Myndatökumaður segir Emiliano Martínez hafa ráðist á sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2024 11:01 Emiliano Martinez hefur verið mjög sigursæll með argentínska landsliðinu undanfarin ár. Getty/Daniel Jayo Argentínski landsliðsmarkvörðurinn Emiliano Martínez kom sér í vandræði eftir tapið á móti Kólumbíu í undankeppni HM. Myndatökumaðurinn Jhonny Jackson segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við markvörðinn eftir lokaflautið. Hann sagði kólumbískum fjölmiðlum frá því sem gerðist. Jackson kom upp að Emiliano Martínez þegar argentínski markvörðurinn var að þakka öðrum leikmanni fyrir leikinn. Myndefnið sem hann náði sýnir markvörðinn, sem er kallaðir Dibu, slá í myndavélina sem fellur í framhaldinu í jörðina. „Hann bara sló mig upp úr þurru,“ sagði Jackson við blaðamann RCN Deportes. ESPN segir frá. „Ég varð reiður, mjög reiður. Ég var í vinnunni alveg eins og hann. Hann var að spila og ég var að taka upp með myndavélinni minni,“ sagði Jackson. Myndatökumaðurinn sendi markverði Aston Villa síðan skilaboð. „Sæll Dibu, vinur minn, hvernig hefur þú það? Ég er Jhonny Jackson, myndatökumaðurinn sem þú réðst á eftir leikinn á móti Kólumbíu. Ég vildi bara segja þér að það er allt í lagi með mig. Allir hafa kynnst því að tapa leik. Þetta tap skipti þig greinilega miklu máli en horfðu fram á veginn, Dibu,“ sagði Jackson. Jackson vinnur fyrir fyrirtæki sem tekur upp efni fyrir sjónvarpsstöðvarnar Caracol Televisión og RCN Deportes. Það er ákall eftir því frá Samtökum íþróttafréttamanna í Kólumbíu að FIFA taki á þessu máli og refsi Emiliano Martínez fyrir hegðun sína. Emiliano Martinez var mjög fúll eftir tap Argentínu á móti Kólumbíu í undankeppni HM í vikunni.Getty/Andres Rot HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira
Myndatökumaðurinn Jhonny Jackson segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við markvörðinn eftir lokaflautið. Hann sagði kólumbískum fjölmiðlum frá því sem gerðist. Jackson kom upp að Emiliano Martínez þegar argentínski markvörðurinn var að þakka öðrum leikmanni fyrir leikinn. Myndefnið sem hann náði sýnir markvörðinn, sem er kallaðir Dibu, slá í myndavélina sem fellur í framhaldinu í jörðina. „Hann bara sló mig upp úr þurru,“ sagði Jackson við blaðamann RCN Deportes. ESPN segir frá. „Ég varð reiður, mjög reiður. Ég var í vinnunni alveg eins og hann. Hann var að spila og ég var að taka upp með myndavélinni minni,“ sagði Jackson. Myndatökumaðurinn sendi markverði Aston Villa síðan skilaboð. „Sæll Dibu, vinur minn, hvernig hefur þú það? Ég er Jhonny Jackson, myndatökumaðurinn sem þú réðst á eftir leikinn á móti Kólumbíu. Ég vildi bara segja þér að það er allt í lagi með mig. Allir hafa kynnst því að tapa leik. Þetta tap skipti þig greinilega miklu máli en horfðu fram á veginn, Dibu,“ sagði Jackson. Jackson vinnur fyrir fyrirtæki sem tekur upp efni fyrir sjónvarpsstöðvarnar Caracol Televisión og RCN Deportes. Það er ákall eftir því frá Samtökum íþróttafréttamanna í Kólumbíu að FIFA taki á þessu máli og refsi Emiliano Martínez fyrir hegðun sína. Emiliano Martinez var mjög fúll eftir tap Argentínu á móti Kólumbíu í undankeppni HM í vikunni.Getty/Andres Rot
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira