og tekjurnar fara að standa undir kostnaði þá þurfum við ekki aðstoðina lengur. Við höfum gert allt sem við getum til að ræða fyrir stjórnvöld. Eina sem við getum gert núna er að hafa trú á því að stjórnvöld meini það af alvöru að standa með Grindvíkingum og standa að baki öflugu atvinnulífi Grindavíkur. Skýr svör óskast – tíminn er naumur Tíminn er naumur. Það þurfa að koma frá stjórnvöldum alveg skýr svör um það hvort að til standi að styðja við uppbyggingu Grindavíkurbæjar. Það er til lítils að byggja varnargarða og setja milljónir í viðgerðir í bænum ef hugmyndafræðin gengur út á að kæfa fyrirtækin í bænum. Eitt af þeim úrræðum sem myndi duga fyrir fyrirtæki eins og okkar og fleiri fyrirtækja í Grindavík er að útvíkka rekstarstyrkinn og efla hann frekar. Það myndi gera okkur kleift að draga uppsagnir til baka og halda áfram að búa til verðmæti. Starfsemi okkar styður við aðra starfsemi í Grindavík og með því að tekjutengja styrki lækkar kostnaður ríkisins eftir því sem tekjur okkar aukast. Starfsfólkið heldur sínum tekjum og það sem er mikilvægast af öllu er að við sköpum saman verðmæti sem er grunnurinn að öflugu atvinnulífi. Það besta við þetta er að slík lausn verður ódýrari fyrir ríkissjóð en það sem hingað til hefur verið lagt upp með. Nú er það stjórnvalda að sýna í verki, hvernig þau ætla að styðja við atvinnulífið í Grindavík þannig að stutt sé við verðmætasköpun, verja störfin og snúa leiknum í ávinning fyrir alla. Höfundur er eigandi Northern Light Inn í Grindavík.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun