„Nýr þjálfari, sama gamla sagan“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. september 2024 09:00 Það fór erfiðlega af stað hjá Heimi og hans mönnum í írska landsliðinu. Getty Írar voru vonsviknir eftir 2-0 tap á heimavelli fyrir Grikkjum í Þjóðadeild karla í fótbolta í gærkvöld. Írska pressan virðist lítinn mun sjá á liðinu undir stjórn Heimis Hallgrímssonar. „Það virðist sem írska landsliðið hafi algjörlega gleymt því hvernig á að vinna fótboltaleiki,“ segir í umfjöllun Gavin Cummiskey á Irish Times. „Það er sama gamla sagan fyrir nýjan írskan þjálfara í keppnisleikjum þar sem þjálfaratíð Heimis Hallgrímssonar hefst á tveimur gríðarlega þunglyndislegum töpum,“ bætir hann við. Heimir hóf þjálfaratíð sína á tveimur heimaleikjum í Þjóðadeildinni en báðir töpuðust 2-0, annars vegar gegn Englandi á laugardag, og hins vegar gegn Grikkjum í gær. Misstu tökin eftir hlé Cummiskey segir í umfjöllun sinni þó vera bjarta punkta sem hægt sé að byggja á. Írar hafi spilað nýtt kerfi, 3-5-1-1, og hafi verið nokkuð öflugir framan af leik. Liðið hafi spilað fínan fótbolta en ekki haft neitt upp úr krafsinu. Skallamark Fotis Ioannidis veitti Grikkjum forystu strax í byrjun síðari hálfleiks. Spilamennskan versnaði hjá leikmönnum Heimis eftir það og ógnuðu Írar hvað helst úr föstum leikatriðum. Tilraunir til að ógna með löngum innköstum voru til einskis þar sem köst Dara O'Shea komust aldrei lengra en á fremsta varnarmann Grikkja. Írar hafa engan Aron Einar Gunnarsson til að fleygja knettinum inn á teiginn og töluvert er síðan Rory Delap hætti. Aviva-völlurinn í Dyflinn tæmdist þá snögglega eftir að Christos Tzolis innsiglaði 2-0 sigur Grikkja undir lokin í kjölfar mistaka Alans Browne. Þeir sem ekki gengu á dyr og sátu eftir á vellinum til loka leiks bauluðu hressilega á írska liðið sem er án stiga eftir tvo leiki. Treyjan of þung Heimir sat fyrir svörum eftir leik gærkvöldsins og kallar eftir því að leikmenn í írska liðinu stigi upp. Menn sýni ekki sömu gæði í grænu treyjunni og þeir geri með félagsliðum sínum. Þegar sem best gekk hjá íslenska landsliðinu virtist oft engu máli skipta hvar strákarnir okkar spiluðu. Eða hvort þeir væru að spila reglulega yfirhöfuð. Alltaf smullu hlutirnir þegar í landsliðsverkefni var komið. „Manni líður eins og treyjan sé kannski aðeins of þung fyrir vissa leikmenn. Þegar þeir spila fyrir okkur sýna þeir ekki sömu gæði og þeir gera hjá félögum sínum. Við þurfum að breyta því,“ sagði Heimir á blaðamannafundi eftir leik og bætti við: Strong words from Republic of Ireland manager Heimir Hallgrimsson 👀#BBCFootball pic.twitter.com/hTpsTDyr22— BBC SPORT NI (@BBCSPORTNI) September 10, 2024 „Ég hef sagt það áður að sjálfstraust kemur með þekkingu á liðsfélögum. Menn þurfa að vita að ef þeir gera eitthvað, að liðsfélaginn sé tilbúinn að hjálpa til og bakka upp. Menn skortir tengingu sín á milli.“ Erfið staða í riðlinum „Grískur harmleikur“ segja einhverjir í írskum fjölmiðlum og fallið niður í C-deild hangir yfir liðinu segja aðrir. Ljóst er að Írar þurfa að byggja á góðum fyrri hálfleik og rýna í hvað varð þess valdandi að þeir misstu tökin á miðsvæðinu eftir hléið. Verkefnið verður ekki einfaldara fyrir Heimi og félaga þar sem heimsóknir til Helsinki og Aþenu bíða í október áður en haldið verður á Wembley í Lundúnum í nóvember. Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Sjá meira
„Það virðist sem írska landsliðið hafi algjörlega gleymt því hvernig á að vinna fótboltaleiki,“ segir í umfjöllun Gavin Cummiskey á Irish Times. „Það er sama gamla sagan fyrir nýjan írskan þjálfara í keppnisleikjum þar sem þjálfaratíð Heimis Hallgrímssonar hefst á tveimur gríðarlega þunglyndislegum töpum,“ bætir hann við. Heimir hóf þjálfaratíð sína á tveimur heimaleikjum í Þjóðadeildinni en báðir töpuðust 2-0, annars vegar gegn Englandi á laugardag, og hins vegar gegn Grikkjum í gær. Misstu tökin eftir hlé Cummiskey segir í umfjöllun sinni þó vera bjarta punkta sem hægt sé að byggja á. Írar hafi spilað nýtt kerfi, 3-5-1-1, og hafi verið nokkuð öflugir framan af leik. Liðið hafi spilað fínan fótbolta en ekki haft neitt upp úr krafsinu. Skallamark Fotis Ioannidis veitti Grikkjum forystu strax í byrjun síðari hálfleiks. Spilamennskan versnaði hjá leikmönnum Heimis eftir það og ógnuðu Írar hvað helst úr föstum leikatriðum. Tilraunir til að ógna með löngum innköstum voru til einskis þar sem köst Dara O'Shea komust aldrei lengra en á fremsta varnarmann Grikkja. Írar hafa engan Aron Einar Gunnarsson til að fleygja knettinum inn á teiginn og töluvert er síðan Rory Delap hætti. Aviva-völlurinn í Dyflinn tæmdist þá snögglega eftir að Christos Tzolis innsiglaði 2-0 sigur Grikkja undir lokin í kjölfar mistaka Alans Browne. Þeir sem ekki gengu á dyr og sátu eftir á vellinum til loka leiks bauluðu hressilega á írska liðið sem er án stiga eftir tvo leiki. Treyjan of þung Heimir sat fyrir svörum eftir leik gærkvöldsins og kallar eftir því að leikmenn í írska liðinu stigi upp. Menn sýni ekki sömu gæði í grænu treyjunni og þeir geri með félagsliðum sínum. Þegar sem best gekk hjá íslenska landsliðinu virtist oft engu máli skipta hvar strákarnir okkar spiluðu. Eða hvort þeir væru að spila reglulega yfirhöfuð. Alltaf smullu hlutirnir þegar í landsliðsverkefni var komið. „Manni líður eins og treyjan sé kannski aðeins of þung fyrir vissa leikmenn. Þegar þeir spila fyrir okkur sýna þeir ekki sömu gæði og þeir gera hjá félögum sínum. Við þurfum að breyta því,“ sagði Heimir á blaðamannafundi eftir leik og bætti við: Strong words from Republic of Ireland manager Heimir Hallgrimsson 👀#BBCFootball pic.twitter.com/hTpsTDyr22— BBC SPORT NI (@BBCSPORTNI) September 10, 2024 „Ég hef sagt það áður að sjálfstraust kemur með þekkingu á liðsfélögum. Menn þurfa að vita að ef þeir gera eitthvað, að liðsfélaginn sé tilbúinn að hjálpa til og bakka upp. Menn skortir tengingu sín á milli.“ Erfið staða í riðlinum „Grískur harmleikur“ segja einhverjir í írskum fjölmiðlum og fallið niður í C-deild hangir yfir liðinu segja aðrir. Ljóst er að Írar þurfa að byggja á góðum fyrri hálfleik og rýna í hvað varð þess valdandi að þeir misstu tökin á miðsvæðinu eftir hléið. Verkefnið verður ekki einfaldara fyrir Heimi og félaga þar sem heimsóknir til Helsinki og Aþenu bíða í október áður en haldið verður á Wembley í Lundúnum í nóvember.
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Sjá meira