Grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins Róbert Spanó skrifar 12. september 2024 11:03 Mál vararíkissaksóknara hefur mikið verið til umræðu að undanförnu. Í framhaldi af beiðni ríkissaksóknara til dómsmálaráðherra um að honum yrði veitt lausn um stundarsakir hefur ráðherra tekið þá ákvörðun hafna beiðninni. Samt hefur ráðherra í meginatriðum fallist á allar efnislegar röksemdir ríkissaksóknara. Í ákvörðun hennar er skýrt kveðið að orði og sagt að „ummæli vararíkissaksóknara hafi ekki aðeins verið óviðeigandi og í ósamræmi við stöðu hans sem embættismanns, heldur hafi þau einnig verið til þess fallin að draga úr og grafa undan trúverðugleika embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins í heild”. Hvað sem þessu líður féllst ráðherra ekki á beiðni ríkissaksóknara með þeim rökum að „tjáning vararíkissaksóknara [hafi verið] sett fram við sérstakar aðstæður, það er í umræðu um aðila sem hótaði vararíkissaksóknara og fjölskyldu hans ofbeldi og hafði af þeirri ástæðu hlotið dóm. Sú staða [hafi haft] áhrif á mat á svigrúmi vararíkissaksóknara til tjáningar í þessu samhengi”. Þá vísar ráðherra og til meðalhófsreglu í þessu samhengi. Þessi röksemdarfærsla ráðherra fær ekki lagalega staðist. Mál þetta snýr ekki að persónu vararíkissaksóknara heldur sjálfstæði og hlutleysi ákæruvaldsins í landinu. Fáum ef nokkrum stjórnvöldum er fengið jafn mikið vald og ákærendum. Ákvörðun um saksókn er ríkt inngrip í líf fólks. Eru því gerðar miklar lagakröfur til óhlutdrægni ákærenda og almenns hæfis þeirra, ekki síst æðstu embættismanna, ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara. Um þá gilda að jafnaði sömu kröfur og gerðar eru til dómara og tjáningarfrelsi þeirra settar ríkari skorður en almennt eiga við um opinbera starfsmenn. Af ákvörðun dómsmálaráðherra má ráða að hún er þeirrar skoðunar að vararíkissóknari hafi með ummælum sínum dregið úr og grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins í landinu. Verður þessi afstaða vart skilin með öðrum hætti en svo að vararíkissaksóknari hafi með ummælum sínum „sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem dómarar verða almennt að njóta”, en það er almennt hæfisskilyrði samkvæmt lögum um dómstóla sem vararíkissaksóknari þarf að uppfylla. Erfitt er að álykta á annan veg en að í þessum orðum felist í raun afstaða um að vararíkissaksóknari fullnægi ekki lengur almennum hæfisskilyrðum til að sinna starfanum. Af þeirri ástæðu bar ráðherra að leysa vararíkisaksóknara úr embætti um stundarsakir eins og ákvæði starfsmannalaga gera ráð fyrir. Með því hefði ráðherra, sem bar að taka þessa ákvörðun sem stjórnvaldshafa, en ekki stjórnmálamanni, réttilega staðið vörð um þá ríku almannahagsmuni sem liggja til grundvallar sjálfstæðu og trúverðugu ákæruvaldi í landinu. Sú röksemd að meta verði tjáningu vararíkisaksóknara í ljósi sérstakra aðstæða og gæta verði meðalhófs sökum þess að hann hafi sætt líflátshótunum er ekki lagalega tæk. Hún getur ekki leitt til þeirrar niðurstöðu að hafna beiðni ríkissaksóknara. Þeir sem fara með opinbert vald, og þá sérstaklega embættismenn og aðrir starfsmenn í refsivörslukerfinu, sæta iðulega slíkum hótunum, eins og forstjóri fangelsismálastofnunar hefur nýlega bent á. Slíkar aðstæður geta því með engu móti talist „sérstakar“ eða réttlætt að æðstu handhafar ákæruvalds tjái sig með þeim hætti sem ráðherra sjálfur skilgreinir sem „óviðeigandi og í ósamræmi við stöðu [vararíkissaksóknara] sem embættismanns“. Þeir sem velja það að taka að sér opinbert starf í réttarvörslukerfinu, einkum dómarar og handhafar ákæruvalds, samþykkja með því þær byrðar sem fylgja slíkum störfum í þágu hlutleysis og trausts á þeim mikilvægu störfum sem þeim hefur verið falið í þágu almannahagsmuna. Tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu veita því ríkulegar heimildir til að þrengja að tjáningarfrelsi dómara og handhafa ákæruvalds. Það leiðir skýrt af dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu. Ekki leikur vafi á því að núverandi ríkissaksóknari og aðrir ákærendur muni gera sitt besta til að endurheimta traust og að öðru leyti vinna úr þeirri erfiðu stöðu sem upp er komin. Niðurstaða dómsmálaráðherra er engu að síður áfall fyrir ákæruvaldið í landinu og þar með almenning allan sem á það treystir. Höfundur er lögmaður, lagaprófessor og fyrrum forseti Mannréttindadómstóls Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Róbert Spanó Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Mál vararíkissaksóknara hefur mikið verið til umræðu að undanförnu. Í framhaldi af beiðni ríkissaksóknara til dómsmálaráðherra um að honum yrði veitt lausn um stundarsakir hefur ráðherra tekið þá ákvörðun hafna beiðninni. Samt hefur ráðherra í meginatriðum fallist á allar efnislegar röksemdir ríkissaksóknara. Í ákvörðun hennar er skýrt kveðið að orði og sagt að „ummæli vararíkissaksóknara hafi ekki aðeins verið óviðeigandi og í ósamræmi við stöðu hans sem embættismanns, heldur hafi þau einnig verið til þess fallin að draga úr og grafa undan trúverðugleika embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins í heild”. Hvað sem þessu líður féllst ráðherra ekki á beiðni ríkissaksóknara með þeim rökum að „tjáning vararíkissaksóknara [hafi verið] sett fram við sérstakar aðstæður, það er í umræðu um aðila sem hótaði vararíkissaksóknara og fjölskyldu hans ofbeldi og hafði af þeirri ástæðu hlotið dóm. Sú staða [hafi haft] áhrif á mat á svigrúmi vararíkissaksóknara til tjáningar í þessu samhengi”. Þá vísar ráðherra og til meðalhófsreglu í þessu samhengi. Þessi röksemdarfærsla ráðherra fær ekki lagalega staðist. Mál þetta snýr ekki að persónu vararíkissaksóknara heldur sjálfstæði og hlutleysi ákæruvaldsins í landinu. Fáum ef nokkrum stjórnvöldum er fengið jafn mikið vald og ákærendum. Ákvörðun um saksókn er ríkt inngrip í líf fólks. Eru því gerðar miklar lagakröfur til óhlutdrægni ákærenda og almenns hæfis þeirra, ekki síst æðstu embættismanna, ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara. Um þá gilda að jafnaði sömu kröfur og gerðar eru til dómara og tjáningarfrelsi þeirra settar ríkari skorður en almennt eiga við um opinbera starfsmenn. Af ákvörðun dómsmálaráðherra má ráða að hún er þeirrar skoðunar að vararíkissóknari hafi með ummælum sínum dregið úr og grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins í landinu. Verður þessi afstaða vart skilin með öðrum hætti en svo að vararíkissaksóknari hafi með ummælum sínum „sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem dómarar verða almennt að njóta”, en það er almennt hæfisskilyrði samkvæmt lögum um dómstóla sem vararíkissaksóknari þarf að uppfylla. Erfitt er að álykta á annan veg en að í þessum orðum felist í raun afstaða um að vararíkissaksóknari fullnægi ekki lengur almennum hæfisskilyrðum til að sinna starfanum. Af þeirri ástæðu bar ráðherra að leysa vararíkisaksóknara úr embætti um stundarsakir eins og ákvæði starfsmannalaga gera ráð fyrir. Með því hefði ráðherra, sem bar að taka þessa ákvörðun sem stjórnvaldshafa, en ekki stjórnmálamanni, réttilega staðið vörð um þá ríku almannahagsmuni sem liggja til grundvallar sjálfstæðu og trúverðugu ákæruvaldi í landinu. Sú röksemd að meta verði tjáningu vararíkisaksóknara í ljósi sérstakra aðstæða og gæta verði meðalhófs sökum þess að hann hafi sætt líflátshótunum er ekki lagalega tæk. Hún getur ekki leitt til þeirrar niðurstöðu að hafna beiðni ríkissaksóknara. Þeir sem fara með opinbert vald, og þá sérstaklega embættismenn og aðrir starfsmenn í refsivörslukerfinu, sæta iðulega slíkum hótunum, eins og forstjóri fangelsismálastofnunar hefur nýlega bent á. Slíkar aðstæður geta því með engu móti talist „sérstakar“ eða réttlætt að æðstu handhafar ákæruvalds tjái sig með þeim hætti sem ráðherra sjálfur skilgreinir sem „óviðeigandi og í ósamræmi við stöðu [vararíkissaksóknara] sem embættismanns“. Þeir sem velja það að taka að sér opinbert starf í réttarvörslukerfinu, einkum dómarar og handhafar ákæruvalds, samþykkja með því þær byrðar sem fylgja slíkum störfum í þágu hlutleysis og trausts á þeim mikilvægu störfum sem þeim hefur verið falið í þágu almannahagsmuna. Tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu veita því ríkulegar heimildir til að þrengja að tjáningarfrelsi dómara og handhafa ákæruvalds. Það leiðir skýrt af dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu. Ekki leikur vafi á því að núverandi ríkissaksóknari og aðrir ákærendur muni gera sitt besta til að endurheimta traust og að öðru leyti vinna úr þeirri erfiðu stöðu sem upp er komin. Niðurstaða dómsmálaráðherra er engu að síður áfall fyrir ákæruvaldið í landinu og þar með almenning allan sem á það treystir. Höfundur er lögmaður, lagaprófessor og fyrrum forseti Mannréttindadómstóls Evrópu.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun