Erlent

Bein út­sending: Harris og Trump takast á í fyrsta sinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Kamala Harris og Donald Trump.
Kamala Harris og Donald Trump. AP

Þau Donald Trump og Kamala Harris takast á í kappræðum í fyrsta sinn í kvöld. Mikið er undir í kappræðunum þar sem kannanir gefa til kynna að frambjóðendurnir séu hnífjafnir, bæði á landsvísu og í sjö mikilvægustu ríkjunum.

Harris hefur sótt töluvert á Trump, frá því hún tók við keflinu af Joe Biden, núverandi forseta. Það hefur þó gengið eilítið til baka og er lítill munur á fylgi þeirra í könnunum.

Sjá einnig: Hníf­jafnt hjá Harris og Trump

Það er ABC sem stendur fyrir kappræðunum en stjórnendur verða David Muir, þáttastjórnandi World News Tonight, og Lindsey Davis, þáttastjórnandi Wold News Tonight Sunday og ABC News Live Prime.

Sjá einnig: Engir á­horf­endur og slökkt á meðan hinn talar

Kappræðurnar verða níutíu mínútur að lengd með tveimur auglýsingahléum. Engir áhorfendur verða í sal og þá verða stjórnendurnir þeir einu sem spyrja spurninga. Frambjóðendurnir mega ekki spyrja hvort annað spurninga.

Útsendinguna má finna í spilaranum hér að neðan.

Þá verður fylgst með fundinum í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni með því að ýta á F5.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×