Lífið

Sturla Atlas og Kol­finna flytja inn saman

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Sturla og Kolfinna komu bæði að leiksýningunni Ást fedru á fjölum Þjóðleikhússins.
Sturla og Kolfinna komu bæði að leiksýningunni Ást fedru á fjölum Þjóðleikhússins.

Kolfinna Nikulásdóttir leikstjóri og Sigurbjartur Sturla Atlason, þekktur sem Sturla Atlas, tónlistarmaður og leikari, hafa fest kaup á íbúð við Mýrargötu í Reykjavík.

Íbúðin er 84,4 fermetrar að stærð á annari hæð í húsi sem var byggt árið 2023. Húsið er hannað af Arkþing/Nordic og sá Sæja innanhúshönnuðurinn Sæja um hönnunina að innan. 

Flæðið í íbúðinni er gott og skipulagið nútímalegt.

Eignin skiptist í þrjú svefnherbergi, stórt alrými sem samanstendur af eldhúsi, borðstofu og stofu og eitt baðherbergi. Úr alrýminu er útgengt á svalir til suðurs. 

Parið fékk íbúðina afhenta 4. september síðastliðinn.

Sturla er einn ástsælasti leikari landsins og hefur sömuleiðis getið sér gott orð í tónlistinni. Í lok síðasta árs fór hann með hlutverk í leikritinu Ást Fedru á fjölum Þjóðleikhússins sem var í leikstjórn Kolfinnu.


Tengdar fréttir

Sturla Atlas og Kolfinna slá sér upp

Kolfinna Nikulásdóttir leikstjóri og Sigurbjartur Sturla Atlason, þekktur sem Sturla Atlas, tónlistarmaður og leikari, hafa sést víða saman á opinberum vettvangi nýverið og virðast láta vel að hvort öðru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×