Forvarnir í 20 ár fyrir unga ökumenn í Reykjanesbæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. september 2024 20:05 Kolbrún og Kristján Geir voru mjög ánægð með hvað forvarnardagurinn heppnaðist vel en fjölmargir samstarfsaðilar Fjölbrautaskóla Suðurnesja tóku þátt í deginum með skólanum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það gekk mikið á hjá nemendum Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Reykjanesbær þegar þeir fengu að verða vitni að sviðsettu bílslysi. Einn lést í slysinu og nokkrir slösuðust. Um var að ræða forvarnardag, sem var nú haldin í tuttugasta sinn í skólanum. Forvarnardagur ungra ökumanna á vegum skólans fór fram í vikunni en um 200 nemendur tóku þátt í deginum, langflestir nýnemar fæddir 2008, sem er í lýðheilsuáfanga í skólanum en alls eru um þrettán hundruð nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Umferðarslys var sviðsett fyrir nemendur. „Það eru þrír nemendur, sem leika og taka þátt í því. Það er sem sagt ölvaður ökumaður og farþegi sem deyr og svo er náttúrulega bílstjóri í hinum bílnum og þetta er allt sviðsett. Og þegar við byrjuðum þetta verkefni þá var það þannig að þá kom líkbíll og sótti þann sem dó,”segir Kolbrún Marelsdóttir, kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja sáu um að klippuvinnuna til að ná farþegunum og hinum látna út úr bílnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hverju á forvarnardagurinn að skila? „Þetta skilar okkur betri ökumönnum út í samfélagið og hefur gert það hingað til. Þetta verkefni okkar er myndi ég segja algjörlega til fyrirmyndar og ég veit að krakkarnir, sem hafa verið að koma af Suðurnesjum hafa verið betur undirbúin heldur en, þegar þau koma í ökuskólann og væntanlega betri ökumenn, ég er eiginlega alveg viss um það,” segir Kolbrún hlæjandi. Og Lögreglan er ánægð með forvarnardaginn og að hann hafi nú verið haldin tuttugasta árið í röð. Við hljótum að vera að gera að gera eitthvað rétt, við erum allavega að reyna að hafa áhrif,” segir Kristján Freyr Geirsson,lögreglumaður á Suðurnesjum. En hvað segja nemendur, voru þeir ánægðir með daginn? „Já ég held að fólk læri alveg eitthvað á þessu”, segir Svandís Huld Bjarnadóttir og Ágúst Dagur Garðarsson bætir við. „Já, þetta hjálpar rosalega mörgum.” Svandís Huld og Ágúst Dagur, nemendur við skólann voru mjög ánægð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Boðið var upp á köku í tilefni af 20 ára afmælisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Framhaldsskólar Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Sjá meira
Forvarnardagur ungra ökumanna á vegum skólans fór fram í vikunni en um 200 nemendur tóku þátt í deginum, langflestir nýnemar fæddir 2008, sem er í lýðheilsuáfanga í skólanum en alls eru um þrettán hundruð nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Umferðarslys var sviðsett fyrir nemendur. „Það eru þrír nemendur, sem leika og taka þátt í því. Það er sem sagt ölvaður ökumaður og farþegi sem deyr og svo er náttúrulega bílstjóri í hinum bílnum og þetta er allt sviðsett. Og þegar við byrjuðum þetta verkefni þá var það þannig að þá kom líkbíll og sótti þann sem dó,”segir Kolbrún Marelsdóttir, kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja sáu um að klippuvinnuna til að ná farþegunum og hinum látna út úr bílnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hverju á forvarnardagurinn að skila? „Þetta skilar okkur betri ökumönnum út í samfélagið og hefur gert það hingað til. Þetta verkefni okkar er myndi ég segja algjörlega til fyrirmyndar og ég veit að krakkarnir, sem hafa verið að koma af Suðurnesjum hafa verið betur undirbúin heldur en, þegar þau koma í ökuskólann og væntanlega betri ökumenn, ég er eiginlega alveg viss um það,” segir Kolbrún hlæjandi. Og Lögreglan er ánægð með forvarnardaginn og að hann hafi nú verið haldin tuttugasta árið í röð. Við hljótum að vera að gera að gera eitthvað rétt, við erum allavega að reyna að hafa áhrif,” segir Kristján Freyr Geirsson,lögreglumaður á Suðurnesjum. En hvað segja nemendur, voru þeir ánægðir með daginn? „Já ég held að fólk læri alveg eitthvað á þessu”, segir Svandís Huld Bjarnadóttir og Ágúst Dagur Garðarsson bætir við. „Já, þetta hjálpar rosalega mörgum.” Svandís Huld og Ágúst Dagur, nemendur við skólann voru mjög ánægð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Boðið var upp á köku í tilefni af 20 ára afmælisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Framhaldsskólar Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Sjá meira