Ronaldo gagnrýnir Ten Hag: Man Utd þarf að endurbyggja allt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2024 09:00 Cristiano Ronaldo þegar hann lék undir stjórn Erik ten Hag hjá Manchester United. Getty/ Ian Hodgson Cristiano Ronaldo þekkir það vel að spila fyrir Manchester United þegar félagið var meðal þeirra bestu í Evrópu en líka það að spila undir stjórn Hollendingsins Erik ten Hag. Hann gagnrýnir gamla stjórann sinn og gamla félagið sitt í nýjum hlaðvarpsþætti. United endaði í áttunda sæti á síðasta tímabili og hefur tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum á þessu tímabili. Pressan er því að aukast á knattspyrnustjóranum Erik ten Hag. Ekki í boði að segja þetta „Knattspyrnustjórinn lýsir því yfir að þeir geti ekki keppt um Englandsmeistaratitilinn eða unnið Meistaradeildina,“ sagði Cristiano Ronaldo hneykslaður í hlaðvarpsþætti Rio Ferdinand. BBC segir frá. „Þegar þú ert stjóri Manchester United þá er það ekki í boði að segja að þú getir ekki keppt um Englandsmeistaratitilinn eða unnið Meistaradeildina. Þú verður að reyna að vinna,“ sagði Ronaldo. Erik ten Hag var stundum með Cristiano Ronaldo á bekknum hjá Manchester United og losaði sig síðan við Portúgalann.Getty/James Gill „Ég óska Manchester [United] þess sem ég óska sjálfum mér sem er að vera eins góðir og þeir geta orðið. Ég elska þetta félag og ég er ekki sá gæi sem gleymir fortíðinni,“ sagði Ronaldo. Enn eitt af bestu félögum heims „Að mínu mati þá þurfa þeir að endurbyggja allt. Félagið þarf líka tíma í þessa enduruppbyggingu af því að þetta er enn eitt af bestu félögum í heimi. Þeir verða samt að breyta þessum hlutum og þeir gera sér líka grein fyrir því sjálfir,“ sagði Ronaldo. Hann er ánægður með að sjá United taka æfingasvæðið sitt í gegn því það sýnir að þeir séu byrjaðir að huga að nauðsynlegum breytingum. Ronaldo fagnar því líka að fá Ruud van Nistelrooy inn í teymi Ten Hag og vill að hollenski stjórinn hlusti á landa sinn. „Ef Ten Hag hlustar á Ruud þá getur hann kannski hjálpað sjálfum sér. Ruud þekkir félagið vel og félagið á að hlusta á menn sem voru þarna,“ sagði Ronaldo. Hlusta á þá sem voru í klefanum „Þú [Rio Ferndinand] eða Roy Keane eða Paul Scholes eða Gary Neville eða Sir Alex Ferguson. Þú getur ekki endurbyggt félagið án þekkingar og þarna er miklu meiri þekking en hjá þeim á skrifstofunni,“ sagði Ronaldo. „Fólkið sem skilur fótbolta er fólkið sem var í búningsklefanum. Þeir vita hvernig er best að eiga við leikmenn. Ég held því að Ruud eigi eftir að hjálpa því hann var innanhúss hjá félaginu. Hann þekkir félagið og þekkir stuðningsmennina. Ef stjórinn hlustar á hann þá geta þeir gert liðið betra,“ sagði Ronaldo. "United need to rebuild everything" 👀Ronaldo questions Erik ten Hag's mentality as Manchester United manager 🧠 pic.twitter.com/zONol6EGl9— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 12, 2024 Enski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Sjá meira
United endaði í áttunda sæti á síðasta tímabili og hefur tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum á þessu tímabili. Pressan er því að aukast á knattspyrnustjóranum Erik ten Hag. Ekki í boði að segja þetta „Knattspyrnustjórinn lýsir því yfir að þeir geti ekki keppt um Englandsmeistaratitilinn eða unnið Meistaradeildina,“ sagði Cristiano Ronaldo hneykslaður í hlaðvarpsþætti Rio Ferdinand. BBC segir frá. „Þegar þú ert stjóri Manchester United þá er það ekki í boði að segja að þú getir ekki keppt um Englandsmeistaratitilinn eða unnið Meistaradeildina. Þú verður að reyna að vinna,“ sagði Ronaldo. Erik ten Hag var stundum með Cristiano Ronaldo á bekknum hjá Manchester United og losaði sig síðan við Portúgalann.Getty/James Gill „Ég óska Manchester [United] þess sem ég óska sjálfum mér sem er að vera eins góðir og þeir geta orðið. Ég elska þetta félag og ég er ekki sá gæi sem gleymir fortíðinni,“ sagði Ronaldo. Enn eitt af bestu félögum heims „Að mínu mati þá þurfa þeir að endurbyggja allt. Félagið þarf líka tíma í þessa enduruppbyggingu af því að þetta er enn eitt af bestu félögum í heimi. Þeir verða samt að breyta þessum hlutum og þeir gera sér líka grein fyrir því sjálfir,“ sagði Ronaldo. Hann er ánægður með að sjá United taka æfingasvæðið sitt í gegn því það sýnir að þeir séu byrjaðir að huga að nauðsynlegum breytingum. Ronaldo fagnar því líka að fá Ruud van Nistelrooy inn í teymi Ten Hag og vill að hollenski stjórinn hlusti á landa sinn. „Ef Ten Hag hlustar á Ruud þá getur hann kannski hjálpað sjálfum sér. Ruud þekkir félagið vel og félagið á að hlusta á menn sem voru þarna,“ sagði Ronaldo. Hlusta á þá sem voru í klefanum „Þú [Rio Ferndinand] eða Roy Keane eða Paul Scholes eða Gary Neville eða Sir Alex Ferguson. Þú getur ekki endurbyggt félagið án þekkingar og þarna er miklu meiri þekking en hjá þeim á skrifstofunni,“ sagði Ronaldo. „Fólkið sem skilur fótbolta er fólkið sem var í búningsklefanum. Þeir vita hvernig er best að eiga við leikmenn. Ég held því að Ruud eigi eftir að hjálpa því hann var innanhúss hjá félaginu. Hann þekkir félagið og þekkir stuðningsmennina. Ef stjórinn hlustar á hann þá geta þeir gert liðið betra,“ sagði Ronaldo. "United need to rebuild everything" 👀Ronaldo questions Erik ten Hag's mentality as Manchester United manager 🧠 pic.twitter.com/zONol6EGl9— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 12, 2024
Enski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Sjá meira