„Þetta er ákall frá ungmennunum sjálfum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. september 2024 21:59 Valgeir Þór Jakobsson, formaður Samfés. aðsend Formaður Samfés vonar að tilveruréttur félagsmiðstöðva og ungmennahúsa verði festur í sessi í framhaldi af boðuðum aðgerðum stjórnvalda vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum. Hann segir ungt fólk sjálft kalla eftir því að hafa meiri og betri aðgang að félagsmiðstöðvum, starfsemi sem hafi sannað forvarnargildi sitt. Fram kom í fréttum í dag að þúsundir barna eru á biðlista eftir ýmis konar úrræðum á borð við greiningar og geðheilbrigðisþjónustu. Biðtími getur numið allt að þremur árum. Þá hafa stjórnvöld hákveðið að auka fjármagn og fjölga aðgerðum vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum. Fjórtán aðgerðir voru kynntar fyrr í sumar og hefur þeim nú verið fjölgað í 25, í framhaldi af ákalli eftir auknum aðgerðum í kjölfar alvarlegrar hnífstunguárásar á menningarnótt. Um helmingur aðgerða sem bætt hefur verið við varða heilbrigðisþjónustu við börn með einum eða öðrum hætti. Þá snúa boðaðar aðgerðir meðal annars einnig að því að efla ungmennastarf en árlegur starfsdagur Samfés, samtaka félagsmiðstöðva, var í dag þegar saman kom starfsfólk félagsmiðstöðva hvaðanæva að af landinu. Í ár er ofbeldi meðal ungmenna og forvarnargildi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa ofarlega á baugi að sögn Valgeirs Þórs Jakobssonar, formanns Samfés. „Við höfum áhyggjur og það er frábært forvarnastarf sem er komið í gang. Við viljum leggja mesta áherslu á það sem vel er gert, það er verið að reyna að grípa boltann héðan og þaðan, en það hefur bara ekki verið nóg hingað til. Það þarf það sem er í gangi núna, samfélagslegt átak, þverfaglegt,“ segir Valgeir. Hann fagnar boðuðum aðgerðum en hann segir mikið forvarnargildi felast í starfsemi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa. „Þetta er ákall frá ungmennunum sjálfum, þau vilja meiri opnanir í félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum og að það sé tryggt. Ekki að það sé sveiflukennt,“ segir Valgeir. Hann segir mikilvægt að eiga í stöðugu samtali, og því sé vettvangur á borð við daginn í dag afar mikilvægur, þar sem starfsfólk félagsmiðstöðva um allt land kemur saman og deilir reynslu sinni og ræðir málin. „Forvarnir eru fjárfesting til langtíma og það að skerða forvarnarstarf það hjálpar engu samfélagi,“ segir Valgeir. „Það hefur til dæmis verið erfitt fyrir marga í okkar starfi að geta ekki gefið börnunum og ungmennunum þá hjálp sem þau þurfa bara vegna biðlista bara vegna biðlista eða ekki nógu alvarlegra mála og annað.“ Ofbeldi gegn börnum Vopnaburður barna og ungmenna Börn og uppeldi Félagasamtök Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Fram kom í fréttum í dag að þúsundir barna eru á biðlista eftir ýmis konar úrræðum á borð við greiningar og geðheilbrigðisþjónustu. Biðtími getur numið allt að þremur árum. Þá hafa stjórnvöld hákveðið að auka fjármagn og fjölga aðgerðum vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum. Fjórtán aðgerðir voru kynntar fyrr í sumar og hefur þeim nú verið fjölgað í 25, í framhaldi af ákalli eftir auknum aðgerðum í kjölfar alvarlegrar hnífstunguárásar á menningarnótt. Um helmingur aðgerða sem bætt hefur verið við varða heilbrigðisþjónustu við börn með einum eða öðrum hætti. Þá snúa boðaðar aðgerðir meðal annars einnig að því að efla ungmennastarf en árlegur starfsdagur Samfés, samtaka félagsmiðstöðva, var í dag þegar saman kom starfsfólk félagsmiðstöðva hvaðanæva að af landinu. Í ár er ofbeldi meðal ungmenna og forvarnargildi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa ofarlega á baugi að sögn Valgeirs Þórs Jakobssonar, formanns Samfés. „Við höfum áhyggjur og það er frábært forvarnastarf sem er komið í gang. Við viljum leggja mesta áherslu á það sem vel er gert, það er verið að reyna að grípa boltann héðan og þaðan, en það hefur bara ekki verið nóg hingað til. Það þarf það sem er í gangi núna, samfélagslegt átak, þverfaglegt,“ segir Valgeir. Hann fagnar boðuðum aðgerðum en hann segir mikið forvarnargildi felast í starfsemi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa. „Þetta er ákall frá ungmennunum sjálfum, þau vilja meiri opnanir í félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum og að það sé tryggt. Ekki að það sé sveiflukennt,“ segir Valgeir. Hann segir mikilvægt að eiga í stöðugu samtali, og því sé vettvangur á borð við daginn í dag afar mikilvægur, þar sem starfsfólk félagsmiðstöðva um allt land kemur saman og deilir reynslu sinni og ræðir málin. „Forvarnir eru fjárfesting til langtíma og það að skerða forvarnarstarf það hjálpar engu samfélagi,“ segir Valgeir. „Það hefur til dæmis verið erfitt fyrir marga í okkar starfi að geta ekki gefið börnunum og ungmennunum þá hjálp sem þau þurfa bara vegna biðlista bara vegna biðlista eða ekki nógu alvarlegra mála og annað.“
Ofbeldi gegn börnum Vopnaburður barna og ungmenna Börn og uppeldi Félagasamtök Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira