Elon Musk er eindreginn stuðningsmaður Donald Trump og tjáir sig mikið um kosningabaráttuna gegn Harris.
Swift lýsti yfir stuðningi við Harris á samfélagsmiðlum, skömmu eftir að kappræðum Harris og Donald Trump, frambjóðanda Repúblikana, lauk í nótt.
Swift skrifaði undir stuðningsyfirlýsinguna, „Barnlausa kattakonan“, þar sem hún vísaði í orð JD Vance, varaforsetaefnis Trump, frá árinu 2021 um að pólitískir andstæðingar hans, þeirra á meðal Harris, væru upp til hópa „barnlausar kattarkonur“ sem væru óánægðar með líf sitt. Með færslunni fylgdi mynd af Swift þar sem hún heldur á ketti sínum.
Eftir að Swift hafði gefið út yfirlýsinguna skrifaði Musk fyrrnefnda færslu á X.
„Allt í góðu Taylor...þú vinnur...ég mun gefa þér barn og vernda ketti þína með lífi mínu,“ skrifaði Musk en ekki liggur fyrir hvort hann eigi við að gefa henni eitt af tólf börnum hans eða barna hana.
Fine Taylor … you win … I will give you a child and guard your cats with my life
— Elon Musk (@elonmusk) September 11, 2024
Færslan fór vægast sagt illa í marga netverja og sér í lagi aðdáendur Swift.
„Þú ert óhugnanlegur og skrýtinn,“ skrifaði einn X-verji. „Þú ert svo skrýtinn,“ skrifaði annar. „Taylor vill nákvæmlega ekkert með þig hafa“.
You are creepy and weird.
— CB— (@ConservBlue2020) September 11, 2024