Frumsýning á Vísi: Landsliðsmaður gefur út lag með pabba sínum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. september 2024 09:01 Logi Tómasson betur þekktur sem Luigi er eitt hæfileikabúnt og það sama á við um föður hans. Vísir/Arnar Knattspyrnu- og tónlistarmaðurinn Logi Tómasson, sem gengur undir listamannsnafninu Luigi á afmæli í dag og hefur sent frá sér nýtt lag og myndband þar sem höfundur smellsins Skína sýnir á sér glænýja hlið. Um er að ræða fallega ballöðu sem ber heitið Vinir en lagið samdi Logi með föður sínum Tómasi Hermannssyni. Logi Tómasson eða Luigi hefur staðið í stórræðum upp á síðkastið þar sem hann fótar sig sem atvinnumaður í knattspyrnu með Stromsgodset í Noregi. Hann er nýkominn aftur á þær slóðir eftir að hafa leikið með íslenska landsliðinu í nýafstöðnum landsliðsglugga og tók meðal annars þátt í sigri liðsins á Svartfjallalandi á Laugardalsvelli. Loga hefur gengið afspyrnuvel með liði sínu í Drammen og er þar fastur fyrir í byrjunarliðinu. Logi hefur í hina röndina gælt við tónlistargyðjuna og þegar skapað sé orðstír í tónlistinni en hann er einn höfunda lagsins Skína sem vann til íslensku tónlistarverðlaunanna sem popplag ársins í fyrra. Logi gefur nú átt glænýtt lag á afmælisdegi sínum og má segja að þar sé hann að hoppa duglega úr sínum þægindahring. Lagið er falleg ballaða um vináttu og kærleika og á bakvið lagið er skemmtileg saga. Byggt á tilfinningaþrungnu jólakorti Logi sendi pabba sínum tilfinnaþrungið, fallegt og heiðarlegt jólakort en pabbi hans, Tómas Hermannsson, hefur samið gnótt af tónlist í gegnum tíðina. Þegar Tómas las kortið yfir þá skynjaði hann strax melódíu í textanum og úr varð að þeir feðgar sameinuðust í Drammen, fjárfestu í forláta kassagítar og sömdu lagið saman. Úr varð lagið Vinir. Ég er svo þakklátur að geta kallað þig besta vin minn. Daglega símtalið okkar er það sem ég hlakka til á hverjum degi. Oftast læturðu mig heyra það en svo lyftirðu mér upp. Ég væri ekki á þessum stað ef það væri ekki fyrir þig. Allir pasta dagarnir og líka dagarnir sem ég efast um mig, þá ertu alltaf með réttu orðin sem halda mér gangandi. 2024 verður okkar ár og ég ætla að vinna í hlutunum sem við tölum um á hverjum degi. Pældu í því að eiga fjögur geggjuð börn! Mottóið okkar út lífið: Þakklæti. - þinn Logi Feðgarnir fengu Harald V. Sveinbjörnsson til að vinna lagið með þeim en þar bregður einnig fyrir þeim Finni Beck sem leikur á bassa, Hannesi Friðbjarnarsyni sem spilar á trommur og Matthíasi Stefánssyni sem strauk fiðlurnar. Öll önnur hljóðfæri spilar Haraldur á. Þegar lagið var tilbúið var komið að því að klára sönginn og heimsóttu þá feðgarnir hljóðver í Drammen í Noregi. Á endanum, þrátt fyrir að vera góðir vinir, þá senda þeir feðgar frá sér þrjár útgáfur af laginu, aðallega vegna tónlistarlegs ágreinings. En það er bara af því að vináttan getur verið alls konar. Endurhljóðblöndun lagsins var í höndum Bjarka Ómarssonar (Bomarz). Tónlist Tengdar fréttir Logi genginn í raðir Strømsgodset Knattspyrnumaðurinn Logi Tómasson er genginn í raðir Strømsgodset frá uppeldisfélagi sínu Víkingi. 22. ágúst 2023 21:30 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Logi Tómasson eða Luigi hefur staðið í stórræðum upp á síðkastið þar sem hann fótar sig sem atvinnumaður í knattspyrnu með Stromsgodset í Noregi. Hann er nýkominn aftur á þær slóðir eftir að hafa leikið með íslenska landsliðinu í nýafstöðnum landsliðsglugga og tók meðal annars þátt í sigri liðsins á Svartfjallalandi á Laugardalsvelli. Loga hefur gengið afspyrnuvel með liði sínu í Drammen og er þar fastur fyrir í byrjunarliðinu. Logi hefur í hina röndina gælt við tónlistargyðjuna og þegar skapað sé orðstír í tónlistinni en hann er einn höfunda lagsins Skína sem vann til íslensku tónlistarverðlaunanna sem popplag ársins í fyrra. Logi gefur nú átt glænýtt lag á afmælisdegi sínum og má segja að þar sé hann að hoppa duglega úr sínum þægindahring. Lagið er falleg ballaða um vináttu og kærleika og á bakvið lagið er skemmtileg saga. Byggt á tilfinningaþrungnu jólakorti Logi sendi pabba sínum tilfinnaþrungið, fallegt og heiðarlegt jólakort en pabbi hans, Tómas Hermannsson, hefur samið gnótt af tónlist í gegnum tíðina. Þegar Tómas las kortið yfir þá skynjaði hann strax melódíu í textanum og úr varð að þeir feðgar sameinuðust í Drammen, fjárfestu í forláta kassagítar og sömdu lagið saman. Úr varð lagið Vinir. Ég er svo þakklátur að geta kallað þig besta vin minn. Daglega símtalið okkar er það sem ég hlakka til á hverjum degi. Oftast læturðu mig heyra það en svo lyftirðu mér upp. Ég væri ekki á þessum stað ef það væri ekki fyrir þig. Allir pasta dagarnir og líka dagarnir sem ég efast um mig, þá ertu alltaf með réttu orðin sem halda mér gangandi. 2024 verður okkar ár og ég ætla að vinna í hlutunum sem við tölum um á hverjum degi. Pældu í því að eiga fjögur geggjuð börn! Mottóið okkar út lífið: Þakklæti. - þinn Logi Feðgarnir fengu Harald V. Sveinbjörnsson til að vinna lagið með þeim en þar bregður einnig fyrir þeim Finni Beck sem leikur á bassa, Hannesi Friðbjarnarsyni sem spilar á trommur og Matthíasi Stefánssyni sem strauk fiðlurnar. Öll önnur hljóðfæri spilar Haraldur á. Þegar lagið var tilbúið var komið að því að klára sönginn og heimsóttu þá feðgarnir hljóðver í Drammen í Noregi. Á endanum, þrátt fyrir að vera góðir vinir, þá senda þeir feðgar frá sér þrjár útgáfur af laginu, aðallega vegna tónlistarlegs ágreinings. En það er bara af því að vináttan getur verið alls konar. Endurhljóðblöndun lagsins var í höndum Bjarka Ómarssonar (Bomarz).
Ég er svo þakklátur að geta kallað þig besta vin minn. Daglega símtalið okkar er það sem ég hlakka til á hverjum degi. Oftast læturðu mig heyra það en svo lyftirðu mér upp. Ég væri ekki á þessum stað ef það væri ekki fyrir þig. Allir pasta dagarnir og líka dagarnir sem ég efast um mig, þá ertu alltaf með réttu orðin sem halda mér gangandi. 2024 verður okkar ár og ég ætla að vinna í hlutunum sem við tölum um á hverjum degi. Pældu í því að eiga fjögur geggjuð börn! Mottóið okkar út lífið: Þakklæti. - þinn Logi
Tónlist Tengdar fréttir Logi genginn í raðir Strømsgodset Knattspyrnumaðurinn Logi Tómasson er genginn í raðir Strømsgodset frá uppeldisfélagi sínu Víkingi. 22. ágúst 2023 21:30 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Logi genginn í raðir Strømsgodset Knattspyrnumaðurinn Logi Tómasson er genginn í raðir Strømsgodset frá uppeldisfélagi sínu Víkingi. 22. ágúst 2023 21:30