Watson sakaður um kynferðisbrot á nýjan leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2024 23:31 Deshaun Watson, leikmaður Cleveland Browns. Nick Cammett/Getty Images Deshaun Watson, leikstjórnandi Cleveland Browns í NFL-deildinni, hefur verið ásakaður um meint kynferðisbrot á nýjan leik. NFL-deildin hefur gefið út að hún sé með málið til skoðunar. Watson hefur ekki verið kærður fyrir glæpsamlegt athæfi en kona hefur höfðað skaðabótamál gegn honum fyrir atvik sem á að hafa átt sér stað þegar þau voru á stefnumóti í Houston árið 2020. Vill konan fá milljón Bandaríkjadala, 137 milljónir íslenskar, í skaðabætur. A new civil lawsuit filed in Houston on Monday accuses Cleveland Browns quarterback Deshaun Watson of sexual assault and battery in October 2020, when he was a member of the Houston Texans. https://t.co/zxNPmAV38m— ESPN (@espn) September 9, 2024 NFL hefur hafið rannsókn á málinu en leikmaðurinn verður þó ekki skikkaður í leikbann sem stendur þar sem konan hefur ekki kært Watson heldur eingöngu höfðað skaðabótamál gegn honum. Félag leikmannsins hefur jafnframt sagt að það muni virða gang málsins og fylgja regluverki deildarinnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Watson er sakaður um kynferðisbrot en árið 2022 var hann dæmdur í 11 leikja launalaust bann og sektaður um fimm milljónir Bandaríkjadala eftir að 24 konur sökuðu hann um meint kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun er hann sótti nuddstofu árin 2020 og 2021. Watson neitaði ávallt sök og á endanum taldi kviðdómur ekki nægileg sönnunargögn til að sakfella leikstjórnandann. Hann samdi á endanum við 23 af konunum 24 utan dómstóla. Hinn 28 ára gamli Watson gekk í raðir Browns frá Houston Texans árið 2022. Skrifaði hann undir fimm ára samning upp á 230 milljónir Bandaríkjadala eða 32 milljarða íslenskra króna. Watson stýrði sóknarleik Browns þegar liðið tapaði gegn Dallas Cowboys í 1. umferð NFL-deildarinnar en óvíst er hvort liðið hvíli hann í þegar það mætir Texans þann 16. september næstkomandi. BBC greindi frá. NFL Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þagnarskyldusamningar, þrálátar beiðnir um kynlíf og meint kynferðisbrot Hinn 26 ára gamli Deshaun Watson, leikstjórnandi Cleveland Browns í NFL-deildinni, er í vondum málum eftir rannsókn New York Times. Er hann lék með Houston Texans ku Watson ítrekað hafa reynt að sannfæra nuddara um að stunda með sér kynmök, farið yfir mörk og jafnvel brotið á þeim. 9. júní 2022 09:30 Mikið baulað í endurkomunni eftir langt bann Deshaun Watson sneri aftur á fótboltavöllinn í gærkvöld er lið hans Cleveland Browns hafði betur gegn fyrrum liði hans Houston Texans. Mikið var baulað á Watson sem átti erfitt uppdráttar í sínum fyrsta NFL-leik í um tvö ár. 5. desember 2022 08:30 NFL áfrýjar umdeildu banni Watsons NFL ætlar að áfrýja sex leikja banninu sem Deshaun Watson, leikstjórnandi Cleveland Browns, fékk. Rúmlega þrjátíu konur hafa sakað hann um að brjóta á sér kynferðislega. 4. ágúst 2022 13:31 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Sjá meira
Watson hefur ekki verið kærður fyrir glæpsamlegt athæfi en kona hefur höfðað skaðabótamál gegn honum fyrir atvik sem á að hafa átt sér stað þegar þau voru á stefnumóti í Houston árið 2020. Vill konan fá milljón Bandaríkjadala, 137 milljónir íslenskar, í skaðabætur. A new civil lawsuit filed in Houston on Monday accuses Cleveland Browns quarterback Deshaun Watson of sexual assault and battery in October 2020, when he was a member of the Houston Texans. https://t.co/zxNPmAV38m— ESPN (@espn) September 9, 2024 NFL hefur hafið rannsókn á málinu en leikmaðurinn verður þó ekki skikkaður í leikbann sem stendur þar sem konan hefur ekki kært Watson heldur eingöngu höfðað skaðabótamál gegn honum. Félag leikmannsins hefur jafnframt sagt að það muni virða gang málsins og fylgja regluverki deildarinnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Watson er sakaður um kynferðisbrot en árið 2022 var hann dæmdur í 11 leikja launalaust bann og sektaður um fimm milljónir Bandaríkjadala eftir að 24 konur sökuðu hann um meint kynferðisbrot og óviðeigandi hegðun er hann sótti nuddstofu árin 2020 og 2021. Watson neitaði ávallt sök og á endanum taldi kviðdómur ekki nægileg sönnunargögn til að sakfella leikstjórnandann. Hann samdi á endanum við 23 af konunum 24 utan dómstóla. Hinn 28 ára gamli Watson gekk í raðir Browns frá Houston Texans árið 2022. Skrifaði hann undir fimm ára samning upp á 230 milljónir Bandaríkjadala eða 32 milljarða íslenskra króna. Watson stýrði sóknarleik Browns þegar liðið tapaði gegn Dallas Cowboys í 1. umferð NFL-deildarinnar en óvíst er hvort liðið hvíli hann í þegar það mætir Texans þann 16. september næstkomandi. BBC greindi frá.
NFL Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þagnarskyldusamningar, þrálátar beiðnir um kynlíf og meint kynferðisbrot Hinn 26 ára gamli Deshaun Watson, leikstjórnandi Cleveland Browns í NFL-deildinni, er í vondum málum eftir rannsókn New York Times. Er hann lék með Houston Texans ku Watson ítrekað hafa reynt að sannfæra nuddara um að stunda með sér kynmök, farið yfir mörk og jafnvel brotið á þeim. 9. júní 2022 09:30 Mikið baulað í endurkomunni eftir langt bann Deshaun Watson sneri aftur á fótboltavöllinn í gærkvöld er lið hans Cleveland Browns hafði betur gegn fyrrum liði hans Houston Texans. Mikið var baulað á Watson sem átti erfitt uppdráttar í sínum fyrsta NFL-leik í um tvö ár. 5. desember 2022 08:30 NFL áfrýjar umdeildu banni Watsons NFL ætlar að áfrýja sex leikja banninu sem Deshaun Watson, leikstjórnandi Cleveland Browns, fékk. Rúmlega þrjátíu konur hafa sakað hann um að brjóta á sér kynferðislega. 4. ágúst 2022 13:31 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Sjá meira
Þagnarskyldusamningar, þrálátar beiðnir um kynlíf og meint kynferðisbrot Hinn 26 ára gamli Deshaun Watson, leikstjórnandi Cleveland Browns í NFL-deildinni, er í vondum málum eftir rannsókn New York Times. Er hann lék með Houston Texans ku Watson ítrekað hafa reynt að sannfæra nuddara um að stunda með sér kynmök, farið yfir mörk og jafnvel brotið á þeim. 9. júní 2022 09:30
Mikið baulað í endurkomunni eftir langt bann Deshaun Watson sneri aftur á fótboltavöllinn í gærkvöld er lið hans Cleveland Browns hafði betur gegn fyrrum liði hans Houston Texans. Mikið var baulað á Watson sem átti erfitt uppdráttar í sínum fyrsta NFL-leik í um tvö ár. 5. desember 2022 08:30
NFL áfrýjar umdeildu banni Watsons NFL ætlar að áfrýja sex leikja banninu sem Deshaun Watson, leikstjórnandi Cleveland Browns, fékk. Rúmlega þrjátíu konur hafa sakað hann um að brjóta á sér kynferðislega. 4. ágúst 2022 13:31