Formúla 1

Hval­reki fyrir Aston Martin í For­múlu 1

Aron Guðmundsson skrifar
Adrian Newey hefur gegnt lykilhlutverki í yfirburðum Red Bull Racing í Formúlu 1 upp á síðkastið. Hann gengur til liðs við Aston Martin frá og með 1.mars á næsta ári. 
Adrian Newey hefur gegnt lykilhlutverki í yfirburðum Red Bull Racing í Formúlu 1 upp á síðkastið. Hann gengur til liðs við Aston Martin frá og með 1.mars á næsta ári.  Vísir/Getty

Ris­a­f­réttir bárust úr heimi For­múlu 1 núna í morgun því Bretinn Adrian Newey hefur verið ráðinn til Aston Martin.

Newey er af mörgum talinn besti bíla­hönnuður For­múlu 1 mótaraðarinnar frá upp­hafi og hefur hann lagt sitt á vogar­skálarnar til að sigla heim tólf heims­meistara­titlum í flokki bíla­smiða og þrettán í flokki öku­manna með hönnun sinni á For­múlu 1 bílum hjá þeim liðum sem hann hefur starfað hjá innan mótaraðarinnar Nú síðast hjá liði Red Bull Ra­cing sem Newey hefur starfað hjá síðan árið 2006.

Fyrir tíma­bilið 2026 munu stórar breytingar á reglu­verki og bílum For­múlu 1 mótaraðarinnar taka gildi og með koma Newey til Aston Martin eru afar góðar fréttir fyrir liðið.

„Hann er talinn snillingur þegar kemur að hönnun keppnis­bíla og hefur átt það til að verða valdur að vel­gengni þeirra liða sem hann hefur starfað fyrir. Ef þú ert með Adrian Newey með þér í liði, þá þarftu að vera með öll tæki og tól klár fyrir hann svo þú getir nýtt þér alla hans snilli­gáfu,“ segir Martin Brund­le, fyrr­verandi öku­þór í For­múlu 1 og nú­verandi sér­fræðingur Sky Sports.

„Fram­undan eru stóru reglu­breytingarnar árið 2026. Breytingar sem Newey hefur sjálfu sagt að séu þær mestu í sögu For­múlu 1 hvað varðar undir­vagn, loft­flæði sem og vélar For­múlu 1 bílanna. Þegar að svo­leiðis breytingar eru í far­vatninu, þá viltu hafa Newey með þér í liði.“

Það er kanadíski milljarða­mæringurinn Lawrence Stroll sem á For­múlu 1 lið Aston Martin sem reist er á rústum Force India liðsins sem fór í gjald­þrot á sínum tíma.

„Ég er himinlifandi með að ganga til liðs við Aston Martin,“ segir Newey í yfirlýsingu Aston Martin. „Lawrence Stroll er hér staðráðinn í að byggja upp lið sem vinnur heimsmeistaratitla...Í samstarfi með aðilum á borð við Honda og Aramco tel ég liðið búa yfir öllu því helsta til þess að við getum saman byggt upp lið sem keppir um heimsmeistaratitla. Ég hlakka til að taka þátt í þeirri vegferð.“ 

Það kostar sitt að fá mann eins og Newey til starfa og greinir Sky Sports frá því að hann muni þéna um tuttugu milljónir punda, því sem nemur um 3,6 milljörðum íslenskra króna, í árslaun. Upphæð sem gæti hækkað upp í þrjátíu milljónir punda í gegnum árangurstengda bónusa. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×