Erlent

Brú hrundi eftir gríðar­legan felli­byl

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Lítið er eftir af brúnni.
Lítið er eftir af brúnni. x

Sextíu manns hafa látið lífið í fellibylnum Yagi sem gengur nú yfir Víetnam. Brú hrundi í dag vegna bylsins. 

Myndband af atvikinu hefur farið víða á samfélagsmiðlum, þar sem hrun brúarinnar sést vel. Brúin er í héraðinu Phu Tho en stendur nú aðeins hálf yfir fljót. Tíu bíl­ar og tvö mótor­hjól voru á brúnni þegar hún hrundi. Þremur hefur verið bjargað en tíu manns er enn saknað. 

Felli­byl­ur­inn hef­ur valdið miklu tjóni í Norður-Víetnam og flóð leitt til rafmagnsleysis. Að minnsta kosti 44 manns far­ist í aur­skriðum og flóðum, að því er fram kemur í frétt BBC. 

Fellibylurinn hafði áður valdið dauðsföll­um á suður­hluta Kína og á Fil­ipps­eyj­um. Samkvæmt upplýsingum yfirvalda er felli­byl­ur­inn sá öfl­ug­asti í Asíu á þessu ári með vindhraða að 203 km/​klst.

Búist er við því að Yagi fær­ist í vesturátt á næstu dögum og vara yfirvöld við áframhaldandi rafmagnsleysi og öðru tjóni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×