Fleiri fresta læknisferðum vegna langra biðlista Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. september 2024 12:02 Biðlistar lengjast og fólk frestar læknisferðum. Vísir/Vilhelm Fólki sem frestar læknisferðum vegna langra biðlista hefur fjölgað á síðustu mánuðum og sum heimili bera óhóflegan kostnað af heilbrigðisþjónustu. Þetta eru niðurstöður rannsóknar, sem kynntar eru að hluta á málþingi ASÍ um félagslegt heilbrigðiskerfi í dag. ASÍ, BSRB og ÖBÍ standa að málþingi um jafnrétti í heilbrigðisþjónustu. Málþingið hefst klukkan tvö og er í tilefni útgáfu bókarinnar Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu, sem er þýðing á riti Göran Dahlgren um málaflokkinn og hvernig reynslan hefur verið í Svíþjóð undanfarna áratugi. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands, hefur verið að rannsaka þróun þessara mála hér á landi. Hann segir að undanfarin ár hafi tekist að lækka hlutfallslega kostnað sjúklinga en hann skiptist misjafnlega milli einstakra hópa. „Sum heimili hafa óhóflega kostnaðarbirgði af heilbrigðisþjónustunni og okkur hefur ekki tekist að jafna þessa stöðu nógu vel milli heimila,“ segir Rúnar. „Mesta kostnaðarbirgði bera heimili ungs fólks, einhleypra og einstæðra foreldra og fólks með minni menntun en þó sérstaklega fólks með lægri tekjur, langveikra og öryrkja.“ Aukin frestun og lengri biðlistar Þá hafi okkur miðað af leið þegar kemur að aðgengi að heilbrigðisþjónustu. „Við sjáum til dæmis að því hefur heldur fjölgað fólki sem frestar að leita til læknis undanfarna mánuði. Meginástæðan, sérstaklega á Reykjavíkursvæðinu er löng bið eftir að fá tíma.“ Á sama tíma hafi rekstrarformi heilsugæslustöðvanna á höfuðborgarsvæðinu verið breytt, til dæmis hafi einkareknum stofum fjölgað. „Ein hugmyndin var sú að þetta myndi bæta nýliðun og auka aðgengi að þjónustunni en við sjáum ekki dæmi um að það hafi tekist. Það er heldur aukning í frestun og lengingu biðlista,“ segir Rúnar. „Niðurstaðana er raunverulega sú að hið opinbera þarf að koma með virkari hætti og skipulegar að bæði fjármögnun og rekstri heilbrigðisþjónustunnar til að tryggja okkar meginmarkmið í félagslegu heilbrigðiskerfi, sem er sem jafnast aðgengi allra að þeirri þjónustu sem þörf er á.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Sjá meira
ASÍ, BSRB og ÖBÍ standa að málþingi um jafnrétti í heilbrigðisþjónustu. Málþingið hefst klukkan tvö og er í tilefni útgáfu bókarinnar Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu, sem er þýðing á riti Göran Dahlgren um málaflokkinn og hvernig reynslan hefur verið í Svíþjóð undanfarna áratugi. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands, hefur verið að rannsaka þróun þessara mála hér á landi. Hann segir að undanfarin ár hafi tekist að lækka hlutfallslega kostnað sjúklinga en hann skiptist misjafnlega milli einstakra hópa. „Sum heimili hafa óhóflega kostnaðarbirgði af heilbrigðisþjónustunni og okkur hefur ekki tekist að jafna þessa stöðu nógu vel milli heimila,“ segir Rúnar. „Mesta kostnaðarbirgði bera heimili ungs fólks, einhleypra og einstæðra foreldra og fólks með minni menntun en þó sérstaklega fólks með lægri tekjur, langveikra og öryrkja.“ Aukin frestun og lengri biðlistar Þá hafi okkur miðað af leið þegar kemur að aðgengi að heilbrigðisþjónustu. „Við sjáum til dæmis að því hefur heldur fjölgað fólki sem frestar að leita til læknis undanfarna mánuði. Meginástæðan, sérstaklega á Reykjavíkursvæðinu er löng bið eftir að fá tíma.“ Á sama tíma hafi rekstrarformi heilsugæslustöðvanna á höfuðborgarsvæðinu verið breytt, til dæmis hafi einkareknum stofum fjölgað. „Ein hugmyndin var sú að þetta myndi bæta nýliðun og auka aðgengi að þjónustunni en við sjáum ekki dæmi um að það hafi tekist. Það er heldur aukning í frestun og lengingu biðlista,“ segir Rúnar. „Niðurstaðana er raunverulega sú að hið opinbera þarf að koma með virkari hætti og skipulegar að bæði fjármögnun og rekstri heilbrigðisþjónustunnar til að tryggja okkar meginmarkmið í félagslegu heilbrigðiskerfi, sem er sem jafnast aðgengi allra að þeirri þjónustu sem þörf er á.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Sjá meira