Tímabært að stækka bráðamóttökuna á Landspítalanum Lovísa Arnardóttir skrifar 10. september 2024 11:23 Wilum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir nýja bráðamóttöku á nýjum meðferðarkjarna á nýjum Landspítala en það séu um fimm ár í að sú móttaka opni. Vísir/Einar Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir tímabært að stækka bráðamóttökuna á Landspítalanum. Íslendingum hafi fjölgað hratt síðustu ár og móttakan ekki haldið í við þá þróun. Þá segir hann einnig til skoðunar að taka álag af bráðamóttöku með sérstakri smáslysamóttöku. Um helgina var á Vísi fjallað um veikindi Emblu Steindórsdóttur, landsliðskonu í handbolta, en hún þurfti að leita á bráðamóttökuna í ágúst og þurft að bíða lengi eftir aðstoð þrátt fyrir að vera með beiðni frá heimilislækni um tafarlausa innlögn. Willum Þór segir þetta eitt dæmi þess að bráðamóttakan sé sprungin. Hann ræddi stöðu heilbrigðiskerfisins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þegar róðurinn er hvað þyngstur, á mestu álagspunktum, er bráðamóttakan sprungin,“ segir Willum. Hann segir starfsfólkið gera sitt besta og að spítalinn vilji bregðast við og breyta þegar fólk kvartar eða fær ekki góða þjónustu. Starfsfólk hafi, eftir þetta atvik, tekið verklag til skoðunar auk þess sem mæðgurnar hafi verið beðnar afsökunar. Íbúafjölgun hraðari Það sé þó tímabært að stækka bráðamóttökuna. Á síðustu árum hafi Íslendingum fjölgað um tíu prósent eða um fjögur þúsund og á sama tíma hafi móttakan ekki stækkað. Willum segir að hann hafi rætt þetta á fundi ríkisstjórnarinnar nýlega. Hann hafi sem dæmi lagt til að 25 matspláss séu á bráðamóttökunni sem séu fyrir þau sem eru í bráðasta vandanum. Það verði þá hægt að taka þessi pláss til hliðar og sinna þeim sérstaklega sem þar dvelja. Fimm ár í nýja meðferðarkjarnann Hann segir að áætlanir séu um að byggja við spítalann 400 fermetra byggingu. Það vanti um 60 legurými og staðan sé núna þannig að fólki sé dreift en að nýtingin sé orðin það mikil á mestu álagspunktunum að það þurfi að fjölga rýmum en frekar. Plássleysi sé þó ekki eini vandinn, einnig sé um að ræða skipulagsvandamál, innan og utan spítalans. Hann segir að það hefði þurft að byggja nýjan spítala fyrr en að okkur hafi líka fjölgað hraðar en spáð hafði verið. Þjóðin sé líka að eldast og að það hafi ekki verið nægilega vel séð fyrir því í áætlunum. Nýr spítali hefur nú verið í byggingu í nokkur ár en enn eru fimm ár í að nýr meðferðarkjarni verði opnaður. Þar verður að finna nýja bráðamótttöku sem á að leysa af hólmi bráðamóttökur sem í dag eru á mörgum fimm stöðum í Reykjavík. Willum segir að heilbrigðiskerfið hafi síðustu ár verið til gagngerrar skoðunar. Það sé búið að koma á fót fjarskiptalækni sem gagnist öllu landinu, það sé komin ný fjarskiptamiðstöð sem greiðir úr erindum til heilsugæslu og dregur úr álagi þar sem á að gera það að verkum að betur er hægt að vegvísa í gegnum kerfið. Hæg er að hlusta á viðtalið við Willum í heild sinni hér að ofan. Landspítalinn Bítið Heilbrigðismál Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Um helgina var á Vísi fjallað um veikindi Emblu Steindórsdóttur, landsliðskonu í handbolta, en hún þurfti að leita á bráðamóttökuna í ágúst og þurft að bíða lengi eftir aðstoð þrátt fyrir að vera með beiðni frá heimilislækni um tafarlausa innlögn. Willum Þór segir þetta eitt dæmi þess að bráðamóttakan sé sprungin. Hann ræddi stöðu heilbrigðiskerfisins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þegar róðurinn er hvað þyngstur, á mestu álagspunktum, er bráðamóttakan sprungin,“ segir Willum. Hann segir starfsfólkið gera sitt besta og að spítalinn vilji bregðast við og breyta þegar fólk kvartar eða fær ekki góða þjónustu. Starfsfólk hafi, eftir þetta atvik, tekið verklag til skoðunar auk þess sem mæðgurnar hafi verið beðnar afsökunar. Íbúafjölgun hraðari Það sé þó tímabært að stækka bráðamóttökuna. Á síðustu árum hafi Íslendingum fjölgað um tíu prósent eða um fjögur þúsund og á sama tíma hafi móttakan ekki stækkað. Willum segir að hann hafi rætt þetta á fundi ríkisstjórnarinnar nýlega. Hann hafi sem dæmi lagt til að 25 matspláss séu á bráðamóttökunni sem séu fyrir þau sem eru í bráðasta vandanum. Það verði þá hægt að taka þessi pláss til hliðar og sinna þeim sérstaklega sem þar dvelja. Fimm ár í nýja meðferðarkjarnann Hann segir að áætlanir séu um að byggja við spítalann 400 fermetra byggingu. Það vanti um 60 legurými og staðan sé núna þannig að fólki sé dreift en að nýtingin sé orðin það mikil á mestu álagspunktunum að það þurfi að fjölga rýmum en frekar. Plássleysi sé þó ekki eini vandinn, einnig sé um að ræða skipulagsvandamál, innan og utan spítalans. Hann segir að það hefði þurft að byggja nýjan spítala fyrr en að okkur hafi líka fjölgað hraðar en spáð hafði verið. Þjóðin sé líka að eldast og að það hafi ekki verið nægilega vel séð fyrir því í áætlunum. Nýr spítali hefur nú verið í byggingu í nokkur ár en enn eru fimm ár í að nýr meðferðarkjarni verði opnaður. Þar verður að finna nýja bráðamótttöku sem á að leysa af hólmi bráðamóttökur sem í dag eru á mörgum fimm stöðum í Reykjavík. Willum segir að heilbrigðiskerfið hafi síðustu ár verið til gagngerrar skoðunar. Það sé búið að koma á fót fjarskiptalækni sem gagnist öllu landinu, það sé komin ný fjarskiptamiðstöð sem greiðir úr erindum til heilsugæslu og dregur úr álagi þar sem á að gera það að verkum að betur er hægt að vegvísa í gegnum kerfið. Hæg er að hlusta á viðtalið við Willum í heild sinni hér að ofan.
Landspítalinn Bítið Heilbrigðismál Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira