Lífið

Gullið til­boð í Amsterdam

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Gunnar fór á skeljarnar í Amsterdam.
Gunnar fór á skeljarnar í Amsterdam. Skjáskot

Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður á RÚV og knattspyrnuþjálfari, og Velina Apostolova, stafrænn leiðtogi hjá Reykjavíkurborg, trúlofuðu sig í Amsterdam í Hollandi. Parið deilir gleðifréttunum í sameiginlegri færslu á Instagram.

Í færslunni má sjá myndir úr rómantísku fríi þeirra í sólinni í Amsterdam.  „Eftir 8 ár á reynslu kom gullið tilboð. Undirritun auglýst síðar,“ skrifar Velina við færsluna.

Parið byrjaði saman árið 2015 og eiga eina dóttur, Önnu Sóleyju fjögurra ára. Ljóst er að um sannkallað ofurpar er að ræða en Gunnar hefur undanfarin ár vakið athygli fyrir skelegga framgöngu í íþróttafréttum á RÚV þar sem skíðaíþróttin hefur verið hans helsta hugðarefni. Velina hefur starfað við stafræna stjórnsýslu í Reykjavík sem stækkað hefur mikið undnanfarin ár. 

Gunnar hefur að sama skapi verið sérfræðingur í hlaðvarpsþáttum Hjörvars Hafliðasonar Dr. Football þar sem hann og Hjörvar ræða boltann á hispurslausan hátt svo athygli vekur. Líkt og hlustendur þáttarins vita er Gunni mikill Arsenal maður en það er Hjörvar alls ekki. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.