Erlent

Brú yfir Saxelfi hrundi í Dresden

Atli Ísleifsson skrifar
Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvað olli hruninu.
Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvað olli hruninu. AP

Carola-brúin yfir Saxelfi (þ. Elbe) hrundi í borginni Dresden í Þýskalandi í snemma í morgun.

Ekki er vitað til þess að nokkur hafi slasast en talið er líklegt að hrun brúarinnar muni hafa mikil áhrif á samgöngur í borginni, enda brúin ein af einungis fjórum innan borgarmarkanna. Sömuleiðis er talið að þetta muni hafa mikil áhrif á sporvagnaumferð og bátaumferð á ánni.

Í frétt DW kemur fram að ekki sé vitað á þessari stundu hvað hafi valdið hrun brúarinnar.

Carola-brúin var fyrst byggð árið 1895 en var sprengd undir lok seinni heimstyrjaldarinnar af Þjóðverjum til að hefta framgöngu sovéskra hersveita. Brúin var endurbyggð á árunumm 1967 til 1971 og var svo ráðist í endurbætur á árunum 2019 til 2021.

Endurbætur stóðu yfir á Carola-brúnni á árunum 2019 til 2021.AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×