Gjaldmiðlar Íslands Ingólfur Sverrisson skrifar 13. september 2024 09:01 Langtímasýn hefur löngum þótt óraunhæf í íslenskri stjórnmálaumræðu. Allt gengur út á að fjalla um málefni sem horfa til vinsælda á líðandi stundu því margir telja með öllu tilgangslaust að hugsa til lengri tíma vegna þess að það er svo langt þangað til! Þessi frumstæða afstaða opinberast skýrt þegar rætt er um hvort við eigum að fara að dæmi flestra þjóða í kringum okkur og taka upp fjölþjóða gjaldmiðil í stað þess minnsta í veröldinni. Það þýðir lítið að dómi margra íslenskra stjórnmálamanna enda tekur það allt of langan tíma og löng ferðalög í pólitík eru varasamur gjörningur, sérstaklega fyrsta skrefið! Það eitt og sér er beinlínis stórhættulegt og því er staðið í stað og hvergi farið – allt óbreytt, ekki einu sinni til umræðu. Haldi fram sem horfir má gera ráð fyrir að eftir tíu til tuttugu ár verði í þessu örlitla samfélagi enn brúkaðir þrír til fjórir gjaldmiðlar: Krónan, verðtryggða krónan, evra og dollar. Með sömu þróun og verið hefur undanfarin ár bendir flest til að 60 til 70 prósent þjóðarframleiðslunnar verði unnin af fyrirtækjum sem eru annaðhvort í evru- eða dollarahagkerfinu. Í dag er hlutur þeirra rösklega 40% og fer vaxandi. Hvað þýðir þetta? Fyrir utan að vera í mun betra starfsumhverfi stærri og öflugri gjaldmiðils verða þessi ágætu fyrirtæki ekki fyrir vaxtavendinum ógurlega sem er helsta refsitæki íslenskra stjórnvalda til að að halda niðri verðbólgu. Það tæki er þeirrar náttúru að virka einasta á þá einstaklinga og þau fyrirtæki sem eru skuldug og lokuð inni í krónuhagkerfinu en íslensk stjórnvöld láta eins og verðbólgan sé þeim einum að kenna. Þess skulu þau gjalda með ofurvöxtum. Þarna er annars vegar um að ræða minni og meðalstór fyrirtæki, fyrirtæki sem eru að vinna að nýsköpun, og hins vegar skuldugir einstaklingar, fyrst og fremst unga fólkið sem er svo fífldjarft að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið. Þessir hópar verða að axla alla ábyrgð á verðbólgunni, á meðan við hin skuldlausu sjáum vextina hækka í bankabókunum og fyrirtæki sem færa allt sitt í evrum eða dollurum eru á allt öðrum og betri lánskjörum en þau sem eru lokuð inni í íslenska krónu- og bankahagkerfinu. Gangi ofangreind spá eftir verður innan nokkurra ára búið að staðfesta kyrfilega að á Íslandi búa tvær þjóðir við gjörólík kjör. Baráttan við verðbólguna mun eingöngu bitna á þeim sem skulda og húka enn inni í krónuhagkerfinu og þess vegna verður hlutur þeirra í refsingunni enn stærri og sársaukafyllri eftir því sem árin líða. Ekki kæmi á óvart að þá verði talað af miklum fjálgleik um einelti gagnvart þessum hluta þjóðarinnar því fáránleikinn verður þá væntanlega endanlega orðinn öllum landsmönnum ljós. Tvær örþjóðir í sama landinu vegna þess að menn komu sér aldrei að því verki að gera það sama og allar Evrópuþjóðir hafa þá þegar gert að taka upp sameiginlegan traustan alþjóðlegan gjaldmiðil sem leiðir til eðlilegs efnahagsumhverfis fyrir einstaklinga og fyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni. Það sem vekur þó mesta furðu er að unga fólkið í dag skuli ekki rísa upp í öllum stjórnmálaflokkum þó ekki væri til annars en að ræða þessi málefni af alvöru. Þetta góða fólk virðist láta allt yfir sig ganga, þegjandi og hljóðalaust og borgar miklar hækkanir á lánum vegna íbúðarhúsnæðis af endalausri þrælslund og undirgefni. Áfram höldum við inn í framtíðina með marga gjaldmiðla og skiljum ekkert í, að með þeim skuli ekki vera hægt að tryggja stöðugt fjármálaumhverfi í þessu litla hagkerfi að ekki sé nú talað um jöfnuð og sanngirni. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður Samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Sverrisson Mest lesið Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Langtímasýn hefur löngum þótt óraunhæf í íslenskri stjórnmálaumræðu. Allt gengur út á að fjalla um málefni sem horfa til vinsælda á líðandi stundu því margir telja með öllu tilgangslaust að hugsa til lengri tíma vegna þess að það er svo langt þangað til! Þessi frumstæða afstaða opinberast skýrt þegar rætt er um hvort við eigum að fara að dæmi flestra þjóða í kringum okkur og taka upp fjölþjóða gjaldmiðil í stað þess minnsta í veröldinni. Það þýðir lítið að dómi margra íslenskra stjórnmálamanna enda tekur það allt of langan tíma og löng ferðalög í pólitík eru varasamur gjörningur, sérstaklega fyrsta skrefið! Það eitt og sér er beinlínis stórhættulegt og því er staðið í stað og hvergi farið – allt óbreytt, ekki einu sinni til umræðu. Haldi fram sem horfir má gera ráð fyrir að eftir tíu til tuttugu ár verði í þessu örlitla samfélagi enn brúkaðir þrír til fjórir gjaldmiðlar: Krónan, verðtryggða krónan, evra og dollar. Með sömu þróun og verið hefur undanfarin ár bendir flest til að 60 til 70 prósent þjóðarframleiðslunnar verði unnin af fyrirtækjum sem eru annaðhvort í evru- eða dollarahagkerfinu. Í dag er hlutur þeirra rösklega 40% og fer vaxandi. Hvað þýðir þetta? Fyrir utan að vera í mun betra starfsumhverfi stærri og öflugri gjaldmiðils verða þessi ágætu fyrirtæki ekki fyrir vaxtavendinum ógurlega sem er helsta refsitæki íslenskra stjórnvalda til að að halda niðri verðbólgu. Það tæki er þeirrar náttúru að virka einasta á þá einstaklinga og þau fyrirtæki sem eru skuldug og lokuð inni í krónuhagkerfinu en íslensk stjórnvöld láta eins og verðbólgan sé þeim einum að kenna. Þess skulu þau gjalda með ofurvöxtum. Þarna er annars vegar um að ræða minni og meðalstór fyrirtæki, fyrirtæki sem eru að vinna að nýsköpun, og hins vegar skuldugir einstaklingar, fyrst og fremst unga fólkið sem er svo fífldjarft að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið. Þessir hópar verða að axla alla ábyrgð á verðbólgunni, á meðan við hin skuldlausu sjáum vextina hækka í bankabókunum og fyrirtæki sem færa allt sitt í evrum eða dollurum eru á allt öðrum og betri lánskjörum en þau sem eru lokuð inni í íslenska krónu- og bankahagkerfinu. Gangi ofangreind spá eftir verður innan nokkurra ára búið að staðfesta kyrfilega að á Íslandi búa tvær þjóðir við gjörólík kjör. Baráttan við verðbólguna mun eingöngu bitna á þeim sem skulda og húka enn inni í krónuhagkerfinu og þess vegna verður hlutur þeirra í refsingunni enn stærri og sársaukafyllri eftir því sem árin líða. Ekki kæmi á óvart að þá verði talað af miklum fjálgleik um einelti gagnvart þessum hluta þjóðarinnar því fáránleikinn verður þá væntanlega endanlega orðinn öllum landsmönnum ljós. Tvær örþjóðir í sama landinu vegna þess að menn komu sér aldrei að því verki að gera það sama og allar Evrópuþjóðir hafa þá þegar gert að taka upp sameiginlegan traustan alþjóðlegan gjaldmiðil sem leiðir til eðlilegs efnahagsumhverfis fyrir einstaklinga og fyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni. Það sem vekur þó mesta furðu er að unga fólkið í dag skuli ekki rísa upp í öllum stjórnmálaflokkum þó ekki væri til annars en að ræða þessi málefni af alvöru. Þetta góða fólk virðist láta allt yfir sig ganga, þegjandi og hljóðalaust og borgar miklar hækkanir á lánum vegna íbúðarhúsnæðis af endalausri þrælslund og undirgefni. Áfram höldum við inn í framtíðina með marga gjaldmiðla og skiljum ekkert í, að með þeim skuli ekki vera hægt að tryggja stöðugt fjármálaumhverfi í þessu litla hagkerfi að ekki sé nú talað um jöfnuð og sanngirni. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður Samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun