Innlent

Halla og Guð­rún í nýjum hlut­verkum og að­hald í ríkis­rekstri

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Ríkisstjórnin boðar aðhald til að ná tökum á verðbólgu og vöxtum í nýju fjárlagafrumvarpi. Gert er ráð fyrir að hallarekstur ríkissjóðs dragist saman um sextán milljarða króna á milli ára og nemi 41 milljarði króna árið 2025. Þing verður sett í dag þar sem tvær konur, nýr forseti og biskup taka þátt í fyrsta skipti. 

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála-og efnahagsráðherra kynnti sitt  fjárlagafrumvarp í morgun með yfirskriftinni Þetta er allt að koma.  Aðhald er boðað til að ná niður vöxtum og verðbólgu. Gert er ráð fyrir að hallarekstur ríkissjóðs dragist saman um sextán milljarða króna á milli ára og nemi 41 milljarði króna árið 2025. Við förum yfir helstu tíðindin í hádegisfréttum. 

Þá verður leitað viðbragða hjá stjórnarandstöðinni við fjárlagafrumvarpinu. 

Þær Halla Tómasdóttir nýkjörin forseti Íslands og Guðrún Karls Helgudóttir nýkjörin biskup taka báðar í fyrsta skipti þátt í þingsetningu Alþingis í dag. Halla setur Alþingi í fyrsta skipti og Guðrún Karls prédikar í guðsþjónustu sem er hluti af þingsetningunni í Dómkirkjunni. Þetta er í fyrsta skipti sem tvær konur gegna þessum hlutverkum.  Farið verður yfir þingsetninguna  í fréttatímanum. 

Vararíkissaksóknari segir dómsmálaráðherra ekki hafa staðið með tjáningarfrelsinu og er ekki ánægður með rökstuðning hennar í máli sínu. Við heyrum í honum í fréttatímanum. 

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 10. september 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×