Lífið

Eignaðist barn utan hjóna­bands

Atli Ísleifsson skrifar
Dave Grohl er forsprakki sveitarinnar Foo Fighters.
Dave Grohl er forsprakki sveitarinnar Foo Fighters. EPA

Dave Grohl, forsprakki bandarísku hljómsveitarinnar Foo Fighers, hefur viðurkennt að hann hafi eignast dóttur utan hjónabands.

Í færslu á Instagram sem birt var í gær segir hinn 55 ára söngvari að hann ætli sér að vera „elskandi og stuðningsríkt foreldri“ dóttur sinnar.

Grohl á þrjár dætur með eiginkonu sinni, Jordyn Blum, en þau gangu í hjónaband árið 2003. Grohl segir í færslunni að hann elski fjölskyldu sína og að hann væri að gera „allt til að endurheimta traust þeirra og öðlast fyrirgefningu þeirra“.

Grohl tekur í færslunni ekki fram hver móðir barnsins sé, en hann hefur slökkt á athugasemdum við færsluna.

Blum, eiginkona Grohl, hefur starfað sem sjónvarpsframleiðandi og fyrirsæta, en þau eiga saman dæturnar Violet Maye, átján ára, Harper Willow, fimmtán ára, og Ophelia Saint sem er tíu ára.

Grohl, sem var áður trommari sveitarinnar Nirvana, var giftur ljósmyndaranum Jennifer Leigh Youngblood á árunum 1994 til 1997. Í frétt BBC segir að þau hafi skilið eftir að Grohl viðurkenndi að hafa verið henni ótrúr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.