Manngerðar hörmungar á Flateyri Sigurjón Þórðarson skrifar 13. september 2024 11:32 Spilling íslenska kvótakerfisins birtist m.a. í furðulegum undirlægjuhætti stjórnvalda með þeim stóru í greininni á meðan nýliðun er gerð erfiðari og nánast útilokuð. Það er t.d. gert með sérstökum vigtarreglur fyrir þá stóru sem reka, samhliða útgerð, eigin fiskvinnslu og eru reglurnar þeim mun hagstæðari en þær reglur sem gilda fyrir þá minni. Afleiðingin er hröð samþjöppun í greininni og byggðaröskun. Til þess að bregðast við óæskilegum áhrifum mikillar samþjöppunar í sjávarútvegi heldur ríkið eftir 5,3% aflaheimilda og úthlutar þeim bæði með almennum hætti og í gegnum Byggðastofnun. Þróunin með hefur því miður orðið sú að þeir stærri í greininni, m.a. Fisk (útgerðarfélag Kaupfélags Skagfirðinga), hafa sótt með óbilgjörnum hætti í byggðakvóta á kostnað smáútgerða. Kaupfélag Skagfirðinga náði að tvöfalda hlut sinn þrátt fyrir andstöðu sveitarfélagins Skagafjarðar, þökk sé m.a. stuðningi matvælaráðherra Vg! Sama öfuga þróun hefur átt sér stað með byggðakvóta Byggðastofnunar. Þeir stóru hafa sótt hart í þá potta enda virðist vera sem að forsvarsmenn SFS telji sig eiga sameiginlega fiskveiðiauðlind þjóðarinnar. Ég naut þess heiðurs að sitja sem varamaður í stjórn Byggðastofnunar í nokkur ár, fyrir hönd Flokks fólksins. Þar setti ég ítrekað á dagskrá málefni úthlutunar á byggðakvóta stofnunarinnar. Ég benti stjórninni m.a. á; að lítið jafnræði gilti um úthlutun stofnunarinnar, ekki væri landað afla í þeim byggðum sem nutu úthlutunar, erlendir auðmenn með tengsl inn í SFS fengu byggðkvóta stofnunarinnar og að nokkuð augljóst var að stórir aðilar með sterk tengsl inn í stjórnkerfið ættu greiðari leið að þessum gæðum en aðrir. Í stað þess að gera samninga til nokkurra ára um úthlutun á aflaheimildum, lagði Flokkur fólksins til almennar úthlutunarreglur sem ívilnuðu hverjum þeim sem vildi reka fiskvinnslu í brothættri sjávarbyggð. Í sakleysi mínu taldi ég að bæði stjórn Byggðastofnunar og stjórnarráðið myndu taka þessum tillögum fagnandi en svo var ekki. Þáverandi innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannesson, neitaði að endurskipa mig í stjórn Byggðastofnunar. Ástæðan fyrir þessari neitun, sem vék frá áralangri hefð, var augljós. Formaður Framsóknarflokksins vildi viðhalda óbreyttri "samningaleið" byggðakvótans sem hefur m.a. leitt af sér að einn útgerðaraðili fær ríflega fimmtung af öllum byggðakvóta Byggðastofnunar! Hringavitleysan á Flateyri Á FB-síðunni Flateyri og Flateyringar er stutt grein eftir Þorgils Þorgilsson, sem rekið hefur löndunarþjónustu í þorpinu. Hann greinir skilmerkilega frá því að hann sé að hætta þeirri þjónustu vegna þess að það skilar sér ekki einn sporður á land á Flateyri af þeim 500 tonnum sem þorpið fær úthlutað frá Byggðastofnun og það sama á við um þau 400 tonn sem koma í hlut Flateyrar á grundvelli almenna byggðakvótans. Hafa ber í huga að hér er verið að úthluta aðilum verðmætum sem meta má allt að hálfum milljarði árlega á grundvelli eflingu sjávarútvegs á Flateyri, án þess það sé nokkur lifandi leið að átta sig á því hvernig það nýtist byggðinni. Flokkur fólksins vill frelsi Öll þessi hringavitleysa og þær manngerðu hörmungar sem leiddar eru yfir áður blómlegt þorpið í Önundarfirði, voru gerðar í nafni fiskverndar og byggðasjónarmiða. Það er orðið tímabært að ráðamenn staldri við og horfi á þá staðreynd að upphafleg markmið kvótakerfisins hefur ekki gengið upp og því sé orðið löngu tímabært að endurskoða ráðgjöfina, ekki síður en þá augljósu spillingu sem er í gangi með byggðakvóta. Það er tímabært að fleiri taki undir baráttu Flokks fólksins fyrir auknu frelsi til fiskveiða hringinn í kringum landið t.d. með því að gefa handfæraveiðar frjálsar og að stuðlað verði að jafnræði borgaranna við nýtingu sameiginlegra auðlinda. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Ísafjarðarbær Mest lesið Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Spilling íslenska kvótakerfisins birtist m.a. í furðulegum undirlægjuhætti stjórnvalda með þeim stóru í greininni á meðan nýliðun er gerð erfiðari og nánast útilokuð. Það er t.d. gert með sérstökum vigtarreglur fyrir þá stóru sem reka, samhliða útgerð, eigin fiskvinnslu og eru reglurnar þeim mun hagstæðari en þær reglur sem gilda fyrir þá minni. Afleiðingin er hröð samþjöppun í greininni og byggðaröskun. Til þess að bregðast við óæskilegum áhrifum mikillar samþjöppunar í sjávarútvegi heldur ríkið eftir 5,3% aflaheimilda og úthlutar þeim bæði með almennum hætti og í gegnum Byggðastofnun. Þróunin með hefur því miður orðið sú að þeir stærri í greininni, m.a. Fisk (útgerðarfélag Kaupfélags Skagfirðinga), hafa sótt með óbilgjörnum hætti í byggðakvóta á kostnað smáútgerða. Kaupfélag Skagfirðinga náði að tvöfalda hlut sinn þrátt fyrir andstöðu sveitarfélagins Skagafjarðar, þökk sé m.a. stuðningi matvælaráðherra Vg! Sama öfuga þróun hefur átt sér stað með byggðakvóta Byggðastofnunar. Þeir stóru hafa sótt hart í þá potta enda virðist vera sem að forsvarsmenn SFS telji sig eiga sameiginlega fiskveiðiauðlind þjóðarinnar. Ég naut þess heiðurs að sitja sem varamaður í stjórn Byggðastofnunar í nokkur ár, fyrir hönd Flokks fólksins. Þar setti ég ítrekað á dagskrá málefni úthlutunar á byggðakvóta stofnunarinnar. Ég benti stjórninni m.a. á; að lítið jafnræði gilti um úthlutun stofnunarinnar, ekki væri landað afla í þeim byggðum sem nutu úthlutunar, erlendir auðmenn með tengsl inn í SFS fengu byggðkvóta stofnunarinnar og að nokkuð augljóst var að stórir aðilar með sterk tengsl inn í stjórnkerfið ættu greiðari leið að þessum gæðum en aðrir. Í stað þess að gera samninga til nokkurra ára um úthlutun á aflaheimildum, lagði Flokkur fólksins til almennar úthlutunarreglur sem ívilnuðu hverjum þeim sem vildi reka fiskvinnslu í brothættri sjávarbyggð. Í sakleysi mínu taldi ég að bæði stjórn Byggðastofnunar og stjórnarráðið myndu taka þessum tillögum fagnandi en svo var ekki. Þáverandi innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannesson, neitaði að endurskipa mig í stjórn Byggðastofnunar. Ástæðan fyrir þessari neitun, sem vék frá áralangri hefð, var augljós. Formaður Framsóknarflokksins vildi viðhalda óbreyttri "samningaleið" byggðakvótans sem hefur m.a. leitt af sér að einn útgerðaraðili fær ríflega fimmtung af öllum byggðakvóta Byggðastofnunar! Hringavitleysan á Flateyri Á FB-síðunni Flateyri og Flateyringar er stutt grein eftir Þorgils Þorgilsson, sem rekið hefur löndunarþjónustu í þorpinu. Hann greinir skilmerkilega frá því að hann sé að hætta þeirri þjónustu vegna þess að það skilar sér ekki einn sporður á land á Flateyri af þeim 500 tonnum sem þorpið fær úthlutað frá Byggðastofnun og það sama á við um þau 400 tonn sem koma í hlut Flateyrar á grundvelli almenna byggðakvótans. Hafa ber í huga að hér er verið að úthluta aðilum verðmætum sem meta má allt að hálfum milljarði árlega á grundvelli eflingu sjávarútvegs á Flateyri, án þess það sé nokkur lifandi leið að átta sig á því hvernig það nýtist byggðinni. Flokkur fólksins vill frelsi Öll þessi hringavitleysa og þær manngerðu hörmungar sem leiddar eru yfir áður blómlegt þorpið í Önundarfirði, voru gerðar í nafni fiskverndar og byggðasjónarmiða. Það er orðið tímabært að ráðamenn staldri við og horfi á þá staðreynd að upphafleg markmið kvótakerfisins hefur ekki gengið upp og því sé orðið löngu tímabært að endurskoða ráðgjöfina, ekki síður en þá augljósu spillingu sem er í gangi með byggðakvóta. Það er tímabært að fleiri taki undir baráttu Flokks fólksins fyrir auknu frelsi til fiskveiða hringinn í kringum landið t.d. með því að gefa handfæraveiðar frjálsar og að stuðlað verði að jafnræði borgaranna við nýtingu sameiginlegra auðlinda. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar