Innlent

Lög­reglan endur­tekið kölluð til vegna slags­mála nem­enda FS

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Um þúsund nemendur eru alla jafna nemendur við FS.
Um þúsund nemendur eru alla jafna nemendur við FS. Fjölbrautarskóli Suðurnesja

Lögreglufólk á tveimur bílum sinnti útkalli í Fjölbrautarskóla Suðurnesja í hádeginu vegna slagsmála. Þrjár vikur eru liðnar síðan lögregla stöðvaði átök á nýnemakvöldi í skólanum.

Mbl.is greinir frá útköllum lögreglu og hefur eftir heimildum að sjö hafi verið þátttakendur í slagsmálunum í dag. Hermann Borgar Jakobsson, formaður nemendafélags skólans, staðfestir útkall af svipuðum toga á skemmtikvöld fyrir tæpum þremur vikum.

Þau svör fengust á skrifstofu fjölbrautarskólans að Kristján Ásmundsson skólameistari væri fastur á fundum í Reykjavík í dag og ekki til viðtals. Þá væri Guðmundur Grétar Karlsson aðstoðarskólameistari í ferð erlendis. Mögulegt væri að fá svör frá skólastjórnendum á morgun vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×