Sport

Dag­skráin í dag: Drengirnir mæta Wa­les, Eng­land og Loka­sóknin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kristall Máni var allt í öllu þegar Ísland pakkaði Danmörku saman. Hvað gera hann og liðsfélagar hans gegn Wales í dag?
Kristall Máni var allt í öllu þegar Ísland pakkaði Danmörku saman. Hvað gera hann og liðsfélagar hans gegn Wales í dag? Vísir/Anton Brink

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Íslenska U-21 árs landslið drengja í knattspyrnu mætir Wales í undankeppni EM 2025, England mætir Finnlandi í Þjóðadeild UEFA ásamt Lokasókninni og hafnabolta.

Stöð 2 Sport

Klukkan 16.20 hefst bein útsending frá Víkinni þar sem U-21 árs landslið Ísland tekur á móti Wales. Drengirnir unnu frábæran 4-2 sigur á Danmörku á dögunum og geta ní fylgt því eftir með sigri á Wales.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 20.00 er Lokasóknin á dagskrá. Þar verður farið yfir fyrstu umferð NFL-deildarinnar og er af nægu að taka.

Vodafone Sport

Klukkan 15.50 er leikur Lettlands og Færeyja í Þjóðadeild UEFA á dagskrá.

Klukkan 18.35 er leikur Englands og Finnlands í B-deild Þjóðadeildar UEFA á dagskrá.

Klukkan 22.30 er viðureign Phillies og Rays í MLB-deildinni í hafnabolta á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×