Fimm ráð um hvernig þinn hópur getur stutt við þann sem greinist með krabbamein Hólmfríður Einarsdóttir skrifar 11. september 2024 15:01 Þegar félagi í hóp greinist með krabbamein getur stuðningur hópsins skipt miklu máli. Rannsóknir sýna að góður stuðningur hefur meðal annars áhrif á jákvæðara viðhorf og betri lífsgæði hjá þeim sem greinist með krabbameinið. Það getur þó reynst erfitt að bjóða fram aðstoðina ef þið eruð ekki viss hvað er best að gera. Hér koma fimm ráð til að hjálpa ykkur að taka skrefið. 1) Hagnýt atriði. Það er yfirleitt nóg af erindum sem þarf að sinna á flestum heimilum og þeim fækkar ekki þegar krabbameinsveikindi koma upp. Hópurinn getur því boðist til að versla inn, útbúa kvöldmáltíðir, brjóta saman þvottinn, fara með bílinn í dekkjaskipti, vökva blómin, bjóða í mat og skutla í læknisheimsóknir. Ef börn eru á heimilinu má bjóða fram pössun eða sækja og skutla þeim í skóla og tómstundir. 2) Sálrænn stuðningur. Gott samtal getur gert gæfumuninn. Ef þið eruð ekki viss hvað sé best að segja er óþarfi að hafa áhyggjur af því. Hér snýst hlutverkið um að vera góður hlustandi. Leyfðu þeim krabbameinsgreinda að segja líðan síðan, hlæja og gráta án þess að koma með lausnir við áhyggjum hans, tilfinningum eða vangaveltum. Reyndu að gefa ekki gefa óumbeðin ráð, hvorki við mögulegum meðferðarúrræðum, bætiefnum eða bættari líðan. Létt snerting, bros og að kinka kolli bendir til þess að þú sért að hlusta af einlægni. 3) Félagsleg virkni. Ein af afleiðingum krabbameinsveikinda er félagsleg einangrun. Geta og úthald breytist og þátttakan þar af leiðandi líka. Reynið að sýna þessum breyttu þörfum skilning. Mikilvægt er að hópurinn haldi áfram að vera í sambandi, bæði til að spjalla um daginn og veginn og til að láta vita af viðburðum og hittingum hjá hópnum. 4) Andleg heilsa. Krabbameinsferlið er krefjandi og hefur mikil áhrif á andlega heilsu. Að sýna breyttum þörfum skilning, skipuleggja hluti sem veita gleði, henta betur og stuðla að uppbyggilegu og jákvæðu umhverfi skiptir máli. Þetta getur verið að njóta náttúrunnar í formi göngutúra, hugleiðslur eða slökun og eiga skemmtilega samræður um allt annað en veikindin. 5) Hreinskilin samskipti. Þarfir einstaklinga eru misjafnar og það á líka við um þörfina fyrir stuðning. Hópurinn getur komið með hugmyndir að stuðningi en best er að taka samtalið um hvernig aðstoð hentar hverju sinni. Við höfum ólíka eiginleika og til að hver og einn í hópnum geti nýtt sína eiginleika sem best er ekki síður mikilvægt að samtöl innan hópsins séu virk og hreinskilin. Svo má ekki gleyma að ferlið getur verið langt og þörfin fyrir stuðning er ekki minni þó lengra sé liðið frá krabbameinsgreiningunni. Í dag hrindum við af stað verkefni sem sýnir hvernig endurhæfingin og stuðningurinn í Ljósinu hefur margföldunaráhrif inn í margvíslega hópa sem þjónustuþegarnir okkar tilheyra. Með verkefninu viljum við efla hópana í kringum fólkið okkar svo að þau sem greinast með krabbamein fái sem mestan stuðning í gegnum sitt ferli. Á sama tíma hvetjum við vinahópa, saumaklúbba, gönguhópa, sjósundsgrúbbur, kóra, fjölskylduhópa og alla hina hópana til að sjá hag sinn í því að gerast Ljósavinir. Þannig tryggjum við að endurhæfingarstarfið geti áfram tekið á móti þeim sem greinast með krabbamein, án kostnaðar eða biðlista. Nánast öll þjónusta Ljóssins er veitt án endurgjalds og tryggir mánaðarlegt framlag Ljósavina meðal annars ókeypis námskeið og fræðslu, líkamlega endurhæfingu og viðtöl hjá fagaðilum eins og iðjuþjálfa, sálfræðingi, sjúkraþjálfa og fjölskyldumeðferðarfræðingi. Höfundur er iðjuþjálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar félagi í hóp greinist með krabbamein getur stuðningur hópsins skipt miklu máli. Rannsóknir sýna að góður stuðningur hefur meðal annars áhrif á jákvæðara viðhorf og betri lífsgæði hjá þeim sem greinist með krabbameinið. Það getur þó reynst erfitt að bjóða fram aðstoðina ef þið eruð ekki viss hvað er best að gera. Hér koma fimm ráð til að hjálpa ykkur að taka skrefið. 1) Hagnýt atriði. Það er yfirleitt nóg af erindum sem þarf að sinna á flestum heimilum og þeim fækkar ekki þegar krabbameinsveikindi koma upp. Hópurinn getur því boðist til að versla inn, útbúa kvöldmáltíðir, brjóta saman þvottinn, fara með bílinn í dekkjaskipti, vökva blómin, bjóða í mat og skutla í læknisheimsóknir. Ef börn eru á heimilinu má bjóða fram pössun eða sækja og skutla þeim í skóla og tómstundir. 2) Sálrænn stuðningur. Gott samtal getur gert gæfumuninn. Ef þið eruð ekki viss hvað sé best að segja er óþarfi að hafa áhyggjur af því. Hér snýst hlutverkið um að vera góður hlustandi. Leyfðu þeim krabbameinsgreinda að segja líðan síðan, hlæja og gráta án þess að koma með lausnir við áhyggjum hans, tilfinningum eða vangaveltum. Reyndu að gefa ekki gefa óumbeðin ráð, hvorki við mögulegum meðferðarúrræðum, bætiefnum eða bættari líðan. Létt snerting, bros og að kinka kolli bendir til þess að þú sért að hlusta af einlægni. 3) Félagsleg virkni. Ein af afleiðingum krabbameinsveikinda er félagsleg einangrun. Geta og úthald breytist og þátttakan þar af leiðandi líka. Reynið að sýna þessum breyttu þörfum skilning. Mikilvægt er að hópurinn haldi áfram að vera í sambandi, bæði til að spjalla um daginn og veginn og til að láta vita af viðburðum og hittingum hjá hópnum. 4) Andleg heilsa. Krabbameinsferlið er krefjandi og hefur mikil áhrif á andlega heilsu. Að sýna breyttum þörfum skilning, skipuleggja hluti sem veita gleði, henta betur og stuðla að uppbyggilegu og jákvæðu umhverfi skiptir máli. Þetta getur verið að njóta náttúrunnar í formi göngutúra, hugleiðslur eða slökun og eiga skemmtilega samræður um allt annað en veikindin. 5) Hreinskilin samskipti. Þarfir einstaklinga eru misjafnar og það á líka við um þörfina fyrir stuðning. Hópurinn getur komið með hugmyndir að stuðningi en best er að taka samtalið um hvernig aðstoð hentar hverju sinni. Við höfum ólíka eiginleika og til að hver og einn í hópnum geti nýtt sína eiginleika sem best er ekki síður mikilvægt að samtöl innan hópsins séu virk og hreinskilin. Svo má ekki gleyma að ferlið getur verið langt og þörfin fyrir stuðning er ekki minni þó lengra sé liðið frá krabbameinsgreiningunni. Í dag hrindum við af stað verkefni sem sýnir hvernig endurhæfingin og stuðningurinn í Ljósinu hefur margföldunaráhrif inn í margvíslega hópa sem þjónustuþegarnir okkar tilheyra. Með verkefninu viljum við efla hópana í kringum fólkið okkar svo að þau sem greinast með krabbamein fái sem mestan stuðning í gegnum sitt ferli. Á sama tíma hvetjum við vinahópa, saumaklúbba, gönguhópa, sjósundsgrúbbur, kóra, fjölskylduhópa og alla hina hópana til að sjá hag sinn í því að gerast Ljósavinir. Þannig tryggjum við að endurhæfingarstarfið geti áfram tekið á móti þeim sem greinast með krabbamein, án kostnaðar eða biðlista. Nánast öll þjónusta Ljóssins er veitt án endurgjalds og tryggir mánaðarlegt framlag Ljósavina meðal annars ókeypis námskeið og fræðslu, líkamlega endurhæfingu og viðtöl hjá fagaðilum eins og iðjuþjálfa, sálfræðingi, sjúkraþjálfa og fjölskyldumeðferðarfræðingi. Höfundur er iðjuþjálfi í Ljósinu endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar