Sannleikurinn um Evrópusambandið IV: Samfélagsleg, efnahagsleg og varnarleg samstaða Evrópu lífsnauðsyn! Ole Anton Bieltvedt skrifar 13. september 2024 08:01 Því miður verður ekki annað séð, en, að við, Íslending og Evrópubúar, reyndar jarðarbúar allir, séum að sigla inn í heim mikilla breytinga og ört vaxandi óvissu og óöryggis. Friðarhorfur næstu ár og áratugi eru ekki góðar. Blikur á lofti í Evrópu Friðurinn er það dýrmætasta, sem við, þjóðir jarðar, eigum. Með honum má byggja, breyta og bæta - taka á vandamálum og þróa lausnir - án hans spillist flest gott og uppbyggilegt; verður illmögulegt. Frá 1945 hafa einkum ESB, Evran og NATO tryggt frið í Evrópu, segja verður í Vestur Evrópu, eftir innrás Pútíns í Úkraínu. Menn kunna að undrast, að ég vilji líka þakka Evru friðinn, en hún er staðfesting og innsigli 20 ESB-þjóða og 6 annarra, 26 Evru-ríka, á samstöðu, samvinnu, bræðralagi og friði sín á milli. Evran er mikilvægt sameiningartákn. Pútín ógnar ekki bara friði í Austu-Evrópu, heldur í Evrópu allri, trúlega líka í Mið-Asíu, en markmið hans virðist vera, að endureisa Sovétríkin, ríkjasamband 290 milljóna manna, sem liðaðist í sundur og féll 1991, en íbúar Rússlands eru 145 milljónir. Ef Pútín verður ekki haminn, honum haldið niðri í Úkraínu, og/eða, ef til þess kemur, að Pútín beiti kjarnorkuvopnum í Úkraínu, er gífurleg hætta á útbreiðslu ófriðar - á víðtæku stríði - í Evrópu. Kúnst Vesturveldanna er, að styðja Úkraínu svo dyggilega og vel, að þeir geti endanlega stöðvað framrás Rússa, og, helzt, hrakið þá af höndum sér, sem mest til baka að alþjóðlega virtum og lögmætum landamærum, án þess að Pútín grípi til kjarnorkuvopna. Eflaust verða Úkraínumenn að gefa minnst Krímskaga eftir, kannske líka þann hluta Austur-Úkraínu, þar sem íbúar eru af rússnesku bergi brotnir og tala Rússnesku. Úkraínumenn geta ekki unnið þetta stríð, og, án þess, að Pútín geti haldið andlitinu, gagnvart rússnesku þjóðinni og umheiminum, verður þessu stríði ekki lokið með þeim hætti, að framtíðaröryggi Evrópu verði sæmilega tryggt. Ekki minni blikur í Asíu Kínverjar voru lengst af friðsamleg þjóð, sem hafði sig hernaðarlega lítt í frammi. Á síðustu öld og áratugum hefur þetta breytzt. Nú, sérstaklega með Xi. 1950/1951 innlimuðu þeir Tíbet, og nú má ekki mikið útaf bregða til að þeir ráðist á Taíwan, en Biden hefur lýst því yfir, að Bandaríkjamenn muni verja Taíwan. Hvað Harris eða Trump munu gera, er óvíst. Nýlega festu Bandaríkjamenn viðveru sína við Suður-Kínahaf í sessi og tryggðu aukinn hernaðarmátt sinn á Filippseyjum með 4 nýjum herstöðvum. Fyrir eru Bandaríkjamenn með sterka hernaðarlega viðveru við Austur-Kínahaf, í Suður-Kóreu og Japan. Þar á milli er Taíwan-sund og Taíwan. Það virðist mikil hætta á, að Xi rjúfi hér friðinn, vilji taka Taíwan, sem þeir telja að tilheyri Kína, svipað og Rússar töldu Krímskaga hluta Rússlands, og, að slík aðgerð ógni þá Filippseyjum, Suður-Kóreu og Japan, ekki bara bandalagsþjóðum Bandaríkjanna, heldur í raun verndarsvæði Bandaríkjanna. Til hliðar við þessa púðurtunnu stendur svo Norður-Kórea með sínar kjarnorkusprengjur og eldflaugar, sem verða sífellt langdrægari og ógna nú ekki aðeins öðrum Asíuríkjum, heldur líka Norðu-Ameríku. Því miður eru gífurlega líkur á, að upp úr sjóði á þessu svæði, innan áratugs eða tveggja, jafnvel miklu fyrr. Gæti meira að segja gerzt í ár, eða það næsta. Í öllu falli verða Bandaríkin í vaxandi mæli bundin af Asíuógninni, sem um leið þýðir, að þau hafa síminnkandi efnahagslegt og hernaðaralegt bolmagn til að verja og tryggja frið og öryggi í Evrópu. Enda heyrast þar raddir í vaxandi mæli, einkum innan raða Repúblikana, sem krefjast þess, að Evrópa verji sig sjálf. Það stafar stórfelld ógn af þríeykinu Pútín-Xi-Kim! Það eina, sem getur hamið þá, verður bezt lýst með 1. friðarreglu rómverska keisarans Hadrian (76-138 e.K.) „Friður með (hernaðar)styrk!“. ESB og Þýzkaland ásamt öðrum evrópskum NATO-ríkjum eru von okkar Órjúfandi samstaða og sjálfstæður og fullnægjandi efnahagslegur og hernaðarlegur máttur Evrópu hefur því gífurlegt gildi fyrir framtíðaröryggi og velferð Evrópu! Til lengri tíma, getum við, Evrópubúar, Íslendingar auðvitað meðtaldir, ekki á aðra treyst, en okkur sjálf, en, því miður, er hættan á nýjum eða vaxandi ófriði út frá Pútín feikimikil; ég óttast sterklega, að friður verði aftur rofinn í Evrópu á næstu árum, kannske áratugum, ef hann heldur völdum. Megin vonin og huggunin er í raun sú, að Þýzkaland, tæknivæddasta og efnahagslega öflugasta ríki ESB, er loks að endurhervæða sig með gífurlegri fjárfestingu í vörnum sínum og hernaðarmætti, sem verða um leið grunnvarnir Evrópu, en nokkrum dögum eftir árás Pútíns á Úkraínu, ákvað þýzka ríkisstjórnin að setja aukafjárframlag upp á 100 milljarða Evra, 15.000 milljarða króna, stjarnfræðilega fjárhæð, í -enduruppbyggingu og styrkingu síns hernaðarmáttar, sem hefur setið á hakanum eftir stríð. Öll önnur Evrópuríki, einkum Norðmenn, Danir, Svíar og Finnar, líka Eystrasaltslöndin, Pólland, Tékkland og Slóvakía, eru á svipaðan hátt að auka sín framlög til varnarmála. Evrópa þarf sennilega 5-10 ár til að tryggja framtíðarvarnir/öryggi sitt. Vonandi fær hún þau. Þetta er mín 4. grein í greinflokkinum „Sannleikurinn um Evrópusambandið“. Hinar 3 birtust hér 19. ágúst, 29. ágúst og 8. september. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Því miður verður ekki annað séð, en, að við, Íslending og Evrópubúar, reyndar jarðarbúar allir, séum að sigla inn í heim mikilla breytinga og ört vaxandi óvissu og óöryggis. Friðarhorfur næstu ár og áratugi eru ekki góðar. Blikur á lofti í Evrópu Friðurinn er það dýrmætasta, sem við, þjóðir jarðar, eigum. Með honum má byggja, breyta og bæta - taka á vandamálum og þróa lausnir - án hans spillist flest gott og uppbyggilegt; verður illmögulegt. Frá 1945 hafa einkum ESB, Evran og NATO tryggt frið í Evrópu, segja verður í Vestur Evrópu, eftir innrás Pútíns í Úkraínu. Menn kunna að undrast, að ég vilji líka þakka Evru friðinn, en hún er staðfesting og innsigli 20 ESB-þjóða og 6 annarra, 26 Evru-ríka, á samstöðu, samvinnu, bræðralagi og friði sín á milli. Evran er mikilvægt sameiningartákn. Pútín ógnar ekki bara friði í Austu-Evrópu, heldur í Evrópu allri, trúlega líka í Mið-Asíu, en markmið hans virðist vera, að endureisa Sovétríkin, ríkjasamband 290 milljóna manna, sem liðaðist í sundur og féll 1991, en íbúar Rússlands eru 145 milljónir. Ef Pútín verður ekki haminn, honum haldið niðri í Úkraínu, og/eða, ef til þess kemur, að Pútín beiti kjarnorkuvopnum í Úkraínu, er gífurleg hætta á útbreiðslu ófriðar - á víðtæku stríði - í Evrópu. Kúnst Vesturveldanna er, að styðja Úkraínu svo dyggilega og vel, að þeir geti endanlega stöðvað framrás Rússa, og, helzt, hrakið þá af höndum sér, sem mest til baka að alþjóðlega virtum og lögmætum landamærum, án þess að Pútín grípi til kjarnorkuvopna. Eflaust verða Úkraínumenn að gefa minnst Krímskaga eftir, kannske líka þann hluta Austur-Úkraínu, þar sem íbúar eru af rússnesku bergi brotnir og tala Rússnesku. Úkraínumenn geta ekki unnið þetta stríð, og, án þess, að Pútín geti haldið andlitinu, gagnvart rússnesku þjóðinni og umheiminum, verður þessu stríði ekki lokið með þeim hætti, að framtíðaröryggi Evrópu verði sæmilega tryggt. Ekki minni blikur í Asíu Kínverjar voru lengst af friðsamleg þjóð, sem hafði sig hernaðarlega lítt í frammi. Á síðustu öld og áratugum hefur þetta breytzt. Nú, sérstaklega með Xi. 1950/1951 innlimuðu þeir Tíbet, og nú má ekki mikið útaf bregða til að þeir ráðist á Taíwan, en Biden hefur lýst því yfir, að Bandaríkjamenn muni verja Taíwan. Hvað Harris eða Trump munu gera, er óvíst. Nýlega festu Bandaríkjamenn viðveru sína við Suður-Kínahaf í sessi og tryggðu aukinn hernaðarmátt sinn á Filippseyjum með 4 nýjum herstöðvum. Fyrir eru Bandaríkjamenn með sterka hernaðarlega viðveru við Austur-Kínahaf, í Suður-Kóreu og Japan. Þar á milli er Taíwan-sund og Taíwan. Það virðist mikil hætta á, að Xi rjúfi hér friðinn, vilji taka Taíwan, sem þeir telja að tilheyri Kína, svipað og Rússar töldu Krímskaga hluta Rússlands, og, að slík aðgerð ógni þá Filippseyjum, Suður-Kóreu og Japan, ekki bara bandalagsþjóðum Bandaríkjanna, heldur í raun verndarsvæði Bandaríkjanna. Til hliðar við þessa púðurtunnu stendur svo Norður-Kórea með sínar kjarnorkusprengjur og eldflaugar, sem verða sífellt langdrægari og ógna nú ekki aðeins öðrum Asíuríkjum, heldur líka Norðu-Ameríku. Því miður eru gífurlega líkur á, að upp úr sjóði á þessu svæði, innan áratugs eða tveggja, jafnvel miklu fyrr. Gæti meira að segja gerzt í ár, eða það næsta. Í öllu falli verða Bandaríkin í vaxandi mæli bundin af Asíuógninni, sem um leið þýðir, að þau hafa síminnkandi efnahagslegt og hernaðaralegt bolmagn til að verja og tryggja frið og öryggi í Evrópu. Enda heyrast þar raddir í vaxandi mæli, einkum innan raða Repúblikana, sem krefjast þess, að Evrópa verji sig sjálf. Það stafar stórfelld ógn af þríeykinu Pútín-Xi-Kim! Það eina, sem getur hamið þá, verður bezt lýst með 1. friðarreglu rómverska keisarans Hadrian (76-138 e.K.) „Friður með (hernaðar)styrk!“. ESB og Þýzkaland ásamt öðrum evrópskum NATO-ríkjum eru von okkar Órjúfandi samstaða og sjálfstæður og fullnægjandi efnahagslegur og hernaðarlegur máttur Evrópu hefur því gífurlegt gildi fyrir framtíðaröryggi og velferð Evrópu! Til lengri tíma, getum við, Evrópubúar, Íslendingar auðvitað meðtaldir, ekki á aðra treyst, en okkur sjálf, en, því miður, er hættan á nýjum eða vaxandi ófriði út frá Pútín feikimikil; ég óttast sterklega, að friður verði aftur rofinn í Evrópu á næstu árum, kannske áratugum, ef hann heldur völdum. Megin vonin og huggunin er í raun sú, að Þýzkaland, tæknivæddasta og efnahagslega öflugasta ríki ESB, er loks að endurhervæða sig með gífurlegri fjárfestingu í vörnum sínum og hernaðarmætti, sem verða um leið grunnvarnir Evrópu, en nokkrum dögum eftir árás Pútíns á Úkraínu, ákvað þýzka ríkisstjórnin að setja aukafjárframlag upp á 100 milljarða Evra, 15.000 milljarða króna, stjarnfræðilega fjárhæð, í -enduruppbyggingu og styrkingu síns hernaðarmáttar, sem hefur setið á hakanum eftir stríð. Öll önnur Evrópuríki, einkum Norðmenn, Danir, Svíar og Finnar, líka Eystrasaltslöndin, Pólland, Tékkland og Slóvakía, eru á svipaðan hátt að auka sín framlög til varnarmála. Evrópa þarf sennilega 5-10 ár til að tryggja framtíðarvarnir/öryggi sitt. Vonandi fær hún þau. Þetta er mín 4. grein í greinflokkinum „Sannleikurinn um Evrópusambandið“. Hinar 3 birtust hér 19. ágúst, 29. ágúst og 8. september. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun