Þetta herma heimildir Aftonbladet, Expressen og Svenska dagbladet en vitað var að Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, myndi tilkynna um nýjan utanríkisráðherra í dag þegar þing kemur aftur saman.
Malmer Stenergard tekur við embættinu af Tobias Billström sem sagði óvænt af sér í síðustu viku. Hann hafði þá gegnt embættinu frá árinu 2022.
Hin 43 ára Malmer Stenergard hefur setið á þingi fyrir Moderaterna síðan 2014. Hún er fædd og uppalin á Skáni og er lögfræðingur að mennt. Hún stundaði nám við Lundarháskóla og starfaði hjá embætti sýslumanns áður en hún settist á þing.
Hún rataði í fjölmiðla árið 2023 þegar hún sagðist vilja vísa innflytjendur úr landi sem lýstu yfir stuðningi við Hamas.