Innlent

Björgunar­skip kom fjórum til bjargar

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Hafbjörg með fiskibát í togi. Mynd úr safni.
Hafbjörg með fiskibát í togi. Mynd úr safni. Landsbjörg.

Björgunarskipið Hafbjörg var kallað út um klukkan eitt í dag vegna vélarvana báts 17 mílum norðvestan af Neskaupstað. Báturinn er nú kominn í tog og siglir Hafbjörg með skipverjanna fjóra sem voru um borð í átt að landi.

Þetta staðfestir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi. 

„Það var engin hætta á ferð. Það var bilun í gír. Vélin er í fínu lagi en hún snýr ekki skrúfunni. Ég hef ekki upplýsingar um hvernig þetta gerðist.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×