Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Daði Rafnsson, Margrét Manda Jónsdóttir og Kristján Vigfússon skrifa 11. september 2024 08:02 Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll. Undanfarin ár hefur hávaðamengun frá flugvellinum keyrt um þverbak. Þyrlur með ferðamenn fara í röðum frá vellinum, hanga yfir heita pottinum í Vesturbæjarlaug, yfirgnæfa söng í jarðarförum í Öskjuhlíð, vekja sofandi smábörn á Kársnesi og trufla fögnuð brúðhjóna fyrir utan Fríkirkjuna. Einkaþotur bíða í gangi eftir auðkýfingum við Hlíðarenda og dreifa hávaða og mengun yfir leikskóla og íbúðir. Það er með öllu óskiljanlegt að einkaþotum auðkýfinga og útsýnisflugi með þyrlum skuli vera beint inn í hjarta höfuðborgarinnar á þann hátt og í því magni sem nú er. Og það án lýðræðislegrar þátttöku íbúa í kringum um völlinn. Þess vegna erum við nú að stofna samtök íbúa úr ólíkum áttum sem telja þessa umferð hafa haft neikvæð áhrif á lífsgæði í þeirra nærumhverfi. Markmið samtakanna eru að óþarfa flug hverfi frá vellinum og að félagið fái aðild að opinberum nefndum og samráðshópum um stefnumótun flugvallarins. Við teljum að hagsmunir íbúa hafi orðið undir við þróun umferðar um Reykjavíkurflugvöll undanfarin ár. Við viljum segja frá því hvernig stóraukin flugumferð veldur raski og ónæði í okkar daglega lífi. Meginástæða aukins rasks frá Reykjavíkurflugvelli liggur í því sem erlendis er kallað óþarfa flug. Það er flugumferð sem þjónar ekki öryggishlutverki á borð við björgunar-og sjúkraflug. Við íslenskar aðstæður væri hægt að ætla áætlunarflugi innanlands slíkt hlutverk. Við gerum okkur grein fyrir því að vel fjármagnaðir sérhagsmunahópar hafa beint umræðu um Reykjavíkurflugvöll í skotgrafir æsings og upplýsingaóreiðu undanfarin ár. Við teljum hins vegar að það sé komin tími til að umræðan taki þroskakipp og fullorðnist. Það skiptir engu máli fyrir öryggi eða aðgengi íbúa á landsbyggðinni að auðkýfingar fái að leggja einkaþotum í ódýr stæði við rætur Öskjuhlíðar, eða að ferðamenn leggi í útsýnisferðir með þyrlum steinsnar frá Hallgrímskirkju. Fólk sem telur sig ekki verða fyrir truflun af völdum óþarfa flugumferðar ætti varla að finna fyrir því ef hún hverfur. Að losna við óþarfa flugumferð skiptir hins vegar miklu máli fyrir fólk sem þarf að sofa, vakna, lifa og sofna við þyrlusmelli og þotudrunur. Samtökin okkar hafa hlotið nafnið Hljóðmörk - íbúasamtök gegn óþarfa flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Við höfum nú þegar óskað eftir fundum og samráði við Innviðaráðuneytið, ISAVIA, borgarstjórn Reykjavíkur, bæjarstjórn Kópavogs og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Hafir þú áhuga á að ganga til liðs við okkur eða deila reynslu þinni bendum við þér á Facebook og Instagram síður okkar með sama nafni og samtökin. Sömuleiðis ef þú hefur áhuga á að sjá myndbönd af þyrlum og þotum í lágflugi yfir húsaþökum, flugumferð um miðja nótt, eða einkaþotum í gangi í miðju íbúðahverfi. Fh. HljóðmarkarDaði Rafnsson, KópavogiMargrét Manda Jónsdóttir, ReykjavíkKristján Vigfússon, Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Kópavogur Reykjavík Mest lesið Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun V. Sköpunarsaga þjóðsögu –Guðmundarmálið skyndilega skellt á borð Hafþór S. Ciesielski Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll. Undanfarin ár hefur hávaðamengun frá flugvellinum keyrt um þverbak. Þyrlur með ferðamenn fara í röðum frá vellinum, hanga yfir heita pottinum í Vesturbæjarlaug, yfirgnæfa söng í jarðarförum í Öskjuhlíð, vekja sofandi smábörn á Kársnesi og trufla fögnuð brúðhjóna fyrir utan Fríkirkjuna. Einkaþotur bíða í gangi eftir auðkýfingum við Hlíðarenda og dreifa hávaða og mengun yfir leikskóla og íbúðir. Það er með öllu óskiljanlegt að einkaþotum auðkýfinga og útsýnisflugi með þyrlum skuli vera beint inn í hjarta höfuðborgarinnar á þann hátt og í því magni sem nú er. Og það án lýðræðislegrar þátttöku íbúa í kringum um völlinn. Þess vegna erum við nú að stofna samtök íbúa úr ólíkum áttum sem telja þessa umferð hafa haft neikvæð áhrif á lífsgæði í þeirra nærumhverfi. Markmið samtakanna eru að óþarfa flug hverfi frá vellinum og að félagið fái aðild að opinberum nefndum og samráðshópum um stefnumótun flugvallarins. Við teljum að hagsmunir íbúa hafi orðið undir við þróun umferðar um Reykjavíkurflugvöll undanfarin ár. Við viljum segja frá því hvernig stóraukin flugumferð veldur raski og ónæði í okkar daglega lífi. Meginástæða aukins rasks frá Reykjavíkurflugvelli liggur í því sem erlendis er kallað óþarfa flug. Það er flugumferð sem þjónar ekki öryggishlutverki á borð við björgunar-og sjúkraflug. Við íslenskar aðstæður væri hægt að ætla áætlunarflugi innanlands slíkt hlutverk. Við gerum okkur grein fyrir því að vel fjármagnaðir sérhagsmunahópar hafa beint umræðu um Reykjavíkurflugvöll í skotgrafir æsings og upplýsingaóreiðu undanfarin ár. Við teljum hins vegar að það sé komin tími til að umræðan taki þroskakipp og fullorðnist. Það skiptir engu máli fyrir öryggi eða aðgengi íbúa á landsbyggðinni að auðkýfingar fái að leggja einkaþotum í ódýr stæði við rætur Öskjuhlíðar, eða að ferðamenn leggi í útsýnisferðir með þyrlum steinsnar frá Hallgrímskirkju. Fólk sem telur sig ekki verða fyrir truflun af völdum óþarfa flugumferðar ætti varla að finna fyrir því ef hún hverfur. Að losna við óþarfa flugumferð skiptir hins vegar miklu máli fyrir fólk sem þarf að sofa, vakna, lifa og sofna við þyrlusmelli og þotudrunur. Samtökin okkar hafa hlotið nafnið Hljóðmörk - íbúasamtök gegn óþarfa flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Við höfum nú þegar óskað eftir fundum og samráði við Innviðaráðuneytið, ISAVIA, borgarstjórn Reykjavíkur, bæjarstjórn Kópavogs og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Hafir þú áhuga á að ganga til liðs við okkur eða deila reynslu þinni bendum við þér á Facebook og Instagram síður okkar með sama nafni og samtökin. Sömuleiðis ef þú hefur áhuga á að sjá myndbönd af þyrlum og þotum í lágflugi yfir húsaþökum, flugumferð um miðja nótt, eða einkaþotum í gangi í miðju íbúðahverfi. Fh. HljóðmarkarDaði Rafnsson, KópavogiMargrét Manda Jónsdóttir, ReykjavíkKristján Vigfússon, Reykjavík
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun