Innherji

Töf á að flug­fé­lög­ njót­i al­menn­i­leg­a lækk­an­a á elds­neyt­is­verð­i

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
„Það er alltaf mjög jákvætt fyrir flugfélög þegar þotueldsneyti lækkar og munu Icelandair og Play njóta góðs af þessum verðum, en út af framvirku samningunum þá verður töf á því að það skili sér að fullu,“ segir Sigurður Óli Sigurðarson, hlutabréfagreinandi hjá Landsbankanum.
„Það er alltaf mjög jákvætt fyrir flugfélög þegar þotueldsneyti lækkar og munu Icelandair og Play njóta góðs af þessum verðum, en út af framvirku samningunum þá verður töf á því að það skili sér að fullu,“ segir Sigurður Óli Sigurðarson, hlutabréfagreinandi hjá Landsbankanum. Vísir/Vilhelm

Verð á flugvélaeldsneyti hefur lækkað umtalsvert á fáeinum mánuðum. Greinendur segja að verði olíuverð áfram á svipuðum slóðum ætti það að hafa umtalsverð áhrif á afkomu og verðmat flugfélaga í Kauphöllinni. Flugfélögin Icelandair og Play hafa gert framvirka samninga um kaup á olíu sem hefur í för með sér að lækkunin skilar sér ekki að fullu í reksturinn strax.


Tengdar fréttir

Play ætti að geta hækk­að verð

Play ætti að hafa meira svigrúm til að hækka verð vegna minna framboðs flugferða til Íslands og minni áherslu á flug yfir Atlantshafið á seinni hluta ársins, segir í hlutabréfagreiningu þar sem flugfélagið er verðmetið í takt við markaðsgengi. Sami hlutabréfagreinandi verðmetur Icelandair langt yfir markaðsverði.

Vaxt­­a­l­ækk­­an­­ir er­lend­is end­­ur­­speg­l­ast ekki í geng­­i Icel­and­a­ir

Verðmatsgengi Icelandair lækkar um einungis sex prósent frá síðasta uppgjöri. Margir hefðu eflaust reiknað með meiri lækkun vegna frétta um minni umsvif en áður var gert ráð fyrir í ferðaþjónustu hérlendis. Nýtt verðmat Jakobsson Capital á flugfélaginu er 144 prósentum yfir markaðsverði. Greinandi bendir á að vextir á alþjóðamarkaði hafi lækkað skarpt frá síðasta verðmati en þær vaxtalækkanir séu ekki enn verðlagðar inn í gengi flugfélagsins.

Telur „alls ekki“ að flug­far­gjöld Play á heima­markaðinum séu ó­sjálf­bær

Flugfargjöld Play á íslenska heimamarkaðinum, þar sem flugfélagið er sterkast, eru „alls ekki“ ósjálfbær að sögn forstjórans sem fullyrðir að afkoman á seinni árshelmingi muni batna „verulega“ á milli ára en rekstrartapið á öðrum fjórðungi reyndist vera yfir fjórir milljónir dala. Hann telur að fækkun í komum ferðamanna til landsins sé ekki endilega mikil áhætta fyrir lausafjárstöðu Play en áætlanir gera ráð fyrir að hún verði „mun betri“ í lok árs miðað við sama tíma í fyrra.

Um­svifa­mikill verk­taki byggir upp stöðu í Icelandair

Eigandi eins umsvifamesta verktakafyrirtækis landsins, sem hagnaðist um marga milljarða króna á liðnu ári, er kominn í hóp stærri hluthafa Icelandair eftir að hafa byggt upp nærri eins prósenta eignarhlut í flugfélaginu. Hlutabréfaverð Icelandair, sem hefur fallið um meira en sextíu prósent á einu ári, er núna í sögulegri lægð en rekstrarafkoman hefur versnað skarpt samhliða minnkandi eftirspurn í flugferðum til Íslands og lækkandi fargjöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×