Erlent

Þriðjungur í­búa á Spáni kominn með nóg af ferða­mönnum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Íbúar í Barcelona efndu til mótmæla vegna America´s Cup, meðal annars vegna aukins ferðamannastraums í tengslum við keppnina.
Íbúar í Barcelona efndu til mótmæla vegna America´s Cup, meðal annars vegna aukins ferðamannastraums í tengslum við keppnina. Getty/NurPhoto/Marc Asensio

Um 32 prósent íbúa á Spáni segja of marga ferðamenn á sínum heimaslóðum og hlutfallið er enn hærra í Katalóníu, þar sem 48 prósent íbúa segja þetta orðið of mikið af hinu góða.

Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar You-Gov, sem gerð var í kjölfar mótmæla og aðgerða gegn ofur-túrisma á Spáni og í Hollandi. Könnunin var gerð í Danmörk, Frakklandi, Þýskalandi, Ítaliu, Svíþjóð, Bretlandi og Spáni en andstaðan var mest í síðastnefnda landinu.

Þar sögðust 28 prósent hafa neikvæða mynd af erlendum ferðamönnum.

Andstaðan við frekari aukingu ferðamanna var næst mest í Frakklandi, þar sem 18 prósent sögðu of marga ferðamenn þar sem þeir búa og 16 prósent sögðust hafa neikvæða mynd af ferðamönnum. Hlutföllinn voru 16 prósent og 11 prósent á Ítalíu og 13 prósent og 14 prósent í Þýskalandi.

Stjórnvöld á Spáni hafa boðað aðgerðir gegn skammtímaleigu íbúða og þá stefna borgaryfirvöld í Barcelona að banna útleigu íbúða til ferðamanna fyrir árið 2029.

Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×